„Í rúm fimmtán ár lét ég nánast eins og þetta hefði ekki skeð“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. apríl 2022 13:30 Arnar Sveinn Geirsson var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Þar ræddi hann meðal annars um móðurmissinn. „Ég er mikill jákvæðnismaður að eðlisfari. En lífið er ekki annaðhvort svart eða hvítt og auðvitað verðum við að vera umburðarlynd við sjálf okkur þegar við dettum í einhvern neikvæðnisgír eða hlutirnir eru erfiðir. En þá skiptir máli hvernig maður nálgast erfiðleikana,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, Mannauðsstjóri SaltPay og varaformaður Krafts. Arnar Sveinn þekkir erfiðleika af eigin raun en hann missti móður sína úr krabbameini þegar hann var aðeins ellefu ára gamall. Það tók hann mörg ár að byrja að vinna úr áfallinu. „Í rúm fimmtán ár þá lét ég nánast eins og þetta hefði ekki skeð,“ segir Arnar sem fann fyrir þörf til þess að vera sterkur fyrir pabba sinn í sorginni. „En þetta er bara þannig hlutur að hann mótar þig sama hvað. Það er sama hvernig þú tæklar hann og ætlar að vinna úr honum, þá mótar hann þig alltaf.“ Gerði það sem hann þurfti til þess að komast í gegnum þetta Arnar segist þó ekki sjá eftir því að hafa brugðist við með þessum hætti og lokað á tilfinningarnar. „Af því ég tók bara þá ákvörðun sem ég þurfti að taka til þess að lifa þetta af og komast í gegnum þetta. Sú ákvörðun var að vera sterkur, jákvæður og glaður, sama á hverju dundi,“ en hann segir vandamálið þó vera að þessi aðferð sé alls ekki vænleg til lengdar. „Ef þú ætlar að vera alltaf glaður og aldrei sorgmæddur, reiður eða leiður, þá ferðu að vera alltaf minna og minna glaður og verður á endanum bara neutral í báðar áttir.“ Sorgin passaði ekki inn í sjálfsímyndina Það var ekki fyrr en á fullorðinsárum sem Arnar byrjaði að vinna úr áfallinu. Þá segist hann hafa tekið út fimmtán ár af vinnu á einu ári. „Þá flæddi bara allt út.“ Arnar segir það hafa verið erfitt að sætta sig við sorgina þar sem hún hafi ekki passað inn í þá ímynd sem hann hafði búið til af sjálfum sér. „Maður er að verja þessa ímynd með kjafti og klóm. Þú ætlar ekki að leyfa neinum að komast að því hvað er raunverulega þarna, og allra síst sjálfum þér.“ Strákar mega gráta þegar íþróttalið þeirra vinnur eða tapar Hann segir það einnig hafa spilað inn í hve lítið rými samfélagið hefur gefið karlmönnum til þess að kljást við tilfinningar sínar, en hann vonar að það sé að breytast. Hingað til hafi verið sárafáar aðstæður þar sem það er samfélagslega samþykkt fyrir karlmenn að gráta. „Það er þegar einhver nákominn fellur frá og í flestum tilfellum mega strákar gráta þegar íþróttaliðið þeirra vinnur eða tapar. Þar er eitthvað rými fyrir það, en önnur augnablik eru eiginlega ekkert gúdderuð.“ Í dag miðlar Arnar Sveinn sinni reynslu áfram og gegnir hann varaformannsstöðu Krafts sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur. Má draga lærdóm út úr öllum aðstæðum „Það er bara þetta viðhorf sem við höfum gagnvart því sem við sjáum eða upplifum. Ef við náum að þjálfa það upp að viðhorfið okkar sé jákvætt gagnvart hverju sem er, þá mun okkur bara vegna betur. Með því er ég ekki að segja að við getum ekki verið leið, reið, pirruð eða sorgmædd.“ Hann segir mikilvægt að leyfa sér að ganga í gegnum allar tilfinningar en hægt sé að þjálfa sig upp í það að draga lærdóm út úr öllum aðstæðum. Kristján Hafþórsson ræddi við Arnar Svein í hlaðvarpi sínu Jákastið. Hægt er að hlusta á viðtalið inni á vef TAL eða í spilaranum hér að neðan. Jákastið Tengdar fréttir Finnst leiðinlegt að sofa og vil nýta sólarhringinn vel „Mér finnst leiðinlegt að sofa og chilla og vil nýta hvern tíma sólarhringsins rosa mikið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 4. apríl 2022 23:05 Væri helst til í að pakka dótturinni inn í bóluplast „Ætli maður hafi ekki verið hræddur við viðbrögðin, en svo hefur maður aldrei fundið fyrir fordómum,“ segir Sindri Sindrason fjölmiðlamaður, en hann kom út úr skápnum fyrir 24 árum síðan. 28. mars 2022 23:31 Dreifir jákvæðni og drifkrafti með nýju hlaðvarpi Kristján Hafþórsson er þekktur fyrir einstaklega jákvætt hugarfar og á morgun fer í loftið nýja hlaðvarpið hans Jákastið. 21. mars 2022 21:32 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Arnar Sveinn þekkir erfiðleika af eigin raun en hann missti móður sína úr krabbameini þegar hann var aðeins ellefu ára gamall. Það tók hann mörg ár að byrja að vinna úr áfallinu. „Í rúm fimmtán ár þá lét ég nánast eins og þetta hefði ekki skeð,“ segir Arnar sem fann fyrir þörf til þess að vera sterkur fyrir pabba sinn í sorginni. „En þetta er bara þannig hlutur að hann mótar þig sama hvað. Það er sama hvernig þú tæklar hann og ætlar að vinna úr honum, þá mótar hann þig alltaf.“ Gerði það sem hann þurfti til þess að komast í gegnum þetta Arnar segist þó ekki sjá eftir því að hafa brugðist við með þessum hætti og lokað á tilfinningarnar. „Af því ég tók bara þá ákvörðun sem ég þurfti að taka til þess að lifa þetta af og komast í gegnum þetta. Sú ákvörðun var að vera sterkur, jákvæður og glaður, sama á hverju dundi,“ en hann segir vandamálið þó vera að þessi aðferð sé alls ekki vænleg til lengdar. „Ef þú ætlar að vera alltaf glaður og aldrei sorgmæddur, reiður eða leiður, þá ferðu að vera alltaf minna og minna glaður og verður á endanum bara neutral í báðar áttir.“ Sorgin passaði ekki inn í sjálfsímyndina Það var ekki fyrr en á fullorðinsárum sem Arnar byrjaði að vinna úr áfallinu. Þá segist hann hafa tekið út fimmtán ár af vinnu á einu ári. „Þá flæddi bara allt út.“ Arnar segir það hafa verið erfitt að sætta sig við sorgina þar sem hún hafi ekki passað inn í þá ímynd sem hann hafði búið til af sjálfum sér. „Maður er að verja þessa ímynd með kjafti og klóm. Þú ætlar ekki að leyfa neinum að komast að því hvað er raunverulega þarna, og allra síst sjálfum þér.“ Strákar mega gráta þegar íþróttalið þeirra vinnur eða tapar Hann segir það einnig hafa spilað inn í hve lítið rými samfélagið hefur gefið karlmönnum til þess að kljást við tilfinningar sínar, en hann vonar að það sé að breytast. Hingað til hafi verið sárafáar aðstæður þar sem það er samfélagslega samþykkt fyrir karlmenn að gráta. „Það er þegar einhver nákominn fellur frá og í flestum tilfellum mega strákar gráta þegar íþróttaliðið þeirra vinnur eða tapar. Þar er eitthvað rými fyrir það, en önnur augnablik eru eiginlega ekkert gúdderuð.“ Í dag miðlar Arnar Sveinn sinni reynslu áfram og gegnir hann varaformannsstöðu Krafts sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur. Má draga lærdóm út úr öllum aðstæðum „Það er bara þetta viðhorf sem við höfum gagnvart því sem við sjáum eða upplifum. Ef við náum að þjálfa það upp að viðhorfið okkar sé jákvætt gagnvart hverju sem er, þá mun okkur bara vegna betur. Með því er ég ekki að segja að við getum ekki verið leið, reið, pirruð eða sorgmædd.“ Hann segir mikilvægt að leyfa sér að ganga í gegnum allar tilfinningar en hægt sé að þjálfa sig upp í það að draga lærdóm út úr öllum aðstæðum. Kristján Hafþórsson ræddi við Arnar Svein í hlaðvarpi sínu Jákastið. Hægt er að hlusta á viðtalið inni á vef TAL eða í spilaranum hér að neðan.
Jákastið Tengdar fréttir Finnst leiðinlegt að sofa og vil nýta sólarhringinn vel „Mér finnst leiðinlegt að sofa og chilla og vil nýta hvern tíma sólarhringsins rosa mikið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 4. apríl 2022 23:05 Væri helst til í að pakka dótturinni inn í bóluplast „Ætli maður hafi ekki verið hræddur við viðbrögðin, en svo hefur maður aldrei fundið fyrir fordómum,“ segir Sindri Sindrason fjölmiðlamaður, en hann kom út úr skápnum fyrir 24 árum síðan. 28. mars 2022 23:31 Dreifir jákvæðni og drifkrafti með nýju hlaðvarpi Kristján Hafþórsson er þekktur fyrir einstaklega jákvætt hugarfar og á morgun fer í loftið nýja hlaðvarpið hans Jákastið. 21. mars 2022 21:32 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Finnst leiðinlegt að sofa og vil nýta sólarhringinn vel „Mér finnst leiðinlegt að sofa og chilla og vil nýta hvern tíma sólarhringsins rosa mikið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 4. apríl 2022 23:05
Væri helst til í að pakka dótturinni inn í bóluplast „Ætli maður hafi ekki verið hræddur við viðbrögðin, en svo hefur maður aldrei fundið fyrir fordómum,“ segir Sindri Sindrason fjölmiðlamaður, en hann kom út úr skápnum fyrir 24 árum síðan. 28. mars 2022 23:31
Dreifir jákvæðni og drifkrafti með nýju hlaðvarpi Kristján Hafþórsson er þekktur fyrir einstaklega jákvætt hugarfar og á morgun fer í loftið nýja hlaðvarpið hans Jákastið. 21. mars 2022 21:32