Van Nistelrooy verður næsti knattspyrnustjóri PSV Eindhoven Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 17:46 Ruud van Nistelrooy hefur starfað hjá PSV Eindhoven undanfarin ár sem þjálfari unglingaliða félagsins. EPA/VICTOR LERENA Ruud van Nistelrooy verður nýjasti fyrrum lærisveinn Sir Alex Ferguson sem reynir fyrir sér sem knattspyrnustjóri. Hollenska félagið PSV Eindhoven hefur gefið það út að Van Nistelrooy verði knattspyrnustjóri félagsins frá og með næstu leiktíð. Van Nistelrooy tekur við starfinu af Roger Schmidt sem hættir eftir þetta tímabil. Former Man Utd forward Ruud van Nistelrooy has signed a three-year deal to become PSV's head coach from this summer! pic.twitter.com/Ieuqb1Qigq— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 30, 2022 Van Nistelrooy lék sjálfur með PSV á árunum 1998 til 2001 en hann fór þaðan til Manchester United þar sem hann skoraði 95 mörk í aðeins 150 deildarleikjum. Hollenski framherjinn spilaði einnig með Real Madrid, Hamburger SV og Málaga áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2012. Van Nistelrooy, sem er nú 45 ára gamall, hefur síðustu ár verið í þjálfarateymi hollenska landsliðsins sem og að þjálfa yngri lið PSV. Þetta verður hins vegar hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Van Nistelrooy skrifaði undir samning við PSV sem nær til ársins 2025. Official. Ruud van Nistelrooy has been appointed as new PSV Eindhoven manager, starting from next season. Contract until June 2025, statement confirms. #PSV pic.twitter.com/WjSexGbVgc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 30, 2022 „Nokkrir hlutir hafa gengið upp síðustu mánuði. Ráðningin á Marcel Brand sem framkvæmdastjóra PSV og samtöl okkar í kjölfarið gerðu mér á endanum kleift að stíga þetta skref,“ sagði Ruud van Nistelrooy í fréttatilkynningu frá PSV Eindhoven. „PSV ætlar að fara nýja slóð í sumar og ég er tilbúinn að gera mitt. Viðræður við stjórnina hafa stutt þá sýn mína að við erum metnaðarfullir og ætlum að búa til eitthvað sérstakt í framtíðinni. Ég er spenntur fyrir þessu verkefni hjá PSV,“ sagði Van Nistelrooy. PSV U19 Assistant coach @OnsOranje & PSV Jong PSVReady for the next step: .— PSV (@PSV) March 30, 2022 Hollenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Sjá meira
Hollenska félagið PSV Eindhoven hefur gefið það út að Van Nistelrooy verði knattspyrnustjóri félagsins frá og með næstu leiktíð. Van Nistelrooy tekur við starfinu af Roger Schmidt sem hættir eftir þetta tímabil. Former Man Utd forward Ruud van Nistelrooy has signed a three-year deal to become PSV's head coach from this summer! pic.twitter.com/Ieuqb1Qigq— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 30, 2022 Van Nistelrooy lék sjálfur með PSV á árunum 1998 til 2001 en hann fór þaðan til Manchester United þar sem hann skoraði 95 mörk í aðeins 150 deildarleikjum. Hollenski framherjinn spilaði einnig með Real Madrid, Hamburger SV og Málaga áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2012. Van Nistelrooy, sem er nú 45 ára gamall, hefur síðustu ár verið í þjálfarateymi hollenska landsliðsins sem og að þjálfa yngri lið PSV. Þetta verður hins vegar hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Van Nistelrooy skrifaði undir samning við PSV sem nær til ársins 2025. Official. Ruud van Nistelrooy has been appointed as new PSV Eindhoven manager, starting from next season. Contract until June 2025, statement confirms. #PSV pic.twitter.com/WjSexGbVgc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 30, 2022 „Nokkrir hlutir hafa gengið upp síðustu mánuði. Ráðningin á Marcel Brand sem framkvæmdastjóra PSV og samtöl okkar í kjölfarið gerðu mér á endanum kleift að stíga þetta skref,“ sagði Ruud van Nistelrooy í fréttatilkynningu frá PSV Eindhoven. „PSV ætlar að fara nýja slóð í sumar og ég er tilbúinn að gera mitt. Viðræður við stjórnina hafa stutt þá sýn mína að við erum metnaðarfullir og ætlum að búa til eitthvað sérstakt í framtíðinni. Ég er spenntur fyrir þessu verkefni hjá PSV,“ sagði Van Nistelrooy. PSV U19 Assistant coach @OnsOranje & PSV Jong PSVReady for the next step: .— PSV (@PSV) March 30, 2022
Hollenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Sjá meira