Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2022 18:35 Nauðungarvistanir á bráðageðdeild 32c hafa verið gagnrýndar. Vísir/Vilhelm Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. Dökk mynd er dregin upp af bráðageðdeild Landspítalans í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis þar sem því er beint til stjórnvalda að grípa til úrbóta. Geðhjálp hefur sömuleiðis lýst því hvernig nauðungarvistuðum sé meinað að yfirgefa herbergi sín, megi ekki tala í síma og jafnvel ekki fá sér kaffibolla. Nauðungarvistaðir hafa rétt á viðtölum við ráðgjafa sem veitir þeim stuðning, upplýsingar og aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, svo dæmi séu tekin. Ólafur Páll Vignisson er annar ráðgjafanna en hann hefur farið í tvöfalt fleiri viðtöl við nauðungarvistaða það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Okkur hefur fundist þetta vera nokkuð jafnt frá ári til árs, en þessir fyrstu þrír mánuðir ársins virðast benda til þess að að hafi orðið talsverð fjölgun,” segir Ólafur. Samanlagt hafa ráðgjafarnir tveir tekið 78 viðtöl við nauðungarvistaða einstaklinga í ár og aðstoðað 31 við að bera fram kröfu um endurskoðun nauðungarvistunar undir héraðsdóm. Í fyrra voru viðtölin 234 og kærur 103. Ólafur telur að oft sé gengið of langt í að skerða frelsi fólks með þessum hætti. „Mér hefur stundum fundist að það sé kannski horft léttvægt á þann þátt sem varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og í einhverjum tilvikum hefur mér fundist að viðkomandi hefði kannski ekki þurft á nauðungarvistun að halda.” Þar af leiðandi séu dæmi um að héraðsdómur hafi snúið við ákvörðunum um að nauðungarvista fólk. Hann tekur undir með umboðsmanni að úrbóta sé þörf, til dæmis sé umhverfið á bráðageðdeild heldur kaldranalegt. „Þar er allt tekið af viðkomandi, sími og tölva jafnvel og þess háttar þar sem þess er freistað að loka viðkomandi svolítið frá umhverfinu. Og sum partinn minnir sú deild mig svolítið á gæsluvarðhaldgang, allt rammlæst og þú kemst, eðli máls samkvæmt, ekkert útaf deildinni. Þannig að mér hefur fundist umhverfið frekar kalt en starfsmennirnir veita mikla hlýju og stuðning, eins og ég sé þetta.” Þetta hafi ekki síður áhrif á fólk. „Fólk upplifir ákveðna höfnun og þetta er oft spurning um mannlega reisn, og mér hefur fundist fólk upplifa að þetta sé niðurlægjandi úrræði.” Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Dökk mynd er dregin upp af bráðageðdeild Landspítalans í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis þar sem því er beint til stjórnvalda að grípa til úrbóta. Geðhjálp hefur sömuleiðis lýst því hvernig nauðungarvistuðum sé meinað að yfirgefa herbergi sín, megi ekki tala í síma og jafnvel ekki fá sér kaffibolla. Nauðungarvistaðir hafa rétt á viðtölum við ráðgjafa sem veitir þeim stuðning, upplýsingar og aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, svo dæmi séu tekin. Ólafur Páll Vignisson er annar ráðgjafanna en hann hefur farið í tvöfalt fleiri viðtöl við nauðungarvistaða það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Okkur hefur fundist þetta vera nokkuð jafnt frá ári til árs, en þessir fyrstu þrír mánuðir ársins virðast benda til þess að að hafi orðið talsverð fjölgun,” segir Ólafur. Samanlagt hafa ráðgjafarnir tveir tekið 78 viðtöl við nauðungarvistaða einstaklinga í ár og aðstoðað 31 við að bera fram kröfu um endurskoðun nauðungarvistunar undir héraðsdóm. Í fyrra voru viðtölin 234 og kærur 103. Ólafur telur að oft sé gengið of langt í að skerða frelsi fólks með þessum hætti. „Mér hefur stundum fundist að það sé kannski horft léttvægt á þann þátt sem varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og í einhverjum tilvikum hefur mér fundist að viðkomandi hefði kannski ekki þurft á nauðungarvistun að halda.” Þar af leiðandi séu dæmi um að héraðsdómur hafi snúið við ákvörðunum um að nauðungarvista fólk. Hann tekur undir með umboðsmanni að úrbóta sé þörf, til dæmis sé umhverfið á bráðageðdeild heldur kaldranalegt. „Þar er allt tekið af viðkomandi, sími og tölva jafnvel og þess háttar þar sem þess er freistað að loka viðkomandi svolítið frá umhverfinu. Og sum partinn minnir sú deild mig svolítið á gæsluvarðhaldgang, allt rammlæst og þú kemst, eðli máls samkvæmt, ekkert útaf deildinni. Þannig að mér hefur fundist umhverfið frekar kalt en starfsmennirnir veita mikla hlýju og stuðning, eins og ég sé þetta.” Þetta hafi ekki síður áhrif á fólk. „Fólk upplifir ákveðna höfnun og þetta er oft spurning um mannlega reisn, og mér hefur fundist fólk upplifa að þetta sé niðurlægjandi úrræði.”
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05