Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2022 10:37 Bjarni telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar varðandi nýafstaðið söluferli. Vísir/Vilhelm Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. Í skoðanagrein eftir Bjarna sem birtist á Vísi, og ber yfirskriftina „Mörgum spurningum ósvarað,“ setur Bjarni þessi sjónarmið fram. Hann segir gagnrýnivert hvernig Bankasýslan hefur haldið á sölu á hlut ríkisins í Íslandbanka og að gagnsæi og upplýsingagjöf af hálfu stofnunarinnar hafi verið ábótavant. Fara þurfi ofan í saumana á ferlinu. Mikill styr hefur staðið um söluferlið, sem var aðeins opið atvinnufjárfestum, þá einkum og sér í lagi eftir að listi yfir kaupendur í bankanum var birtur. „Trúverðugleiki Bankasýslu ríkisins hefur beðið hnekki og það myndi auðvelda stofnuninni að endurheimta traust ef forstjóri og stjórn hennar myndu víkja. Ekki ætti að koma til álita að selja frekari hluti í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar um framkvæmdina, og hagsmunir almennings tryggðir ásamt þeirri umgjörð viðskiptasiðferðis sem ber að viðhafa við sölu ríkiseigna,“ skrifar Bjarni. Í gær gaf Bankasýslan út yfirlýsingu þar sem öllum sjónarmiðum um að lög kunni að hafa verið brotin við söluferlið var vísað á bug. Úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæg Bjarni segist í greininni telja mikilvægt að Ríkisendurskoðun fari í saumana á söluferlinu. Fjármálaráðherra óskaði sjálfur eftir því í fyrradag og í gær tilkynnti Ríkisendurskoðun að sú ósk hefði verið tekin til greina og að niðurstöðu úttektar um söluferlið væri að vænta í júní. „Frá því ákveðið var að hefja sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hafa stjórnvöld lagt þá skýru línu að allra mikilvægast væri að tryggja traust og gagnsæi. Þó að listinn hafi verið birtur er ljóst að mörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni. Þess vegna er úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæg. Markmið hennar er að tryggja að þingið og almenningur allur fái svarað spurningum sínum og lagt verði mat á hvort unnið hafi verið samkvæmt lögum og heilbrigðum viðskiptaháttum,“ skrifar Bjarni og bætir við að um sé að ræða verðmæti almennings og því sé nauðsynlegt að framkvæmd sölunnar sé hafin yfir allan vafa. Þá varar Bjarni við því að „grafið sé undan stöðu og hlutverki Ríkisendurskoðunar sem sjálfstæðrar og óháðrar eftirlitsstofnunar þingsins.“ Þar vísar hann væntanlega til háværra krafna sem þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu uppi á Alþingi í gær, um að þingið kæmi á fót sérstakri rannsóknarnefnd um söluferlið, í stað þess að láta Ríkisendurskoðun fara með úttektina. Bentu þeir meðal annars á að slík nefnd hefði víðtækari heimildir en Ríkisendurskoðun við rannsókn á ferlinu. Þó virðist sem svo að stjórnarliðar séu ekki á sama máli og vilji láta Ríkisendurskoðun sjá um málið. „Fyrsta rökrétta skrefið nú í ljósi þess sem fyrir liggur, er úttekt Ríkisendurskoðunar og umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á skýrslu embættisins. Ríkisendurskoðun hefur gegnt veigamiklu hlutverki fyrir löggjafann til að veita aðhald, til að greina og upplýsa mál fyrir þingið og hvernig þurfi að bregðast við með viðeigandi hætti ef niðurstaðan er á þann veg. Við þekkjum sannarlega að oft hefur þess orðið þörf,“ skrifar Bjarni og ítrekar það traust sem stofnunin hefur notið í þingheimi á síðustu árum. Hann segir þó að rannsókn Ríkisendurskoðunar útiloki ekki að hægt verði að gera frekari úttektir á ferlinu, ef ríkar ástæður standi til þess. „Ef að undangenginni úttekt Ríkisendurskoðunar kemur í ljós að þörf sé á að fara frekar ofan í saumanna á einstökum þáttum, þá vænti ég þess að það verði gert.“ Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mörgum spurningum ósvarað Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. 9. apríl 2022 08:01 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Í skoðanagrein eftir Bjarna sem birtist á Vísi, og ber yfirskriftina „Mörgum spurningum ósvarað,“ setur Bjarni þessi sjónarmið fram. Hann segir gagnrýnivert hvernig Bankasýslan hefur haldið á sölu á hlut ríkisins í Íslandbanka og að gagnsæi og upplýsingagjöf af hálfu stofnunarinnar hafi verið ábótavant. Fara þurfi ofan í saumana á ferlinu. Mikill styr hefur staðið um söluferlið, sem var aðeins opið atvinnufjárfestum, þá einkum og sér í lagi eftir að listi yfir kaupendur í bankanum var birtur. „Trúverðugleiki Bankasýslu ríkisins hefur beðið hnekki og það myndi auðvelda stofnuninni að endurheimta traust ef forstjóri og stjórn hennar myndu víkja. Ekki ætti að koma til álita að selja frekari hluti í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar um framkvæmdina, og hagsmunir almennings tryggðir ásamt þeirri umgjörð viðskiptasiðferðis sem ber að viðhafa við sölu ríkiseigna,“ skrifar Bjarni. Í gær gaf Bankasýslan út yfirlýsingu þar sem öllum sjónarmiðum um að lög kunni að hafa verið brotin við söluferlið var vísað á bug. Úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæg Bjarni segist í greininni telja mikilvægt að Ríkisendurskoðun fari í saumana á söluferlinu. Fjármálaráðherra óskaði sjálfur eftir því í fyrradag og í gær tilkynnti Ríkisendurskoðun að sú ósk hefði verið tekin til greina og að niðurstöðu úttektar um söluferlið væri að vænta í júní. „Frá því ákveðið var að hefja sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hafa stjórnvöld lagt þá skýru línu að allra mikilvægast væri að tryggja traust og gagnsæi. Þó að listinn hafi verið birtur er ljóst að mörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni. Þess vegna er úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæg. Markmið hennar er að tryggja að þingið og almenningur allur fái svarað spurningum sínum og lagt verði mat á hvort unnið hafi verið samkvæmt lögum og heilbrigðum viðskiptaháttum,“ skrifar Bjarni og bætir við að um sé að ræða verðmæti almennings og því sé nauðsynlegt að framkvæmd sölunnar sé hafin yfir allan vafa. Þá varar Bjarni við því að „grafið sé undan stöðu og hlutverki Ríkisendurskoðunar sem sjálfstæðrar og óháðrar eftirlitsstofnunar þingsins.“ Þar vísar hann væntanlega til háværra krafna sem þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu uppi á Alþingi í gær, um að þingið kæmi á fót sérstakri rannsóknarnefnd um söluferlið, í stað þess að láta Ríkisendurskoðun fara með úttektina. Bentu þeir meðal annars á að slík nefnd hefði víðtækari heimildir en Ríkisendurskoðun við rannsókn á ferlinu. Þó virðist sem svo að stjórnarliðar séu ekki á sama máli og vilji láta Ríkisendurskoðun sjá um málið. „Fyrsta rökrétta skrefið nú í ljósi þess sem fyrir liggur, er úttekt Ríkisendurskoðunar og umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á skýrslu embættisins. Ríkisendurskoðun hefur gegnt veigamiklu hlutverki fyrir löggjafann til að veita aðhald, til að greina og upplýsa mál fyrir þingið og hvernig þurfi að bregðast við með viðeigandi hætti ef niðurstaðan er á þann veg. Við þekkjum sannarlega að oft hefur þess orðið þörf,“ skrifar Bjarni og ítrekar það traust sem stofnunin hefur notið í þingheimi á síðustu árum. Hann segir þó að rannsókn Ríkisendurskoðunar útiloki ekki að hægt verði að gera frekari úttektir á ferlinu, ef ríkar ástæður standi til þess. „Ef að undangenginni úttekt Ríkisendurskoðunar kemur í ljós að þörf sé á að fara frekar ofan í saumanna á einstökum þáttum, þá vænti ég þess að það verði gert.“
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mörgum spurningum ósvarað Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. 9. apríl 2022 08:01 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Mörgum spurningum ósvarað Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. 9. apríl 2022 08:01
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00
Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53