Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 15:35 Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs. Vísir Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. Fjölmenningarsetur hefur móttekið 363 formleg erindi frá 51 sveitarfélagi í tengslum við húsnæði fyrir fólk á flótta frá Úkraínu. Flest erindin koma frá Reykjavík eða 144 talsins. Einnig á eftir að vinna úr 67 erindum þar sem oft vantar frekari gögn. Þetta segir Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs. Yfir 500 sótt um vernd Alls hafa 124 einstaklingar með tengsl við Úkraínu komið hingað til lands síðastliðna viku og sótt um alþjóðlega vernd eða tæplega átján á dag. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa samtals 508 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Ef sjö daga meðaltal er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 496 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sæki hér um vernd næstu fjórar vikur. Hægt á skráningum Nichole segir að fyrstu vikuna eftir að Fjölmenningarsetur opnaði fyrir skráningar hafi borist hátt í hundrað erindi á dag en þau séu nú innan við hundrað á viku. Í upphafi hafi fólk í meira mæli boðið fram tímabundin úrræði á borð við herbergi inn á heimilum sínum. Nú sé meira um íbúðir og varanlegt húsnæði sem Nichole segir jákvæða þróun. Hún segir mikilvægt að fólk sem vilji hýsa flóttafólk fylli út eyðublaðið á vefsíðu Fjölmenningarseturs svo starfsmenn geti unnið auðveldlega úr málinu. „Sveitarfélögin eru núna að vinna hörðum höndum að því að kortleggja þjónustu og vinna með okkur. Nú fer af stað svona millibilsúrræði þar sem fólk fær húsnæði frá þremur vikum upp í þrjá mánuði,“ segir Nichole. Í kjölfarið verði hugað að varanlegri úrræðum sem taki betur mið af þörfum hverrar og einnar fjölskyldu. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af fólki á Bifröst Eitthvað hefur borið á gagnrýni á að til standi að koma flóttafólki frá Úkraínu fyrir á Bifröst en þar er um að ræða svokallað millibilsúrræði sem er hugsað fyrir fólk í allt að þrjá mánuði. Nichole gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir hana byggjast á vanþekkingu. „Mér finnst fólk ekki upplýst um móttöku flóttafólks og það getur haft alls konar skoðanir um það, en það veit ekki að núna eru menn að taka saman höndum þvert á stjórnsýslustig, sveitarfélög og ríkið, og þvert á stofnanir, eins og Útlendingastofnun, Fjölmenningarsetur, heilbrigðisstofnanir og lögreglu. Við erum öll að vinna saman að því að kortleggja og passa að það sé þjónusta til staðar þar sem við setjum fólk.“ Bifröst og Borgarbyggð vinni hörðum höndum að því að huga að stuðningi, samgöngum og afþreyingu fyrir flóttafólkið. Nichole segir allt tal um að ekki sé hugað nægilega vel að þörfum flóttafólksins litist af fáfræði. „Í samtölum við ráðherra, félagsráðgjafa sem starfa í þessu og sjálfboðaliða eru allir að huga vel að því að við erum að veita fólki vernd og með vernd er tilheyrandi þjónusta og stuðningur og það er hugsunin alls staðar í kerfinu,“ bætir Nichole við. Skólamál geti reynst áskorun Nichole segir að áhyggjur hafi komið fram hjá sveitarfélögunum af skólaþjónustu og að flóttabörn fái nægilegan stuðning. „Eins mikil áskorun og þetta er þá er fólk að vinna saman og vinna allt sem við þurfum til að vernda þetta fólk.“ Allir séu meðvitaðir um réttindi flóttafólks og að það þurfi á mikilli og fjölbreyttri þjónustu að halda. „Ég trúi ekki öðru en að Ísland muni standa sig vel í þessu.“ Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Húsnæðismál Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. 28. mars 2022 15:35 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fjölmenningarsetur hefur móttekið 363 formleg erindi frá 51 sveitarfélagi í tengslum við húsnæði fyrir fólk á flótta frá Úkraínu. Flest erindin koma frá Reykjavík eða 144 talsins. Einnig á eftir að vinna úr 67 erindum þar sem oft vantar frekari gögn. Þetta segir Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs. Yfir 500 sótt um vernd Alls hafa 124 einstaklingar með tengsl við Úkraínu komið hingað til lands síðastliðna viku og sótt um alþjóðlega vernd eða tæplega átján á dag. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa samtals 508 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Ef sjö daga meðaltal er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 496 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sæki hér um vernd næstu fjórar vikur. Hægt á skráningum Nichole segir að fyrstu vikuna eftir að Fjölmenningarsetur opnaði fyrir skráningar hafi borist hátt í hundrað erindi á dag en þau séu nú innan við hundrað á viku. Í upphafi hafi fólk í meira mæli boðið fram tímabundin úrræði á borð við herbergi inn á heimilum sínum. Nú sé meira um íbúðir og varanlegt húsnæði sem Nichole segir jákvæða þróun. Hún segir mikilvægt að fólk sem vilji hýsa flóttafólk fylli út eyðublaðið á vefsíðu Fjölmenningarseturs svo starfsmenn geti unnið auðveldlega úr málinu. „Sveitarfélögin eru núna að vinna hörðum höndum að því að kortleggja þjónustu og vinna með okkur. Nú fer af stað svona millibilsúrræði þar sem fólk fær húsnæði frá þremur vikum upp í þrjá mánuði,“ segir Nichole. Í kjölfarið verði hugað að varanlegri úrræðum sem taki betur mið af þörfum hverrar og einnar fjölskyldu. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af fólki á Bifröst Eitthvað hefur borið á gagnrýni á að til standi að koma flóttafólki frá Úkraínu fyrir á Bifröst en þar er um að ræða svokallað millibilsúrræði sem er hugsað fyrir fólk í allt að þrjá mánuði. Nichole gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir hana byggjast á vanþekkingu. „Mér finnst fólk ekki upplýst um móttöku flóttafólks og það getur haft alls konar skoðanir um það, en það veit ekki að núna eru menn að taka saman höndum þvert á stjórnsýslustig, sveitarfélög og ríkið, og þvert á stofnanir, eins og Útlendingastofnun, Fjölmenningarsetur, heilbrigðisstofnanir og lögreglu. Við erum öll að vinna saman að því að kortleggja og passa að það sé þjónusta til staðar þar sem við setjum fólk.“ Bifröst og Borgarbyggð vinni hörðum höndum að því að huga að stuðningi, samgöngum og afþreyingu fyrir flóttafólkið. Nichole segir allt tal um að ekki sé hugað nægilega vel að þörfum flóttafólksins litist af fáfræði. „Í samtölum við ráðherra, félagsráðgjafa sem starfa í þessu og sjálfboðaliða eru allir að huga vel að því að við erum að veita fólki vernd og með vernd er tilheyrandi þjónusta og stuðningur og það er hugsunin alls staðar í kerfinu,“ bætir Nichole við. Skólamál geti reynst áskorun Nichole segir að áhyggjur hafi komið fram hjá sveitarfélögunum af skólaþjónustu og að flóttabörn fái nægilegan stuðning. „Eins mikil áskorun og þetta er þá er fólk að vinna saman og vinna allt sem við þurfum til að vernda þetta fólk.“ Allir séu meðvitaðir um réttindi flóttafólks og að það þurfi á mikilli og fjölbreyttri þjónustu að halda. „Ég trúi ekki öðru en að Ísland muni standa sig vel í þessu.“
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Húsnæðismál Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. 28. mars 2022 15:35 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. 28. mars 2022 15:35