Stefna á að birta niðurstöður úttektarinnar í júní Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. apríl 2022 17:32 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Þar segir að áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar liggi ekki fyrir, en slík áætlun verði í endurskoðun eftir því sem úttektinni vindur fram. Í gær fór Bjarni þess á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á söluferlinu. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag haft uppi háværar kröfur um að þingið taki afstöðu til kröfu sem sett hefur verið fram um tillögu þess efnis að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til þess að rannsaka útboðið. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að Ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 17:28 Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Þar segir að áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar liggi ekki fyrir, en slík áætlun verði í endurskoðun eftir því sem úttektinni vindur fram. Í gær fór Bjarni þess á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á söluferlinu. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag haft uppi háværar kröfur um að þingið taki afstöðu til kröfu sem sett hefur verið fram um tillögu þess efnis að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til þess að rannsaka útboðið. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að Ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 17:28 Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 17:28
Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21
Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58