Ætlar sér sæti í bæjarstjórn í Vestmannaeyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2022 19:04 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er oddviti á lista bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun skipa fyrsta sætið á framboðslista Fyrir Heimaey í bæjarstjórnarkosningum í maí. Frá þessu greinir Páll á Facebooksíðu sinni. Hann skrifar þar að kjörnefnd félagsins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hafi verið sammála því að best færi á því að oddviti listans og bæjarstjórnefnið væri ekki einn og sami einstaklingurinn. „Hvað mig varðar er ég þakklátur og stoltur af því að vera treyst fyrir þessu verkefni og mun leggja mig allan fram um að gera góðan bæ enn betri. Reynsla mín og þekking úr stjórnmálunum mun væntanlega ekki síst nýhtast í samskiptum og hagsmunagæslu bæjarins gagnvart ríkisvaldinu,“ skrifar Páll á Facebook. Hann skrifar að sem Eyjamaður og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis í fimm ár hafi hann fylgst grannt með góðri frammistöðu bæjarstjórameirihlutans á því kjörtímabili sem er að líða. „Árangurinn hefur verið aðdáunarverður - ekki síst þegar höfð eru í huga utanaðkomandi áföll á borð við loðnubrest tvö ár í röð og covid-faraldur. Ég vil gjarnan stuðla að því að þetta góða starf haldi áfram undir öruggri forystu bæjarsjtjórans,“ skrifar Páll. „En er ég þá hættur að vera sjálfstæðismaður? Svarið við þeirri spurningu er nei. Ég styð Sjálfstæðisflokkinn áfram á landsvísu þótt sjálfstæðismönnum í Vestmannaeyjum hafi ekki borið gæfa til að laga þann klofning sem hér varð 2018. Vonandi kemur að því fyrr en síðar.“ Íris Róbertsdóttir deilir á Facebook framboðslista Fyrir Heimaey og er hún þar í þriðja sæti. Íris er sjálf bæjarstjóraefni listans. Hér að neðan má sjá framboðslistann í heild sinni. Páll Magnússon Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Íris Róbertsdóttir Örn Friðriksson Ellert Scheving Pálsson Aníta Jóhannsdóttir Arnar Richardsson Rannveig Ísfjörð Sveinn Rúnar Valgeirsson Hrefna Jónsdóttir Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson Bryndís Gísladóttir Valur Már Valmundarson Guðný Halldórsdóttir Kristín Bernharðsdóttir Eiður Aron Sigurbjörnsson Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir Leifur Gunnarsson Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Hann skrifar þar að kjörnefnd félagsins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hafi verið sammála því að best færi á því að oddviti listans og bæjarstjórnefnið væri ekki einn og sami einstaklingurinn. „Hvað mig varðar er ég þakklátur og stoltur af því að vera treyst fyrir þessu verkefni og mun leggja mig allan fram um að gera góðan bæ enn betri. Reynsla mín og þekking úr stjórnmálunum mun væntanlega ekki síst nýhtast í samskiptum og hagsmunagæslu bæjarins gagnvart ríkisvaldinu,“ skrifar Páll á Facebook. Hann skrifar að sem Eyjamaður og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis í fimm ár hafi hann fylgst grannt með góðri frammistöðu bæjarstjórameirihlutans á því kjörtímabili sem er að líða. „Árangurinn hefur verið aðdáunarverður - ekki síst þegar höfð eru í huga utanaðkomandi áföll á borð við loðnubrest tvö ár í röð og covid-faraldur. Ég vil gjarnan stuðla að því að þetta góða starf haldi áfram undir öruggri forystu bæjarsjtjórans,“ skrifar Páll. „En er ég þá hættur að vera sjálfstæðismaður? Svarið við þeirri spurningu er nei. Ég styð Sjálfstæðisflokkinn áfram á landsvísu þótt sjálfstæðismönnum í Vestmannaeyjum hafi ekki borið gæfa til að laga þann klofning sem hér varð 2018. Vonandi kemur að því fyrr en síðar.“ Íris Róbertsdóttir deilir á Facebook framboðslista Fyrir Heimaey og er hún þar í þriðja sæti. Íris er sjálf bæjarstjóraefni listans. Hér að neðan má sjá framboðslistann í heild sinni. Páll Magnússon Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Íris Róbertsdóttir Örn Friðriksson Ellert Scheving Pálsson Aníta Jóhannsdóttir Arnar Richardsson Rannveig Ísfjörð Sveinn Rúnar Valgeirsson Hrefna Jónsdóttir Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson Bryndís Gísladóttir Valur Már Valmundarson Guðný Halldórsdóttir Kristín Bernharðsdóttir Eiður Aron Sigurbjörnsson Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir Leifur Gunnarsson
Páll Magnússon Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Íris Róbertsdóttir Örn Friðriksson Ellert Scheving Pálsson Aníta Jóhannsdóttir Arnar Richardsson Rannveig Ísfjörð Sveinn Rúnar Valgeirsson Hrefna Jónsdóttir Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson Bryndís Gísladóttir Valur Már Valmundarson Guðný Halldórsdóttir Kristín Bernharðsdóttir Eiður Aron Sigurbjörnsson Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir Leifur Gunnarsson
Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum