Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2022 08:24 Flokkunarhúsið þar sem eldurinn kviknaði í gær er nú gjörónýtt. Mynd/Helgi Helgason Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í húsinu sjálfu í gærdag en eldurinn komst í stóran timburhaug í kjölfarið og hafa slökkviliðsmenn reynt að slökkva þann eld allt síðan í gærkvöldi. „Það er alveg risa hrúga sem við erum búnir að vera að berjast við, og erum enn þá að berjast. Þetta er bara stórt fjall af trékurli,“ segir Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu í morgunsárið. Herbert segir slökkviliðsmenn á svæðinu nú notast við tvær gröfur til að moka til og frá í hrúgunni en nokkur mannskapur er á svæðinu og tankbíll frá Grindavík. Hann segir ómögulegt að segja til um það hvenær slökkvistarfi lýkur, en vonar að það verði í dag. „Ég vona að rigningin hjálpi okkur eitthvað en það liggur við eins og það sé olía í rigningunni, þetta bara heldur áfram. En það allavega hjálpar okkur að því það er mikill gróður þarna út í móa fyrir utan þetta svæði,“ segir Herbert en eldurinn virðist ekki vera að breiða úr sér. Í spilaranum hér fyrir neðan má finna myndskeið sem Víkurfréttir birtu í gærkvöldi af brunanum. Reyna að fá fleiri inn Lögreglan á Suðurnesjum varaði við eitruðum reyk sem lagði yfir svæðið í gær, þegar rusl var að brenna. Að sögn Herberts er enn mikill reykur núna út frá spýtunum og mikil gufa. „Við erum bara á fullu og við erum að fá auka mannskap fyrir utan vaktina. Við erum að reyna að ná fólki inn til þess að halda áfram en það eru margir búnir að vera alveg rosalega lengi,“ segir Herbert aðspurður um stöðuna hjá liðinu. Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í húsinu sjálfu í gærdag en eldurinn komst í stóran timburhaug í kjölfarið og hafa slökkviliðsmenn reynt að slökkva þann eld allt síðan í gærkvöldi. „Það er alveg risa hrúga sem við erum búnir að vera að berjast við, og erum enn þá að berjast. Þetta er bara stórt fjall af trékurli,“ segir Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu í morgunsárið. Herbert segir slökkviliðsmenn á svæðinu nú notast við tvær gröfur til að moka til og frá í hrúgunni en nokkur mannskapur er á svæðinu og tankbíll frá Grindavík. Hann segir ómögulegt að segja til um það hvenær slökkvistarfi lýkur, en vonar að það verði í dag. „Ég vona að rigningin hjálpi okkur eitthvað en það liggur við eins og það sé olía í rigningunni, þetta bara heldur áfram. En það allavega hjálpar okkur að því það er mikill gróður þarna út í móa fyrir utan þetta svæði,“ segir Herbert en eldurinn virðist ekki vera að breiða úr sér. Í spilaranum hér fyrir neðan má finna myndskeið sem Víkurfréttir birtu í gærkvöldi af brunanum. Reyna að fá fleiri inn Lögreglan á Suðurnesjum varaði við eitruðum reyk sem lagði yfir svæðið í gær, þegar rusl var að brenna. Að sögn Herberts er enn mikill reykur núna út frá spýtunum og mikil gufa. „Við erum bara á fullu og við erum að fá auka mannskap fyrir utan vaktina. Við erum að reyna að ná fólki inn til þess að halda áfram en það eru margir búnir að vera alveg rosalega lengi,“ segir Herbert aðspurður um stöðuna hjá liðinu.
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28