Ótækt að innheimtufyrirtæki græði á skuldavanda borgarbúa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2022 13:09 Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur til að Reykjavíkurborg hætti að nota innheimtufyrirtæki og taki upp manneskjulegri nálgun. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir harðlega að Reykjavíkurborg noti innheimtufyrirtæki til að innheimta reikninga og gjöld. Það sé ómanneskjuleg aðferð sem auki á vanda fólks í fátækt. Í gær fékk Sanna svar við fyrirspurn sinni í borgarráði en hún spurðu hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtuferli frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022. Svarið kom henni í opna skjöldu en 58.800 reikningar borgarbúa voru sendir í innheimtuferli á þessu tímabili. Sanna hafði áður gert svipaða fyrirspurn og þegar allt er tekið saman þá hafa 107.384 reikningar farið í innheimtuferli frá 1. janúar 2018 til 2. febrúar 2022. Af þeim fóru 7.667 í löginnheimtu. „Þetta er svo rosalegt af því að þegar þú átt ekki fyrir reikningum, þegar þú ert fátækur og getur ekki greitt þá er þetta peningur sem bætist ofan á reikninginn. Það er svo harkalegt að borgin sé að nota innheimtufyrirtæki til að reyna að fá fátæka borgarbúa til að greiða fyrir reikninga og við erum að tala um gjöld í skólum eins og fyrir mataráskrift barna, leikskólagjöld, gjöld á skóla-og frístundasviði.“ Fyrirtæki í eigu borgarinnar eins og Orkuveitan og Félagsbústaðir nota líka innheimtufyrirtæki. „Sumarið 2020 var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum út af vanskilum. Þannig að þetta er þessi grunnþjónusta sem við erum að tala um. Það er mjög mikilvægt að borgin sé með manneskjulegar aðferðir þegar hún er að innheimta reikninga þannig að þetta sé ekki svona harkalegt og innheimtufyrirtæki séu ekki að hagnast á skuldavanda borgarbúa.“ Það sé ekki forsvaranlegt að Reykjavíkurborg útvisti verkefninu til innheimtufyrirtækja. Það sé aðeins til að auka á vanda fólks sem skuldi. „Einu sinni var Reykjavíkurborg með þetta innanhús og ég er með tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja og færi það inn á sitt svið og verði með lausnir sem hentar borgarbúum í viðkvæmri fjárhagslegri og félagslegri stöðu af því að það hjálpar engum að vera með þessar harkalegu aðferðir. Þetta verður að snjóbolta sem bara rúllar og rúllar og rúllar.“ Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Í gær fékk Sanna svar við fyrirspurn sinni í borgarráði en hún spurðu hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtuferli frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022. Svarið kom henni í opna skjöldu en 58.800 reikningar borgarbúa voru sendir í innheimtuferli á þessu tímabili. Sanna hafði áður gert svipaða fyrirspurn og þegar allt er tekið saman þá hafa 107.384 reikningar farið í innheimtuferli frá 1. janúar 2018 til 2. febrúar 2022. Af þeim fóru 7.667 í löginnheimtu. „Þetta er svo rosalegt af því að þegar þú átt ekki fyrir reikningum, þegar þú ert fátækur og getur ekki greitt þá er þetta peningur sem bætist ofan á reikninginn. Það er svo harkalegt að borgin sé að nota innheimtufyrirtæki til að reyna að fá fátæka borgarbúa til að greiða fyrir reikninga og við erum að tala um gjöld í skólum eins og fyrir mataráskrift barna, leikskólagjöld, gjöld á skóla-og frístundasviði.“ Fyrirtæki í eigu borgarinnar eins og Orkuveitan og Félagsbústaðir nota líka innheimtufyrirtæki. „Sumarið 2020 var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum út af vanskilum. Þannig að þetta er þessi grunnþjónusta sem við erum að tala um. Það er mjög mikilvægt að borgin sé með manneskjulegar aðferðir þegar hún er að innheimta reikninga þannig að þetta sé ekki svona harkalegt og innheimtufyrirtæki séu ekki að hagnast á skuldavanda borgarbúa.“ Það sé ekki forsvaranlegt að Reykjavíkurborg útvisti verkefninu til innheimtufyrirtækja. Það sé aðeins til að auka á vanda fólks sem skuldi. „Einu sinni var Reykjavíkurborg með þetta innanhús og ég er með tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja og færi það inn á sitt svið og verði með lausnir sem hentar borgarbúum í viðkvæmri fjárhagslegri og félagslegri stöðu af því að það hjálpar engum að vera með þessar harkalegu aðferðir. Þetta verður að snjóbolta sem bara rúllar og rúllar og rúllar.“
Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira