Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 18:00 Atli Þór Fanndal er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Aðsend/Vísir/Vilhelm „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. Samtökin hafa það að markmiði að því að efla að gagnsæi í íslensku þjóðfélagi og að vinna að því að minnka spillingu í þjóðfélaginu, einkum á sviði stjórnmála og viðskipta, eins og segir á vefsíðu Íslandsdeildar samtakanna. Í tilkynningunni segir að flest bendi til þess að hvorki salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka né hið almenna útboð í maí hafi staðist réttmætar kröfur um fagleg vinnubrögð eða störf í lýðræðislegu umboði. Vísbendingar um spillta meðferð málsins af hálfu ríkisstjórnarinnar hrannist upp. Fjármálaráðherra hafi ekki trúverðugleika „Héðan í frá er full ástæða til að ætla að fjármálaráðherra hafi hvorki stöðu né trúverðugleika til að hlutast til um sölu banka í eigu almennings. Hann hefur endurtekið gert sig sekan um að greina ekki með réttum og tryggilegum hætti á milli almannahagsmuna og einka- og/eða sérhagsmuna í störfum sínum sem ráðherra,“ segir í tilkynningunni. Þá er lagt til að Alþingi - ekki fjármálaráðherra - eigi að taka ákvörðun um meðferð málsins í umboði kjósenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun rannsaki bankasöluna en samtökin segja mikilvægt í ljósi þrígreiningar ríkisvaldsins að fjármálaráðherra, sem er hluti af framkvæmdavaldinu, komi hvergi nálægt framvindu málsins. „Ef aðgerðir og ákvarðanir kjörinna fulltrúa eru sveipaðir huliðshjúpi verða þær að gróðrarstíu hlutdrægni, brotum á mannréttindum og mögulegum lögbrotum. Lögbrot kjörinna fulltrúa, ekki síst ráðherra, skaða mikilvæga þjóðarhagsmuni og eru ógn við heilbrigt lýðræði.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Samtökin hafa það að markmiði að því að efla að gagnsæi í íslensku þjóðfélagi og að vinna að því að minnka spillingu í þjóðfélaginu, einkum á sviði stjórnmála og viðskipta, eins og segir á vefsíðu Íslandsdeildar samtakanna. Í tilkynningunni segir að flest bendi til þess að hvorki salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka né hið almenna útboð í maí hafi staðist réttmætar kröfur um fagleg vinnubrögð eða störf í lýðræðislegu umboði. Vísbendingar um spillta meðferð málsins af hálfu ríkisstjórnarinnar hrannist upp. Fjármálaráðherra hafi ekki trúverðugleika „Héðan í frá er full ástæða til að ætla að fjármálaráðherra hafi hvorki stöðu né trúverðugleika til að hlutast til um sölu banka í eigu almennings. Hann hefur endurtekið gert sig sekan um að greina ekki með réttum og tryggilegum hætti á milli almannahagsmuna og einka- og/eða sérhagsmuna í störfum sínum sem ráðherra,“ segir í tilkynningunni. Þá er lagt til að Alþingi - ekki fjármálaráðherra - eigi að taka ákvörðun um meðferð málsins í umboði kjósenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun rannsaki bankasöluna en samtökin segja mikilvægt í ljósi þrígreiningar ríkisvaldsins að fjármálaráðherra, sem er hluti af framkvæmdavaldinu, komi hvergi nálægt framvindu málsins. „Ef aðgerðir og ákvarðanir kjörinna fulltrúa eru sveipaðir huliðshjúpi verða þær að gróðrarstíu hlutdrægni, brotum á mannréttindum og mögulegum lögbrotum. Lögbrot kjörinna fulltrúa, ekki síst ráðherra, skaða mikilvæga þjóðarhagsmuni og eru ógn við heilbrigt lýðræði.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32
Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03
Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53