Umsækjendur látnir byggja flugvél með legókubbum undir dúndrandi tónlist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2022 20:01 Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Vísir/Egill Hátt í fimm þúsund manns sóttust eftir því að verða flugmenn og flugliðar hjá flugfélaginu Play, þegar auglýst var eftir umsóknum fyrr á þessu ári. Umsækjendur voru látnir byggja flugvél með legókubbum með háværa tónlist í eyrunum og spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn hefði spilað á trommur. Flugfreyjustarfið hefur almennt verið sveipa ðeinhvers konar dýrðarljóma sem fagrar, brosmildar konur í háum hælum virtust einna helst hafa sóst eftir. Flug-tímarnir hafa sannarlega breyst því á meðan það var frekar undantekningin en reglan að halda út í heim, prúðbúinn að sjálfsögðu, eru utanlandsferðir orðnar mun hversdagslegri. En - þrátt fyrir breytta tíma er eitt sem hefur ekkert breyst. Flugfreyjustarfið, eða flugliðastarfið eins og það kallast í dag, er alveg jafn eftirsóknarvert, líka hjá körlum, og það sést einna helst á fjölda umsækjenda. Hátt í fimm þúsund manns sóttu nefnilega um starf hjá Play í sumar, en til að setja það ísamhengi eru það jafn margir og allir íbúar Grindavíkur og Sandgerðis samanlagt og fleiri en allir íbúar Seltjarnarness. „Vissulega eru þessi störf skemmtileg, en eru líka mjög krefjandi og henta ekkert öllum,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Aðsóknin var sömuleiðis mikil hjá Icelandair, þar sem umsóknir um sumarstarf voru 1500 talsins, og um 540 verða ráðnir. Um 100 voru ráðnir hjá hinu nýja flugfélagi, Play. Umsóknarferlið var hins vegar ekki þrautalaust, umsækjendur fóru fyrst í viðtöl, svo hópaviðtöl, þar sem þau þurftu að leysa ýmis verkefni. „Við vorum meðal annars með verkefni þar sem fólk er undir mikilli truflun, látið byggja ákveðinn skúlptúr úr legókubbum, og hjálpast að blindandi,“ segir Jónína. Þá voru einnig hraðaspurningar og spurningakeppni þar sem umsækjendur voru meðal annars spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn, Birgir Jónsson, var. „Það mátti svara vitlaust en ég held að forstjóranum hafi fundist skemmtilegt þegar hann var sagður vera í Skítamóral og öðrum hljómsveitum,“ segir Jónína og hlær. En hljómsveitin Dimma var það víst. Og þau 100 sem komust áfram hafa undanfarnar vikur sótt þjálfun hjá Play og fóru meðal annars til Kaupmannahafnar þar sem þau lærðu réttu handtökin fyrir háloftin. Fréttir af flugi Play Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Flugfreyjustarfið hefur almennt verið sveipa ðeinhvers konar dýrðarljóma sem fagrar, brosmildar konur í háum hælum virtust einna helst hafa sóst eftir. Flug-tímarnir hafa sannarlega breyst því á meðan það var frekar undantekningin en reglan að halda út í heim, prúðbúinn að sjálfsögðu, eru utanlandsferðir orðnar mun hversdagslegri. En - þrátt fyrir breytta tíma er eitt sem hefur ekkert breyst. Flugfreyjustarfið, eða flugliðastarfið eins og það kallast í dag, er alveg jafn eftirsóknarvert, líka hjá körlum, og það sést einna helst á fjölda umsækjenda. Hátt í fimm þúsund manns sóttu nefnilega um starf hjá Play í sumar, en til að setja það ísamhengi eru það jafn margir og allir íbúar Grindavíkur og Sandgerðis samanlagt og fleiri en allir íbúar Seltjarnarness. „Vissulega eru þessi störf skemmtileg, en eru líka mjög krefjandi og henta ekkert öllum,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Aðsóknin var sömuleiðis mikil hjá Icelandair, þar sem umsóknir um sumarstarf voru 1500 talsins, og um 540 verða ráðnir. Um 100 voru ráðnir hjá hinu nýja flugfélagi, Play. Umsóknarferlið var hins vegar ekki þrautalaust, umsækjendur fóru fyrst í viðtöl, svo hópaviðtöl, þar sem þau þurftu að leysa ýmis verkefni. „Við vorum meðal annars með verkefni þar sem fólk er undir mikilli truflun, látið byggja ákveðinn skúlptúr úr legókubbum, og hjálpast að blindandi,“ segir Jónína. Þá voru einnig hraðaspurningar og spurningakeppni þar sem umsækjendur voru meðal annars spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn, Birgir Jónsson, var. „Það mátti svara vitlaust en ég held að forstjóranum hafi fundist skemmtilegt þegar hann var sagður vera í Skítamóral og öðrum hljómsveitum,“ segir Jónína og hlær. En hljómsveitin Dimma var það víst. Og þau 100 sem komust áfram hafa undanfarnar vikur sótt þjálfun hjá Play og fóru meðal annars til Kaupmannahafnar þar sem þau lærðu réttu handtökin fyrir háloftin.
Fréttir af flugi Play Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira