Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 19:30 Bjarni Jónsson er þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. Mikill styr hefur staðið um nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir bankasýsluna harðlega og segir að í ljósi þess hvernig haldið var utan um söluna þurfi stjórn og forstjóri Bankasýslunnar að víkja. Þú minnist á bankasýsluna og stjórn þar en hvað með fjármálaráðherra? Þarf hann að víkja? „Þetta snýr núna að framkvæmd bankasýslnnar og það verkefni sem þeir fengu. Hvernig því var útvistað og fylgt eftir. Miðað við þær upplýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Aðspurður um ábyrgð fjármálaráðherra segir Bjarni að ráðherra beri ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra en í þessu tilviki hafi bankasýslan fengið verkefnið til sín. Því hljóti það að vera fyrsta skref að skoða framgang bankasýslunnar. „Það liggur alveg ljóst að það verða ekki seldir fleiri hlutir í Íslandsbanka fyrr en þetta er orðið upplýst og öll kurl komin til grafar því við viljum standa vel að hlutum eins og þessum.“ Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að kunningi sinn hafi grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar. Páll lýsir því þannig á Facebook að kunninginn hafi fengið símtal frá einum af söluaðilum bréfanna og verið spurður hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka, hann gæti líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. Í frásögn Páls kemur fram að kunninginn hafi slegið til og selt bréfin morguninn eftir kaupin. Þung hljóð í flokksmönnum VG Bjarni segir að hljóðið sé þungt í samflokksmönnum sínum og að margir séu ósáttir við stöðuna. „Þetta eru ekki þær væntingar sem við höfðum varðandi söluna, það er alveg ljóst.“ Helduru að þú værir gagnrýnni á fjármálaráðherra ef hann væri ekki í ríkisstjórnarsamstarfi með þínum flokki? „Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta faglega en ekki á pólítíkinni, heldur bara faglega. Út frá þeim væntingum sem við höfum sem þjóð og þverpólitískt og ég held að allir hafi viljað sjá þetta fyrir sér með ákveðnum hætti og það virðist ekki hafa verið farið þann veg og það þurfum við að leiðrétta ef við getum.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Mikill styr hefur staðið um nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir bankasýsluna harðlega og segir að í ljósi þess hvernig haldið var utan um söluna þurfi stjórn og forstjóri Bankasýslunnar að víkja. Þú minnist á bankasýsluna og stjórn þar en hvað með fjármálaráðherra? Þarf hann að víkja? „Þetta snýr núna að framkvæmd bankasýslnnar og það verkefni sem þeir fengu. Hvernig því var útvistað og fylgt eftir. Miðað við þær upplýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Aðspurður um ábyrgð fjármálaráðherra segir Bjarni að ráðherra beri ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra en í þessu tilviki hafi bankasýslan fengið verkefnið til sín. Því hljóti það að vera fyrsta skref að skoða framgang bankasýslunnar. „Það liggur alveg ljóst að það verða ekki seldir fleiri hlutir í Íslandsbanka fyrr en þetta er orðið upplýst og öll kurl komin til grafar því við viljum standa vel að hlutum eins og þessum.“ Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að kunningi sinn hafi grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar. Páll lýsir því þannig á Facebook að kunninginn hafi fengið símtal frá einum af söluaðilum bréfanna og verið spurður hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka, hann gæti líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. Í frásögn Páls kemur fram að kunninginn hafi slegið til og selt bréfin morguninn eftir kaupin. Þung hljóð í flokksmönnum VG Bjarni segir að hljóðið sé þungt í samflokksmönnum sínum og að margir séu ósáttir við stöðuna. „Þetta eru ekki þær væntingar sem við höfðum varðandi söluna, það er alveg ljóst.“ Helduru að þú værir gagnrýnni á fjármálaráðherra ef hann væri ekki í ríkisstjórnarsamstarfi með þínum flokki? „Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta faglega en ekki á pólítíkinni, heldur bara faglega. Út frá þeim væntingum sem við höfum sem þjóð og þverpólitískt og ég held að allir hafi viljað sjá þetta fyrir sér með ákveðnum hætti og það virðist ekki hafa verið farið þann veg og það þurfum við að leiðrétta ef við getum.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32