Fyrstu stórtónleikar Katrínar Halldóru í Eldborg 7. apríl 2022 09:15 „Það er loksins komið að þessu, þetta er þriðja dagsetningin sem við setjum en platan kom út í október í fyrra. Þetta verða mínir fyrstu stórtónleikar og ég hlakka ofboðslega mikið til,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leik- og söngkona en hún heldur langþráða útgáfutónleika þann 10. apríl í Eldborg. Katrín Halldóra syngur lög Jóns Múla er fyrsta sólóplata söngkonunnar en Haukur Gröndal útsetur lögin. „Þetta verður tónlistarveisla og ekki til betri leið til þess að byrja páskana. Ég verð með sjö manna hljómsveit með mér á sviðinu og Páll Óskar er sérstakur gestur.“ Páll Óskar og Katrín Halldóra í hljóðverinu þegar upptökur á plötunni fóru fram. Páll Óskar verður sérstakur gestur á tónleikunum „Þeir bræður Jón Múli og Jónas voru snillingar og sömdu mörg okkar þekktustu og vinsælustu dægurlög. Þeir unnu mikið saman og höfðu þann háttinn á að Jón Múli samdi lögin alltaf fyrst og svo samdi Jónas textana. Sjálf get ég ekki gert upp á milli laganna eftir þá en held mikið upp á Augun þín blá og Í hjarta þér. Svo finnst mér Blóm á þakinu ofboðslega fallegt lag og texti,“ segir Katrín Halldóra og er augljóslega á heimavelli í þessum gömlu dægurperlum. „Þessi lög henta mér mjög vel og það er virkilega gaman að syngja þau. Sem leikkona skipta textar mig alltaf miklu máli og þegar svona góð lög og vandaðir textar fara saman getur ekkert klikkað,“ segir hún. Katrín Halldóra ásamt hljómsveitinni en hana skipa Snorri Sigurðarson, Haukur Gröndal, Ólafur Jónsson, Ásgeir J. Ásgeirsson Birgir Steinn Theódórsson, Erik Qvick og Hjörtur Ingvi Jóhannsson. Katrín Halldóra lærði söng í Danmörku áður en hún fór í leiklistarnámið og var á djass og rokkbraut FÍH. Hún segir söng- og leiklist ólíka miðla en frábært að geta blandað þeim saman. Katrín Halldóra bræddi til að mynda hjörtu áhorfenda eftirminnilega í söngleiknum Ellý. „Ellý var ótrúlegt ævintýri, það rann allt svo auðveldlega fram. Ég hafði sungið lögin lengi áður en ég fór að leika hana og mér finnst alltaf gaman að vinna með það sem hreyfir við mér hverju sinni. Þá nýt ég mín best. En það er allt öðruvísi að syngja á tónleikum eða leika. Í leikriti er maður í karakter og breytir sér í aðra manneskju sem hugsar og gerir annað en maður sjálfur en þegar ég syng fer ég í ferðalag með tónlistinni og er meira ég sjálf,“ segir Katrín Halldóra. Um þessar mundir leikur Katrín Halldóra í söngleiknum Sem á himni og Ást og upplýsingum í Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hún treður upp sem söngkona „út um allt“ eins og hún orðar það. Hún er einnig farin að leggja drög að næstu plötu en stefnir á náðugt páskafrí eftir tónleikana í Eldborg. „Þetta verða kósý páskar hjá mér, í bústað með fjölskyldunni. Það verður kærkomið frí eftir törnina.“ Miða er hægt að nágast miða á tix.is og Harpa.is en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti. Tónlist Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Katrín Halldóra syngur lög Jóns Múla er fyrsta sólóplata söngkonunnar en Haukur Gröndal útsetur lögin. „Þetta verður tónlistarveisla og ekki til betri leið til þess að byrja páskana. Ég verð með sjö manna hljómsveit með mér á sviðinu og Páll Óskar er sérstakur gestur.“ Páll Óskar og Katrín Halldóra í hljóðverinu þegar upptökur á plötunni fóru fram. Páll Óskar verður sérstakur gestur á tónleikunum „Þeir bræður Jón Múli og Jónas voru snillingar og sömdu mörg okkar þekktustu og vinsælustu dægurlög. Þeir unnu mikið saman og höfðu þann háttinn á að Jón Múli samdi lögin alltaf fyrst og svo samdi Jónas textana. Sjálf get ég ekki gert upp á milli laganna eftir þá en held mikið upp á Augun þín blá og Í hjarta þér. Svo finnst mér Blóm á þakinu ofboðslega fallegt lag og texti,“ segir Katrín Halldóra og er augljóslega á heimavelli í þessum gömlu dægurperlum. „Þessi lög henta mér mjög vel og það er virkilega gaman að syngja þau. Sem leikkona skipta textar mig alltaf miklu máli og þegar svona góð lög og vandaðir textar fara saman getur ekkert klikkað,“ segir hún. Katrín Halldóra ásamt hljómsveitinni en hana skipa Snorri Sigurðarson, Haukur Gröndal, Ólafur Jónsson, Ásgeir J. Ásgeirsson Birgir Steinn Theódórsson, Erik Qvick og Hjörtur Ingvi Jóhannsson. Katrín Halldóra lærði söng í Danmörku áður en hún fór í leiklistarnámið og var á djass og rokkbraut FÍH. Hún segir söng- og leiklist ólíka miðla en frábært að geta blandað þeim saman. Katrín Halldóra bræddi til að mynda hjörtu áhorfenda eftirminnilega í söngleiknum Ellý. „Ellý var ótrúlegt ævintýri, það rann allt svo auðveldlega fram. Ég hafði sungið lögin lengi áður en ég fór að leika hana og mér finnst alltaf gaman að vinna með það sem hreyfir við mér hverju sinni. Þá nýt ég mín best. En það er allt öðruvísi að syngja á tónleikum eða leika. Í leikriti er maður í karakter og breytir sér í aðra manneskju sem hugsar og gerir annað en maður sjálfur en þegar ég syng fer ég í ferðalag með tónlistinni og er meira ég sjálf,“ segir Katrín Halldóra. Um þessar mundir leikur Katrín Halldóra í söngleiknum Sem á himni og Ást og upplýsingum í Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hún treður upp sem söngkona „út um allt“ eins og hún orðar það. Hún er einnig farin að leggja drög að næstu plötu en stefnir á náðugt páskafrí eftir tónleikana í Eldborg. „Þetta verða kósý páskar hjá mér, í bústað með fjölskyldunni. Það verður kærkomið frí eftir törnina.“ Miða er hægt að nágast miða á tix.is og Harpa.is en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti.
Miða er hægt að nágast miða á tix.is og Harpa.is en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti.
Tónlist Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira