Grótta er þar með komið 17 stig en Afturelding sigur í áttunda sætinu með 19 stig. Aðeins tvær umferðir eru eftir og Mosfellingar hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum.
Grótta hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð og ekki tapað í síðustu fimm leikjum sínum.
Sigur Gróttuliðsins var aldrei í mikill hættu eftir að liðið breytti stöðunni úr 5-4 í 9-5. Grótta var síðan komið sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8. Grótta vann síðan upphafsmínútur seinni hálfleiks 5-1 og stakk endanlega af.
Andri Þór Helgason var markahæstur hjá Gróttu með átta mörk og Birgir Steinn Jónsson var með sex mörk og fimm stoðsendingar. Einar Baldvin Baldvinsson varði líka mjög vel í marki liðsins og endaði með fimmtíu prósent markvörslu, 19 varin af 38.
Ólafur Brim Stefánsson og Ágúst Emil Grétarsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Gróttu.
Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur hjá Víkingum með átta mörk.