Snorri Barón hjálpar „svörtum sauði“ CrossFit íþróttarinnar að snúa aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 09:00 Snorri Barón Jónsson með Söru Sigmundsdóttur sem hefur verið skjólstæðingur hans lengi. Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður fjölda heimsklassa CrossFit íþróttamanna og kvenna en hann er líka tilbúinn að gefa mönnum annað tækifæri. CrossFit vefurinn Morning Chalk Up vekur athygli á samstarfi Ástralans Ricky Garard og íslenska umboðsmannsins. Garard er „svarti sauður“ CrossFit íþróttarinnar eftir að hafa skrifað sögu íþróttarinnar með mjög neikvæðum hætti. Snorri Barón er mjög virtur í CrossFit samfélaginu en hann er meðal annars umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, Björgvins Karls Guðmundssonar og Sólveigar Sigurðardóttur sem og þeirra Romans Khrennikov, Gabrielu Miglala og Emma Lawson sem stóðu sig öll frábærlega í átta manna úrslitunum eins og íslensku stjörnurnar þrjár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ricky Garard er að snúa til baka eftir fjögurra bann frá CrossFit íþróttinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Garard varð árið 2017 sá fyrsti verðlaunahafi á heimsleikunum sem fellur á lyfjaprófi. Kanadamaðurinn Patrick Vellner hoppaði þar með upp í þriðja sætið en hann var rændur tækifærinu á því að standa á pallinum. Það er ekki auðvelt fyrir Garard að koma til baka með slíka fortíð en hann á nú bakland hjá Snorra Barón og umboðsfyrirtæki hans Bakland Management. Garard hefur nú skrifað undir fyrsta styrktarsamning sinn við fyrirtæki síðan að Snorri gerðist umboðsmaður hans. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Ég þekki það vel hvað er að klúðra sínum málum og brenna brýr,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson meðal annars í pistli sínum á Instagram sem Morning Chalk Up vakti athygli á. „Ég oft verið spurður af því hvort ég sé umboðsmaður Ricky. Allir eiga rétt á því að fá annað tækifæri og eftir að hafa hitt Ricky og átt grimmt spjall við hann þá þurfti ekki að sannfæra mig meira,“ skrifaði Snorri Barón. „Hann sannfærði mig um að hann væri í þessu af réttum ástæðum. Hann villtist af leið en lærði sína lexíu og er nú að leið til endurheimta orðspor sitt,“ skrifaði Snorri Barón. Ricky Garard stóð sig vel í átta manna úrslitunum um síðustu helgi því hann náði efsta sætinu í Eyjaálfu og varð ellefti yfir allan heiminn. Snorri átti því bæði efsta manninn í Evrópu (Björgvin Karl Guðmundsson), efsta manninn í Eyjaálfu (Garard), efsta maninn í Asíu (Roman Khrennikov) og efstu konuna í Evrópu (Gabriela Migala). Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessum árangri. CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
CrossFit vefurinn Morning Chalk Up vekur athygli á samstarfi Ástralans Ricky Garard og íslenska umboðsmannsins. Garard er „svarti sauður“ CrossFit íþróttarinnar eftir að hafa skrifað sögu íþróttarinnar með mjög neikvæðum hætti. Snorri Barón er mjög virtur í CrossFit samfélaginu en hann er meðal annars umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, Björgvins Karls Guðmundssonar og Sólveigar Sigurðardóttur sem og þeirra Romans Khrennikov, Gabrielu Miglala og Emma Lawson sem stóðu sig öll frábærlega í átta manna úrslitunum eins og íslensku stjörnurnar þrjár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ricky Garard er að snúa til baka eftir fjögurra bann frá CrossFit íþróttinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Garard varð árið 2017 sá fyrsti verðlaunahafi á heimsleikunum sem fellur á lyfjaprófi. Kanadamaðurinn Patrick Vellner hoppaði þar með upp í þriðja sætið en hann var rændur tækifærinu á því að standa á pallinum. Það er ekki auðvelt fyrir Garard að koma til baka með slíka fortíð en hann á nú bakland hjá Snorra Barón og umboðsfyrirtæki hans Bakland Management. Garard hefur nú skrifað undir fyrsta styrktarsamning sinn við fyrirtæki síðan að Snorri gerðist umboðsmaður hans. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Ég þekki það vel hvað er að klúðra sínum málum og brenna brýr,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson meðal annars í pistli sínum á Instagram sem Morning Chalk Up vakti athygli á. „Ég oft verið spurður af því hvort ég sé umboðsmaður Ricky. Allir eiga rétt á því að fá annað tækifæri og eftir að hafa hitt Ricky og átt grimmt spjall við hann þá þurfti ekki að sannfæra mig meira,“ skrifaði Snorri Barón. „Hann sannfærði mig um að hann væri í þessu af réttum ástæðum. Hann villtist af leið en lærði sína lexíu og er nú að leið til endurheimta orðspor sitt,“ skrifaði Snorri Barón. Ricky Garard stóð sig vel í átta manna úrslitunum um síðustu helgi því hann náði efsta sætinu í Eyjaálfu og varð ellefti yfir allan heiminn. Snorri átti því bæði efsta manninn í Evrópu (Björgvin Karl Guðmundsson), efsta manninn í Eyjaálfu (Garard), efsta maninn í Asíu (Roman Khrennikov) og efstu konuna í Evrópu (Gabriela Migala). Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessum árangri.
CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira