Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. apríl 2022 12:24 Íslensk verðbréf og Íslandsbanki eru meðal þeirra fyrirtækja sem sáu um að selja hlut ríkisins í útboði Bankasýslunnar á Íslandsbanka. Einn stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa keypti í útboðinu og starfsmaður í verðbréfamiðlun bankans. Almennir hluthafar fengu ekki að taka þátt í útboðinu eins og fram hefur komið. vísir/tryggvi Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði en samtals var kostnaður við útboðið um 700 milljónir króna sem er um 1,4% af sölandvirði bankans. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar bendir á í skoðanagrein á Vísi í dag að 1,4% sölulaun séu mjög há fjárhæð til að koma bréfum til fjárfesta sem séu nú þegar komin á markað. Nær alltaf sé samið um mun lægri þóknanir þegar stærri fjárfestar og lífeyrissjóðir kaupa eða á bilinu 0,2-0,3%. Þá gagnrýnir hún að ráðgjafarnir hafi verið valdir án útboðs. Íslensk verðbréf eru meðal þeirra fyrirtækja sem sáu um að selja hlut ríkisins í útboðinu. Þorbjörg Stefánsdóttir eiginkona Jóhanns M. Ólafsson framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa á helmingshlut í fyrirtækinu. Athygli vekur að þegar listi yfir kaupendur í útboði ríkisins á hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði er skoðaður kemur í ljós að ÍV -eignastýring sem er í eigu Íslenskra verðbréfa kaupir fyrir tæpar 130 milljónir króna í útboðinu og Björg Finance kaupir fyrir 22 og hálfa milljón króna en það félag er svo í eigu fyrrnefndar Þorbjargar Stefánsdóttur. Ef Íslensk verðbréf hafa svo rukkað ríkið fyrir þessa sölu gæti eigandinn hafa fengið greitt fyrir að kaupa í Íslandsbanka. Jóhann M. Ólafsson, nýr forstjóri Íslenskra verðbréfaÍslensk Verðbréf Umsjónaraðili með útboðinu á Íslandsbanka var meðal annars fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun bankans. Þegar listi yfir kaupendur er skoðaður kemur í ljós að Geir Oddur Ólafsson starfsmaður verðbréfamiðlunar bankans sem sá þá um útboðið keypti í bankanum fyrir rúma milljón. Brynjólfur Stefánsson sjóðsstjóri Íslandssjóða sem er í eigu Íslandsbanka keypti fyrir fjórar komma fimm milljónir króna. Íslandsbanki tilkynnti hins vegar ekki að þessir aðilar væru innherjar í útboðinu. En hefur þegar tilkynnt um þá Ríkharð Daðason fjárfesti og eiginmann samskiptastjórans, Ara Daníelsson, stjórnarmann í Íslandsbanka og og Ásmund Tryggvason, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs. Auk fyrrgreindra starfsmanna keyptu þrír aðrir starfsfmenn í bankanum. Ekki innherjar segir bankinn Fréttastofa leitaði svara hjá bankanum um hvort ekki væri um innherja að ræða sem bæri að tilkynna þegar starfsmaður í verðbréfamiðlun sem sér um að selja í bankanum í útboðinu kaupir í sama útboði. Svar bankans var eftirfarandi: Þessir starfsmenn eru ekki innherjar og því var ekki send tilkynning til Kauphallar vegna viðskipta þeirra. Samkvæmt lögum þarf að tilkynna viðskipti stjórnenda eins og gert var. Tilkynnt var opinberlega eftir lokun markaða að útboð væri hafið og gafst þá öllum fagfjárfestum kostur á að taka þátt. Íslandsbanki var einn af átta söluaðilum. Starfsfólk hafði þröngan tímaramma til að skila inn áskrift og fá leyfi regluvörslu bankans fyrir kaupunum. Starfsmenn sem tóku þátt eru skilgreindir sem fagfjárfestar. Starfmenn sem tóku þátt voru 8 talsins. Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Lífeyrissjóðir keyptu fyrir 20 milljarða, einkafjárfestar með þriðjung útboðsins Íslenskir lífeyrissjóðir fengu úthlutað meira en þriðjung þeirra eignarhluta í Íslandsbanka sem ríkissjóður seldi í hlutafjárútboðinu sem kláraðist í síðustu viku. Samtals keyptu 23 lífeyrissjóðir, sem áttu fyrir útboðið samanlagt um 16 prósenta hlut í bankanum, fyrir 19,5 milljarða króna, eða sem jafngildir liðlega 8,5 prósenta eignarhlut. 1. apríl 2022 12:17 Landsbanki og Arion banki nú meðal stærstu hluthafa í Íslandsbanka Lífeyrissjóðir sem tóku þátt í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru tilbúnir að kaupa um sextíu prósent meira hlutafé í bankanum en þeir fengu úthlutað. Landsbankinn, Arion banki og Íslandssjóðir eiga eftir útboðið tæplega fimm prósent í bankanum. 29. mars 2022 11:41 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði en samtals var kostnaður við útboðið um 700 milljónir króna sem er um 1,4% af sölandvirði bankans. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar bendir á í skoðanagrein á Vísi í dag að 1,4% sölulaun séu mjög há fjárhæð til að koma bréfum til fjárfesta sem séu nú þegar komin á markað. Nær alltaf sé samið um mun lægri þóknanir þegar stærri fjárfestar og lífeyrissjóðir kaupa eða á bilinu 0,2-0,3%. Þá gagnrýnir hún að ráðgjafarnir hafi verið valdir án útboðs. Íslensk verðbréf eru meðal þeirra fyrirtækja sem sáu um að selja hlut ríkisins í útboðinu. Þorbjörg Stefánsdóttir eiginkona Jóhanns M. Ólafsson framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa á helmingshlut í fyrirtækinu. Athygli vekur að þegar listi yfir kaupendur í útboði ríkisins á hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði er skoðaður kemur í ljós að ÍV -eignastýring sem er í eigu Íslenskra verðbréfa kaupir fyrir tæpar 130 milljónir króna í útboðinu og Björg Finance kaupir fyrir 22 og hálfa milljón króna en það félag er svo í eigu fyrrnefndar Þorbjargar Stefánsdóttur. Ef Íslensk verðbréf hafa svo rukkað ríkið fyrir þessa sölu gæti eigandinn hafa fengið greitt fyrir að kaupa í Íslandsbanka. Jóhann M. Ólafsson, nýr forstjóri Íslenskra verðbréfaÍslensk Verðbréf Umsjónaraðili með útboðinu á Íslandsbanka var meðal annars fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun bankans. Þegar listi yfir kaupendur er skoðaður kemur í ljós að Geir Oddur Ólafsson starfsmaður verðbréfamiðlunar bankans sem sá þá um útboðið keypti í bankanum fyrir rúma milljón. Brynjólfur Stefánsson sjóðsstjóri Íslandssjóða sem er í eigu Íslandsbanka keypti fyrir fjórar komma fimm milljónir króna. Íslandsbanki tilkynnti hins vegar ekki að þessir aðilar væru innherjar í útboðinu. En hefur þegar tilkynnt um þá Ríkharð Daðason fjárfesti og eiginmann samskiptastjórans, Ara Daníelsson, stjórnarmann í Íslandsbanka og og Ásmund Tryggvason, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs. Auk fyrrgreindra starfsmanna keyptu þrír aðrir starfsfmenn í bankanum. Ekki innherjar segir bankinn Fréttastofa leitaði svara hjá bankanum um hvort ekki væri um innherja að ræða sem bæri að tilkynna þegar starfsmaður í verðbréfamiðlun sem sér um að selja í bankanum í útboðinu kaupir í sama útboði. Svar bankans var eftirfarandi: Þessir starfsmenn eru ekki innherjar og því var ekki send tilkynning til Kauphallar vegna viðskipta þeirra. Samkvæmt lögum þarf að tilkynna viðskipti stjórnenda eins og gert var. Tilkynnt var opinberlega eftir lokun markaða að útboð væri hafið og gafst þá öllum fagfjárfestum kostur á að taka þátt. Íslandsbanki var einn af átta söluaðilum. Starfsfólk hafði þröngan tímaramma til að skila inn áskrift og fá leyfi regluvörslu bankans fyrir kaupunum. Starfsmenn sem tóku þátt eru skilgreindir sem fagfjárfestar. Starfmenn sem tóku þátt voru 8 talsins.
Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Lífeyrissjóðir keyptu fyrir 20 milljarða, einkafjárfestar með þriðjung útboðsins Íslenskir lífeyrissjóðir fengu úthlutað meira en þriðjung þeirra eignarhluta í Íslandsbanka sem ríkissjóður seldi í hlutafjárútboðinu sem kláraðist í síðustu viku. Samtals keyptu 23 lífeyrissjóðir, sem áttu fyrir útboðið samanlagt um 16 prósenta hlut í bankanum, fyrir 19,5 milljarða króna, eða sem jafngildir liðlega 8,5 prósenta eignarhlut. 1. apríl 2022 12:17 Landsbanki og Arion banki nú meðal stærstu hluthafa í Íslandsbanka Lífeyrissjóðir sem tóku þátt í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru tilbúnir að kaupa um sextíu prósent meira hlutafé í bankanum en þeir fengu úthlutað. Landsbankinn, Arion banki og Íslandssjóðir eiga eftir útboðið tæplega fimm prósent í bankanum. 29. mars 2022 11:41 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06
Lífeyrissjóðir keyptu fyrir 20 milljarða, einkafjárfestar með þriðjung útboðsins Íslenskir lífeyrissjóðir fengu úthlutað meira en þriðjung þeirra eignarhluta í Íslandsbanka sem ríkissjóður seldi í hlutafjárútboðinu sem kláraðist í síðustu viku. Samtals keyptu 23 lífeyrissjóðir, sem áttu fyrir útboðið samanlagt um 16 prósenta hlut í bankanum, fyrir 19,5 milljarða króna, eða sem jafngildir liðlega 8,5 prósenta eignarhlut. 1. apríl 2022 12:17
Landsbanki og Arion banki nú meðal stærstu hluthafa í Íslandsbanka Lífeyrissjóðir sem tóku þátt í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru tilbúnir að kaupa um sextíu prósent meira hlutafé í bankanum en þeir fengu úthlutað. Landsbankinn, Arion banki og Íslandssjóðir eiga eftir útboðið tæplega fimm prósent í bankanum. 29. mars 2022 11:41
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00
Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18