Konan hans Klopp hannaði að hans mati „besta barinn“ í Liverpool á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 09:01 Jürgen Klopp fagnar sigrinum á Watford um helgina. Hann hefur væntanlega farið á litla barinn sinn á Anfield eftir leikinn. Getty/Clive Brunskill Nú vitum við hvar Jürgen Klopp heldur sig eftir heimaleiki Liverpool á Anfield. Hann og hans fólk hafa útbúið sér sérstakan samastað undir nýju stóru stúkunni á leikvanginum. Boot Room, skóherbergið fræga á Liverpool, á sér stóran sess í sögu félagsins og fær athygli þessa dagana vegna nýrrar heimildarmyndar sem er að koma út. Heimildarmyndin heitir einfaldlega „The Boot Room Boys“ og er framleidd af BT Sport Films. Knattspyrnustjórinn Bill Shankly og eftirmenn hans Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish og Roy Evans áttu allir samastað í Boot Room á Anfield þar sem málin voru rædd. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fór í viðtal hjá BT Sport í tengslum við frumsýningu Boot Room heimildarmyndarinnar. Klopp sagði meðal annars frá því sem hann vissi um Boot Room áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Liverpool árið 2015, fyrstu skoðunarferð sinni um Anfield með viðkomu í Boot Room og svo aðstöðuna hans eftir leikina á Anfield leikvanginum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kXRgFz0_D8c">watch on YouTube</a> „Þegar ég kom til Liverpool og fékk skoðunarferð um leikvanginn þá sýndu þeir mér búningsherbergið sem var ekki mjög merkilegt í gömlu aðalstúkunni ef ég segi alveg eins og er. Svo sýndu þeir mér litla herbergið sem bar nafnið Boot Room. Ég spurði: Hvað er þetta? Þeir útskýrðu þetta síðan fyrir mig og það var mjög notalegt herbergi eins og lítill bar á leikvanginum sem var bara fyrir knattspyrnustjórann,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool tók Anfield í gegn fyrir nokkum árum og endurbyggði aðalstúkuna. Stækkuðu hana mikið og bætti alla búningsaðstöðu sem og aðra aðstöðu á bak við tjöldin. Eiginkona Jürgen Klopp, Ulla Sandrock, fékk heiðurinn af því að hanna herbergi á bak við tjöldin í nýju stúkunni á Anfield. „Ég var mjög hrifinn af gamla Boot Room og við bjuggum því til okkar eigin útgáfu undir nýju stúkunni. Ulla, konan mín, bar ábyrgð á húsgögnunum og hvernig það leit út. Að mínu mati er þetta besti barinn í Liverpool-borg,“ sagði Klopp hlæjandi. „Eftir leikina þá fer ég þangað með starfsfólki mínu og öllum vinum mínum. Það er frábært og eitthvað sem við höfum ekki í Þýskalandi,“ sagði Klopp. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira
Boot Room, skóherbergið fræga á Liverpool, á sér stóran sess í sögu félagsins og fær athygli þessa dagana vegna nýrrar heimildarmyndar sem er að koma út. Heimildarmyndin heitir einfaldlega „The Boot Room Boys“ og er framleidd af BT Sport Films. Knattspyrnustjórinn Bill Shankly og eftirmenn hans Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish og Roy Evans áttu allir samastað í Boot Room á Anfield þar sem málin voru rædd. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fór í viðtal hjá BT Sport í tengslum við frumsýningu Boot Room heimildarmyndarinnar. Klopp sagði meðal annars frá því sem hann vissi um Boot Room áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Liverpool árið 2015, fyrstu skoðunarferð sinni um Anfield með viðkomu í Boot Room og svo aðstöðuna hans eftir leikina á Anfield leikvanginum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kXRgFz0_D8c">watch on YouTube</a> „Þegar ég kom til Liverpool og fékk skoðunarferð um leikvanginn þá sýndu þeir mér búningsherbergið sem var ekki mjög merkilegt í gömlu aðalstúkunni ef ég segi alveg eins og er. Svo sýndu þeir mér litla herbergið sem bar nafnið Boot Room. Ég spurði: Hvað er þetta? Þeir útskýrðu þetta síðan fyrir mig og það var mjög notalegt herbergi eins og lítill bar á leikvanginum sem var bara fyrir knattspyrnustjórann,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool tók Anfield í gegn fyrir nokkum árum og endurbyggði aðalstúkuna. Stækkuðu hana mikið og bætti alla búningsaðstöðu sem og aðra aðstöðu á bak við tjöldin. Eiginkona Jürgen Klopp, Ulla Sandrock, fékk heiðurinn af því að hanna herbergi á bak við tjöldin í nýju stúkunni á Anfield. „Ég var mjög hrifinn af gamla Boot Room og við bjuggum því til okkar eigin útgáfu undir nýju stúkunni. Ulla, konan mín, bar ábyrgð á húsgögnunum og hvernig það leit út. Að mínu mati er þetta besti barinn í Liverpool-borg,“ sagði Klopp hlæjandi. „Eftir leikina þá fer ég þangað með starfsfólki mínu og öllum vinum mínum. Það er frábært og eitthvað sem við höfum ekki í Þýskalandi,“ sagði Klopp. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira