Fyrsti fiskurinn kominn úr Leirá Karl Lúðvíksson skrifar 1. apríl 2022 10:35 Harpa og fyrsti birtingurinn úr Leirá á þessu tímabili Veiðitímabilið hófst í morgun og straumur veiðimanna liggur í sjóbirtinginn og við erum loksins að fá fréttir af fyrstu fiskunum á land. Leirá er ein af þessum litlu perlum sem hefur verið vaxandi síðustu ár og það er ekki síst að þakka að sleppiskylda var sett á þegar Iceland Outfitters tóku við ánni sem leigutakar. Það er vaxandi veiði í ánni sem og að birtingurinn sem er að veiðast stækkar bara með hverju árinu. Fyrsti fiskurinn er kominn á land í dag og það kemur engum á óvart að heyra að hann veiddist í veiðistað númer fjögur sem er fyrsti hylurinn neðan við þjóðveg. Þetta er gjöfulusti veiðistaðurinn í ánni og þarna oft mikið af fiski. Það var Harpa Hlín Þórðardóttir hjá IO sem landaði þessum fyrsta fiski í Leirá en hún sem annar af leigutökum Leirár er öllum hnútum kunnug og þekkir ánna vel. Það verður spennandi að fá frekari fréttir úr Leirá næstu daga. Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði
Leirá er ein af þessum litlu perlum sem hefur verið vaxandi síðustu ár og það er ekki síst að þakka að sleppiskylda var sett á þegar Iceland Outfitters tóku við ánni sem leigutakar. Það er vaxandi veiði í ánni sem og að birtingurinn sem er að veiðast stækkar bara með hverju árinu. Fyrsti fiskurinn er kominn á land í dag og það kemur engum á óvart að heyra að hann veiddist í veiðistað númer fjögur sem er fyrsti hylurinn neðan við þjóðveg. Þetta er gjöfulusti veiðistaðurinn í ánni og þarna oft mikið af fiski. Það var Harpa Hlín Þórðardóttir hjá IO sem landaði þessum fyrsta fiski í Leirá en hún sem annar af leigutökum Leirár er öllum hnútum kunnug og þekkir ánna vel. Það verður spennandi að fá frekari fréttir úr Leirá næstu daga.
Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði