„Mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 20:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var sáttur með fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi er liðin mættust í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu leikinn 5-0. „Mér fannst leikurinn fínn heilt yfir. Það var smá skjálfti í okkur í byrjun. Þær pressuðu okkur hátt, það kom aðeins á óvart hversu mikið þær pressuðu. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn, mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn. Íslenska liðið skoraði snemma leiks og fóru 3-0 yfir í hálfleik. Stelpurnar bættu um betur og skoruðu tvö mörk í seinni, niðurstaðan 5 marka sigur. Þorsteinn sagðist vera ánægður með hvernig Hvíta-Rússland spilaði sem gaf íslensku stelpunum möguleika á að spila sinn leik. „Við vissum alveg að við erum með betra lið en Hvíta-Rússland. Auðvitað ef að lið spila skipulagðan varnarleik og liggja til baka og eru þolinmóðar þá getur verið erfitt að brjóta lið á bak aftur. Maður átti ekki von á að þær myndu fara svona hátt í pressu snemma. Ég var mjög ánægður með það að þær pressuðu okkur hátt, þá voru stærri pláss og stærri svæði sem mynduðust framar á vellinum fyrir okkur. Um leið og við vorum að finna svæðin og finna sendingar möguleikana og nýta föstu leikatriðin í framhaldinu, þá fór þetta að fúnkera vel.“ Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu báðar sinn 100. landsleik fyrir Ísland og sagði Þorsteinn það frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja. „Það er risa áfangi. Við erum að horfa á ungan leikmann raunverulega, Glódís er ekki gömul og komin í hundrað landsleiki. Dagný er nokkrum árum eldri og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Það er afrek að ná að spila hundrað landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Það er frábært að sjá þetta og frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“ Nú er Ísland á toppi riðilsins og þurfa þær jafntefli við Tékkland á þriðjudaginn til þess að fá farmiða beint á HM. Þorsteinn segir að staðan sem Ísland er í núna sé mikilvæg og hjálpi þeim í framhaldinu. „Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um að tapa sem fæstum stigum og snýst riðlakeppninn alltaf um það. Við erum að halda áfram í þeim möguleika að við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og hvernig við spilum og hvaða úrslitum við náum. Leikurinn í dag var áframhald af því að við værum búin að tapa fæstum stigunum í þessum riðli. Þriðjudagurinn er mjög mikilvægur leikur upp á að halda þeirri stöðu áfram.“ Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 „Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
„Mér fannst leikurinn fínn heilt yfir. Það var smá skjálfti í okkur í byrjun. Þær pressuðu okkur hátt, það kom aðeins á óvart hversu mikið þær pressuðu. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn, mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn. Íslenska liðið skoraði snemma leiks og fóru 3-0 yfir í hálfleik. Stelpurnar bættu um betur og skoruðu tvö mörk í seinni, niðurstaðan 5 marka sigur. Þorsteinn sagðist vera ánægður með hvernig Hvíta-Rússland spilaði sem gaf íslensku stelpunum möguleika á að spila sinn leik. „Við vissum alveg að við erum með betra lið en Hvíta-Rússland. Auðvitað ef að lið spila skipulagðan varnarleik og liggja til baka og eru þolinmóðar þá getur verið erfitt að brjóta lið á bak aftur. Maður átti ekki von á að þær myndu fara svona hátt í pressu snemma. Ég var mjög ánægður með það að þær pressuðu okkur hátt, þá voru stærri pláss og stærri svæði sem mynduðust framar á vellinum fyrir okkur. Um leið og við vorum að finna svæðin og finna sendingar möguleikana og nýta föstu leikatriðin í framhaldinu, þá fór þetta að fúnkera vel.“ Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu báðar sinn 100. landsleik fyrir Ísland og sagði Þorsteinn það frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja. „Það er risa áfangi. Við erum að horfa á ungan leikmann raunverulega, Glódís er ekki gömul og komin í hundrað landsleiki. Dagný er nokkrum árum eldri og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Það er afrek að ná að spila hundrað landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Það er frábært að sjá þetta og frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“ Nú er Ísland á toppi riðilsins og þurfa þær jafntefli við Tékkland á þriðjudaginn til þess að fá farmiða beint á HM. Þorsteinn segir að staðan sem Ísland er í núna sé mikilvæg og hjálpi þeim í framhaldinu. „Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um að tapa sem fæstum stigum og snýst riðlakeppninn alltaf um það. Við erum að halda áfram í þeim möguleika að við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og hvernig við spilum og hvaða úrslitum við náum. Leikurinn í dag var áframhald af því að við værum búin að tapa fæstum stigunum í þessum riðli. Þriðjudagurinn er mjög mikilvægur leikur upp á að halda þeirri stöðu áfram.“
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 „Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15
„Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30