Fótbolti

Sveindís leikur fyrir fullum Nývangi | Seldist upp á sólarhring

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir mætir á troðfullan Nývang þegar Wolfsburg heimsækir Barcelona í Meistaradeild Evrópu.
Sveindís Jane Jónsdóttir mætir á troðfullan Nývang þegar Wolfsburg heimsækir Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Getty

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun leika fyrir framan rúmlega níutíu þúsund áhorfendur þegar Wolfsburg heimsækir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta síðar í mánuðinum.

Mikil eftirspurn var eftir miðum á fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á heimavelli Barcelona, Nou Camp. Það tók aðeins rétt rúmar 24 klukkustundir að selja hvern einn og einasta miða sem í boði var.

Sveindís og liðsfélagar hennar í Wolfsburg mæta til Barcelona þann 22. apríl, en aðeins vika er síðan 91.553 áhorfendur mættu á leik Barcalona og Real Madrid á sama velli. Það er mesti áhorfendafjöldi í sögunni á knattspyrnuleik kvenna.

Nú stefnir í að svipaður fjöldi mæti á leik Barcelona og Wolfsburg. Sveindís Jane Jónsdóttir fær því að upplifa það sem alla unga knattspyrnuiðkenndur dreymir um. Að fá að spila fyrir framan troðfullann leikvang í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×