Tvær vígðar inn í hundrað leikja klúbbinn og met Söru stóð tæpt Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 14:32 Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir hafa verið burðarásar í íslenska landsliðinu síðasta áratuginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT/GETTY Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar í byrjunarliði Íslands sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan 16 og ná því 100 landsleikja áfanganum á sama tíma. Leikurinn við Hvít-Rússa er í undankeppni HM í fótbolta og með sigri í dag heldur íslenska liðið öllum möguleikum opnum í baráttunni við Holland og Tékkland um að komast í lokakeppnina. Leikurinn markar einnig tímamót því að í dag eignast Hella og Kópavogur nýjar 100 landsleikja konur. Með þessu afreki Dagnýjar og Glódísar hafa tólf íslenskar knattspyrnukonur náð því að spila 100 A-landsleiki. Hundrað leikja klúbburinn (Fjöldi landsleikja fyrir leikinn í dag) Sara Björk Gunnarsdóttir 136 Katrín Jónsdóttir 133 Hallbera Guðný Gísladóttir 125 Margrét Lára Viðarsdóttir 124 Dóra María Lárusdóttir 114 Hólmfríður Magnúsdóttir 113 Fanndís Friðriksdóttir 109 Þóra Björg Helgadóttir 108 Rakel Hönnudóttir 103 Edda Garðarsdóttir 103 Glódís Perla Viggósdóttir 99 Dagný Brynjarsdóttir 99 Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið en fyrir leikinn við Hvít-Rússa hafði hún leikið 136 A-landsleiki. Sara á einnig metið yfir það vera yngst til að ná 100 landsleikjum og heldur því þrátt fyrir að Glódís sé aðeins 26 ára og 9 mánaða í dag. Sara var 26 ára og 5 mánaða þegar hún lék sinn 100. landsleik í mars 2017. Dagný Brynjarsdóttir er þriðja markahæst í sögu landsliðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir verður þó markahæst um ókomin ár enda skoraði hún 79 mörk í 124 leikjum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Annar Rangæingurinn sem nær hundrað landsleikjum Dagný, sem er þrítug, lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar árið 2010 í 2-0 tapi gegn Bandaríkjunum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Hún hefur verið burðarás í íslenska liðinu um árabil og leikið stórt hlutverk á tveimur Evrópumótum, 2013 og 2017. Hún er þriðja markahæst í sögu landsliðsins með 33 mörk og langmarkahæst af þeim sem enn eru í landsliðinu, ellefu mörkum fyrir ofan Söru. Eitt eftirminnilegasta mark Dagnýjar var sigurmarkið gegn Hollandi á EM 2013 sem tryggði Íslandi sinn besta árangur - sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Dagný hóf að spila fótbolta með Knattspyrnufélagi Rangæinga og er annar leikmaður félagsins til að ná 100 landsleikjum, á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur sem er einmitt næstmarkahæsta landsliðskonan með 37 mörk. Dagný hefur á sínum ferli meðal annars orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München og Bandaríkjameistari með Portland Thorns, auk þess að vinna fjóra Íslandmeistaratitla með Val. Hún er í dag leikmaður West Ham. Aðeins misst af einum mótsleik frá árinu 2013 Glódís kom inn í landsliðið 4. ágúst 2012, þá aðeins 17 ára og 1 mánaðar gömul. Hún hefur síðan stimplað sig inn sem besti varnarmaður í sögu landsliðsins og spilað með því á EM 2013 og 2017. Báðar verða þær Dagný svo í eldlínunni á EM í Englandi í sumar og með sigri í dag aukast líkurnar á að þær spili í fyrsta sinn á HM á næsta ári. Glódís hefur í 99 landsleikjum skorað sex mörk. Hún hefur aðeins misst af níu landsleikjum á þeim tíu árum sem liðin eru síðan að hún hóf landsliðsferilinn. Frá því að hún spilaði í lokakeppni EM árið 2013 hefur Glódís aðeins misst af einum leik í undan- eða lokakeppni stórmóts en það var gegn Kýpur í þeirri undankeppni sem nú stendur yfir, í október í fyrra. Glódís var þá á bekknum í afar auðveldum 5-0 sigri. Glódís, sem er uppalin hjá HK, hefur meðal annars orðið bikarmeistari með Stjörnunni, Svíþjóðarmeistari og sænskur bikarmeistari með Rosengård, og er nú leikmaður Bayern München. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía í markinu og Sara á bekknum í Belgrad Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur á milli stanganna hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2023 í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir byrjar á varamannabekknum. 7. apríl 2022 14:39 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira
Leikurinn við Hvít-Rússa er í undankeppni HM í fótbolta og með sigri í dag heldur íslenska liðið öllum möguleikum opnum í baráttunni við Holland og Tékkland um að komast í lokakeppnina. Leikurinn markar einnig tímamót því að í dag eignast Hella og Kópavogur nýjar 100 landsleikja konur. Með þessu afreki Dagnýjar og Glódísar hafa tólf íslenskar knattspyrnukonur náð því að spila 100 A-landsleiki. Hundrað leikja klúbburinn (Fjöldi landsleikja fyrir leikinn í dag) Sara Björk Gunnarsdóttir 136 Katrín Jónsdóttir 133 Hallbera Guðný Gísladóttir 125 Margrét Lára Viðarsdóttir 124 Dóra María Lárusdóttir 114 Hólmfríður Magnúsdóttir 113 Fanndís Friðriksdóttir 109 Þóra Björg Helgadóttir 108 Rakel Hönnudóttir 103 Edda Garðarsdóttir 103 Glódís Perla Viggósdóttir 99 Dagný Brynjarsdóttir 99 Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið en fyrir leikinn við Hvít-Rússa hafði hún leikið 136 A-landsleiki. Sara á einnig metið yfir það vera yngst til að ná 100 landsleikjum og heldur því þrátt fyrir að Glódís sé aðeins 26 ára og 9 mánaða í dag. Sara var 26 ára og 5 mánaða þegar hún lék sinn 100. landsleik í mars 2017. Dagný Brynjarsdóttir er þriðja markahæst í sögu landsliðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir verður þó markahæst um ókomin ár enda skoraði hún 79 mörk í 124 leikjum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Annar Rangæingurinn sem nær hundrað landsleikjum Dagný, sem er þrítug, lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar árið 2010 í 2-0 tapi gegn Bandaríkjunum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Hún hefur verið burðarás í íslenska liðinu um árabil og leikið stórt hlutverk á tveimur Evrópumótum, 2013 og 2017. Hún er þriðja markahæst í sögu landsliðsins með 33 mörk og langmarkahæst af þeim sem enn eru í landsliðinu, ellefu mörkum fyrir ofan Söru. Eitt eftirminnilegasta mark Dagnýjar var sigurmarkið gegn Hollandi á EM 2013 sem tryggði Íslandi sinn besta árangur - sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Dagný hóf að spila fótbolta með Knattspyrnufélagi Rangæinga og er annar leikmaður félagsins til að ná 100 landsleikjum, á eftir Hólmfríði Magnúsdóttur sem er einmitt næstmarkahæsta landsliðskonan með 37 mörk. Dagný hefur á sínum ferli meðal annars orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München og Bandaríkjameistari með Portland Thorns, auk þess að vinna fjóra Íslandmeistaratitla með Val. Hún er í dag leikmaður West Ham. Aðeins misst af einum mótsleik frá árinu 2013 Glódís kom inn í landsliðið 4. ágúst 2012, þá aðeins 17 ára og 1 mánaðar gömul. Hún hefur síðan stimplað sig inn sem besti varnarmaður í sögu landsliðsins og spilað með því á EM 2013 og 2017. Báðar verða þær Dagný svo í eldlínunni á EM í Englandi í sumar og með sigri í dag aukast líkurnar á að þær spili í fyrsta sinn á HM á næsta ári. Glódís hefur í 99 landsleikjum skorað sex mörk. Hún hefur aðeins misst af níu landsleikjum á þeim tíu árum sem liðin eru síðan að hún hóf landsliðsferilinn. Frá því að hún spilaði í lokakeppni EM árið 2013 hefur Glódís aðeins misst af einum leik í undan- eða lokakeppni stórmóts en það var gegn Kýpur í þeirri undankeppni sem nú stendur yfir, í október í fyrra. Glódís var þá á bekknum í afar auðveldum 5-0 sigri. Glódís, sem er uppalin hjá HK, hefur meðal annars orðið bikarmeistari með Stjörnunni, Svíþjóðarmeistari og sænskur bikarmeistari með Rosengård, og er nú leikmaður Bayern München.
Hundrað leikja klúbburinn (Fjöldi landsleikja fyrir leikinn í dag) Sara Björk Gunnarsdóttir 136 Katrín Jónsdóttir 133 Hallbera Guðný Gísladóttir 125 Margrét Lára Viðarsdóttir 124 Dóra María Lárusdóttir 114 Hólmfríður Magnúsdóttir 113 Fanndís Friðriksdóttir 109 Þóra Björg Helgadóttir 108 Rakel Hönnudóttir 103 Edda Garðarsdóttir 103 Glódís Perla Viggósdóttir 99 Dagný Brynjarsdóttir 99
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía í markinu og Sara á bekknum í Belgrad Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur á milli stanganna hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2023 í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir byrjar á varamannabekknum. 7. apríl 2022 14:39 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira
Cecilía í markinu og Sara á bekknum í Belgrad Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur á milli stanganna hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2023 í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir byrjar á varamannabekknum. 7. apríl 2022 14:39