„Greinilega persónulegur pirringur“ Snorri Másson skrifar 5. apríl 2022 09:15 Sérstök og breytt umræðuhefð á Alþingi var til umræðu í Íslandi í dag í gær. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður sagði þar að hluti deilanna sem sést hafi á Alþingisrásinni nýlega séu augljóslega persónulegar. Dæmi þar um eru deilurnar á milli forystufólks í Viðreisn og Framsóknarflokknum, eins og þegar sauð upp úr í þingsal á milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Lilju Daggar Alfreðsdóttur á dögunum. Þátttakandi í þeirri umræðu var Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem sagði í samtali við Íslandi í dag: „Við höfum náð að einskorða þetta við málefnin. Það er breyting núna í vetur, það er þess vegna sem ég notaði orðið áhugavert [til að lýsa starfsandanum] af því að ég hef ekki náð að skilgreina hann, en það er kannski betra að nota orðið þrúgandi.” Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir ljóst að pirringurinn á milli Framsóknarmanna eins og Lilju Alfreðsdóttir og Viðreisnarkvennanna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínar Friðriksson sé persónulegur. Brynjar Níelsson: „Ég er ekki sérfræðingur í þessum flokkum en það er greinilega persónulegur pirringur. Maður upplifir það alveg. En ég veit ekkert af hverju hann er. Þú átt að afgreiða það annars staðar. En þetta er kúnstin að kunna að takast á. Það má alveg vera harka í því en þetta er eitthvað allt annað í mínum huga.“ Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði vandann á Alþingi felast í framferði stjórnarmeirihlutans við að halda minnihlutanum úti í kuldanum. Atli Þór Fanndal telur vandann á Alþingi á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst þingmenn stundum tala eins og þetta sé allt í lagi af því að það sé svo góð stemning þeirra á milli. Ég held að almenningi sé nákvæmlega sama um þetta. En það sem hefur breyst núna er að það er meiri harka og eins og ég sagði áðan þá hefur meirihlutinn lagt sig fram um að sýna þinginu að það eigi bara ekki að hafa neitt með málin að gera. Þetta er auðvitað vinsælt á þessum tíma að fara að tala um málþóf, en framkvæmdavaldið nýtir sér það að koma með mál mjög seint. Þá kemur tímapressa og hægt að tala um að það sé þá málþóf,“ segir Atli. Brynjar segir ljóst að umræðan eins og hún er núna muni ekki auka virðingu fyrir þinginu. „Alveg örugglega ekki. En mér finnst alveg lágmark í þessu að menn séu sæmilega skemmtilegir í þessu, en það er ekki,“ sagði Brynjar. Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ísland í dag Tengdar fréttir Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Dæmi þar um eru deilurnar á milli forystufólks í Viðreisn og Framsóknarflokknum, eins og þegar sauð upp úr í þingsal á milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Lilju Daggar Alfreðsdóttur á dögunum. Þátttakandi í þeirri umræðu var Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem sagði í samtali við Íslandi í dag: „Við höfum náð að einskorða þetta við málefnin. Það er breyting núna í vetur, það er þess vegna sem ég notaði orðið áhugavert [til að lýsa starfsandanum] af því að ég hef ekki náð að skilgreina hann, en það er kannski betra að nota orðið þrúgandi.” Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir ljóst að pirringurinn á milli Framsóknarmanna eins og Lilju Alfreðsdóttir og Viðreisnarkvennanna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínar Friðriksson sé persónulegur. Brynjar Níelsson: „Ég er ekki sérfræðingur í þessum flokkum en það er greinilega persónulegur pirringur. Maður upplifir það alveg. En ég veit ekkert af hverju hann er. Þú átt að afgreiða það annars staðar. En þetta er kúnstin að kunna að takast á. Það má alveg vera harka í því en þetta er eitthvað allt annað í mínum huga.“ Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði vandann á Alþingi felast í framferði stjórnarmeirihlutans við að halda minnihlutanum úti í kuldanum. Atli Þór Fanndal telur vandann á Alþingi á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst þingmenn stundum tala eins og þetta sé allt í lagi af því að það sé svo góð stemning þeirra á milli. Ég held að almenningi sé nákvæmlega sama um þetta. En það sem hefur breyst núna er að það er meiri harka og eins og ég sagði áðan þá hefur meirihlutinn lagt sig fram um að sýna þinginu að það eigi bara ekki að hafa neitt með málin að gera. Þetta er auðvitað vinsælt á þessum tíma að fara að tala um málþóf, en framkvæmdavaldið nýtir sér það að koma með mál mjög seint. Þá kemur tímapressa og hægt að tala um að það sé þá málþóf,“ segir Atli. Brynjar segir ljóst að umræðan eins og hún er núna muni ekki auka virðingu fyrir þinginu. „Alveg örugglega ekki. En mér finnst alveg lágmark í þessu að menn séu sæmilega skemmtilegir í þessu, en það er ekki,“ sagði Brynjar.
Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ísland í dag Tengdar fréttir Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57