Þriðjungur grunnskóladrengja geti ekki lesið sér til gagns: „Þetta er hrópandi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 20:36 Rúmur þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt nýjum rannsóknum. Vísir/Vilhelm Kennarar segja að þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Læsi og orðaforði grunnskóla- og leikskólabarna fari ört versnandi. Nauðsynlegt sé að grípa inn í. Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, var í viðtali á Sprengisandi í dag ásamt Svövu Þórhildi Hjaltalín kennara. Aðspurður kveðst Magnús ekki draga tölur kannana um læsi grunnskólabarna í efa. Fagna því að verið sé að tækla vandann „Þegar ég horfi til baka í minni skólagöngu þá var það svolítið talað þannig að við værum rosalega læs og værum bókaþjóðin. Ég kynnist því mjög fljótlega þegar ég kem hér í borgina að vinna, að vinna með hópi barna sem áttu við námsörðugleika að stríða, þar rímar þessi tala - þriðjungur. Þar var þetta svolítið sýnilegt því að á þeim tíma var verið að raða námshópum upp eftir ákveðinni getu. Þar vorum við að glíma við það að til dæmis þurfa að lesa Gísla sögu Súrssonar og ég var að kenna hópum sem áttu að gera það sem ég rak mig ákveðið á að voru ekki að ráða við þetta,“ segir Magnús Þór. Hann fagnar því að verið sé að tækla vandann með auknum rannsóknum og könnunum og Svava Þórhildur tekur undir. Harmar að ekki hafi verið gripið fyrr inn í Hún segir að það sorglegasta við stöðuna sé að ástandið hafi verið sambærilegt síðustu ár. Hún harmar að ekki hafi verið gripið inn í og bætir við að staðan sé einnig slæm í til dæmis náttúrufræði og stærðfræði: Þetta er alvarleg staða og ég vona að nú sé lag. „Við erum með vísbendingu um að orðaforði barna sé að fara verulega aftur. Þau skilja íslenskt tungumál síður og kunna of lítið af orðum, og þarna þurfum við náttúrulega könnun á landsvísu. Við erum líka með tölur 39 prósent ekki læs eftir annan bekk í Reykjavík. Við erum með 32,5 prósent innflytjanda sem eru í grunnskóla á rauðu og gulu ljósi, þau kunna ekki íslensku. 26 prósent falla úr framhaldsskóla en 62 prósent innflytjenda. Þetta er hrópandi,“ segir Svava Þórhildur Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan: Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslenska á tækniöld Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, var í viðtali á Sprengisandi í dag ásamt Svövu Þórhildi Hjaltalín kennara. Aðspurður kveðst Magnús ekki draga tölur kannana um læsi grunnskólabarna í efa. Fagna því að verið sé að tækla vandann „Þegar ég horfi til baka í minni skólagöngu þá var það svolítið talað þannig að við værum rosalega læs og værum bókaþjóðin. Ég kynnist því mjög fljótlega þegar ég kem hér í borgina að vinna, að vinna með hópi barna sem áttu við námsörðugleika að stríða, þar rímar þessi tala - þriðjungur. Þar var þetta svolítið sýnilegt því að á þeim tíma var verið að raða námshópum upp eftir ákveðinni getu. Þar vorum við að glíma við það að til dæmis þurfa að lesa Gísla sögu Súrssonar og ég var að kenna hópum sem áttu að gera það sem ég rak mig ákveðið á að voru ekki að ráða við þetta,“ segir Magnús Þór. Hann fagnar því að verið sé að tækla vandann með auknum rannsóknum og könnunum og Svava Þórhildur tekur undir. Harmar að ekki hafi verið gripið fyrr inn í Hún segir að það sorglegasta við stöðuna sé að ástandið hafi verið sambærilegt síðustu ár. Hún harmar að ekki hafi verið gripið inn í og bætir við að staðan sé einnig slæm í til dæmis náttúrufræði og stærðfræði: Þetta er alvarleg staða og ég vona að nú sé lag. „Við erum með vísbendingu um að orðaforði barna sé að fara verulega aftur. Þau skilja íslenskt tungumál síður og kunna of lítið af orðum, og þarna þurfum við náttúrulega könnun á landsvísu. Við erum líka með tölur 39 prósent ekki læs eftir annan bekk í Reykjavík. Við erum með 32,5 prósent innflytjanda sem eru í grunnskóla á rauðu og gulu ljósi, þau kunna ekki íslensku. 26 prósent falla úr framhaldsskóla en 62 prósent innflytjenda. Þetta er hrópandi,“ segir Svava Þórhildur Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan:
Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslenska á tækniöld Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira