Rannsókn á bankasölu Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. apríl 2022 15:01 Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber. Það var í september 2012 þegar ég sat í stóli fjármálaráðherra að ég mælti fyrir frumvarpi þar sem kveðið var á um það eftir hvaða ferlum skyldi fara ef tekin yrði ákvörðun um að selja hlut ríkisins í bönkunum. Mér fannst ekki nóg að fjármálaráðherra hefði heimild í fjárlögum til að selja hluti heldur þyrfti að tryggja aðkomu Alþingis og umsögn Seðlabankans og síðan þyrfti fjármálaráðherrann að gefa út skýrslu um söluna. Tryggja þyrfti gagnsæi, réttar upplýsingar til almennings og traust. Lögin eru enn í fullu gildi og í 3. grein þeirra er fjallað um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nú þegar fleiri og fleiri upplýsingar verða opinberar um lokað útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka vakna efasemdir um að lögunum hafi verið fylgt. Það er ekki bara það að þeir sem fengu að kaupa hafi verið fyrrum eigendur banka sem ráku þá í strand og íslenskt samfélag um leið sem gerir söluna umdeilda. Ekki bara það að faðir ráðherrans sem ber ábyrgð á sölunni hafi fengið hlut á afslætti. Eða að fjárfestar sem keyptu og seldu strax í fyrra útboði með miklum hagnaði hafi fengið að leika aftur sama leikinn. Heldur einnig það að söluferlið virðist ekki vera í samræmi við lögin sem setja reglur og skýra umgjörð um sölu banka. Í kjölfar birtingar lista yfir þá sem fengu að kaupa hluti ríkisins í Íslandsbanka á afslætti í lokuðu útboði hefur vantrausti verið lýst á söluferlinu úr öllum áttum. Ef lög hafa verið brotin verður fjármála- og efnahagsráðherra að axla ábyrgð. Ríkir almannahagsmunir eru undir. Það er afar brýnt að Alþingi skipi rannsóknarnefnd með ríkar heimildir sem tekur til starfa sem allra fyrst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert um þetta kröfu. Það er von mín að stjórnarþingmenn taki undir þá kröfu og almannahagur verði settur framar sérhagsmunum í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber. Það var í september 2012 þegar ég sat í stóli fjármálaráðherra að ég mælti fyrir frumvarpi þar sem kveðið var á um það eftir hvaða ferlum skyldi fara ef tekin yrði ákvörðun um að selja hlut ríkisins í bönkunum. Mér fannst ekki nóg að fjármálaráðherra hefði heimild í fjárlögum til að selja hluti heldur þyrfti að tryggja aðkomu Alþingis og umsögn Seðlabankans og síðan þyrfti fjármálaráðherrann að gefa út skýrslu um söluna. Tryggja þyrfti gagnsæi, réttar upplýsingar til almennings og traust. Lögin eru enn í fullu gildi og í 3. grein þeirra er fjallað um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nú þegar fleiri og fleiri upplýsingar verða opinberar um lokað útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka vakna efasemdir um að lögunum hafi verið fylgt. Það er ekki bara það að þeir sem fengu að kaupa hafi verið fyrrum eigendur banka sem ráku þá í strand og íslenskt samfélag um leið sem gerir söluna umdeilda. Ekki bara það að faðir ráðherrans sem ber ábyrgð á sölunni hafi fengið hlut á afslætti. Eða að fjárfestar sem keyptu og seldu strax í fyrra útboði með miklum hagnaði hafi fengið að leika aftur sama leikinn. Heldur einnig það að söluferlið virðist ekki vera í samræmi við lögin sem setja reglur og skýra umgjörð um sölu banka. Í kjölfar birtingar lista yfir þá sem fengu að kaupa hluti ríkisins í Íslandsbanka á afslætti í lokuðu útboði hefur vantrausti verið lýst á söluferlinu úr öllum áttum. Ef lög hafa verið brotin verður fjármála- og efnahagsráðherra að axla ábyrgð. Ríkir almannahagsmunir eru undir. Það er afar brýnt að Alþingi skipi rannsóknarnefnd með ríkar heimildir sem tekur til starfa sem allra fyrst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert um þetta kröfu. Það er von mín að stjórnarþingmenn taki undir þá kröfu og almannahagur verði settur framar sérhagsmunum í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun