Karólína lokuð inni í viku vegna smits: „Þetta er hræðileg tímasetning“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 11:31 Bayern München v SL Benfica: Group D - UEFA Women's Champions League MUNICH, GERMANY - DECEMBER 15: Karolina Lea Vilhjalmsdottir of Bayern Muenchen looks on during the UEFA Women's Champions League group D match between Bayern München and SL Benfica at FCB Campus on December 15, 2021 in Munich, Germany. (Photo by Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images) Reglur í Þýskalandi og hjá Bayern München varðandi kórónuveirusmit koma í veg fyrir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir geti spilað stórleikinn gegn PSG í París í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Karólína greindist með kórónuveirusmit síðastliðinn fimmtudagsmorgun og hefur ekki mátt hreyfa sig af heimili sínu síðan þá. „Ég er bara orðin hress en reglurnar í Þýskalandi eru þannig að maður þarf að vera í einangrun í 7-10 daga. Þess vegna missi ég því miður af leiknum í kvöld og síðasta leik,“ segir Karólína við Vísi. Alls eru sjö leikmenn Bayern í einangrun og þurfa að treysta á Glódísi Perlu Viggósdóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og aðra fullfríska leikmenn til að snúa við 2-1 tapinu í síðustu viku og koma Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern tryggir ítarlega læknisskoðun „Frá því að ég greindist er ég búin að vera alveg í einangrun og má ekki fara út eða neitt. Ég losnaði í rauninni í dag en ég þarf að fara í læknisskoðun og alls konar próf til að sjá hvort að það sé allt í lagi með hjarta og lungu. Ef að þau koma vel út má ég byrja að æfa á morgun,“ segir Karólína. Bayern passar vel upp á sitt fólk og leikmenn mega ekki einu sinni æfa heima hjá sér í einangruninni heldur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Alphonso Davies, leikmaður karlaliðs félagsins, greindist með væga hjartavöðvabólgu eftir kórónuveirusmit og var frá keppni í þrjá mánuði, og Karólína segir einn leikmann kvennaliðsins einnig hafa fengið hjartavöðvabólgu. Sjö leikmenn smitaðir en ekki frestað nema þeir séu níu Mögulega hefur Karólína svindlað svolítið á reglum Bayern um að sleppa því að æfa heima í einangruninni, þó að ekki verði fullyrt um það hér, en henni líður að minnsta kosti ágætlega: „Ég var með einkenni fyrstu tvo dagana en síðan er ég búin að vera allt í lagi. Ef að ég væri ekki í Þýskalandi væri ég mögulega í leikmannahópnum í kvöld. Við erum sjö sem erum greindar með smit í liðinu, svo hópurinn er lítill í leiknum í kvöld. Reglan er að það þurfi að vera níu leikmenn smitaðir til að leik sé frestað. Þetta er svolítið súrt en við erum með það góðan hóp að vonandi getum við tekið sigur í kvöld og mætt svo allar í undanúrslitin en þetta verður strembið verkefni,“ segir Karólína. Nær stórleiknum við Wolfsburg og landsleikjunum Karólína ætti að vera klár í stórleikinn við Wolfsburg á sunnudag, sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðanna verður Þýskalandsmeistari, sem og í landsleikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi snemma í apríl. Auk hennar eru þær Linda Dallmann, Sarah Zadrazil, Jovana Damnjanovic, Maxi Rall, Carina Wenninger og Franzi Kett í einangrun. „Það er alltaf ein og ein að bætast í hópinn, og ljóst að margar munu missa líka af leiknum við Wolfsburg. Þetta er hræðileg tímasetning en svona er heimurinn bara í dag og maður þarf að taka það á kassann.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Karólína greindist með kórónuveirusmit síðastliðinn fimmtudagsmorgun og hefur ekki mátt hreyfa sig af heimili sínu síðan þá. „Ég er bara orðin hress en reglurnar í Þýskalandi eru þannig að maður þarf að vera í einangrun í 7-10 daga. Þess vegna missi ég því miður af leiknum í kvöld og síðasta leik,“ segir Karólína við Vísi. Alls eru sjö leikmenn Bayern í einangrun og þurfa að treysta á Glódísi Perlu Viggósdóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og aðra fullfríska leikmenn til að snúa við 2-1 tapinu í síðustu viku og koma Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern tryggir ítarlega læknisskoðun „Frá því að ég greindist er ég búin að vera alveg í einangrun og má ekki fara út eða neitt. Ég losnaði í rauninni í dag en ég þarf að fara í læknisskoðun og alls konar próf til að sjá hvort að það sé allt í lagi með hjarta og lungu. Ef að þau koma vel út má ég byrja að æfa á morgun,“ segir Karólína. Bayern passar vel upp á sitt fólk og leikmenn mega ekki einu sinni æfa heima hjá sér í einangruninni heldur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Alphonso Davies, leikmaður karlaliðs félagsins, greindist með væga hjartavöðvabólgu eftir kórónuveirusmit og var frá keppni í þrjá mánuði, og Karólína segir einn leikmann kvennaliðsins einnig hafa fengið hjartavöðvabólgu. Sjö leikmenn smitaðir en ekki frestað nema þeir séu níu Mögulega hefur Karólína svindlað svolítið á reglum Bayern um að sleppa því að æfa heima í einangruninni, þó að ekki verði fullyrt um það hér, en henni líður að minnsta kosti ágætlega: „Ég var með einkenni fyrstu tvo dagana en síðan er ég búin að vera allt í lagi. Ef að ég væri ekki í Þýskalandi væri ég mögulega í leikmannahópnum í kvöld. Við erum sjö sem erum greindar með smit í liðinu, svo hópurinn er lítill í leiknum í kvöld. Reglan er að það þurfi að vera níu leikmenn smitaðir til að leik sé frestað. Þetta er svolítið súrt en við erum með það góðan hóp að vonandi getum við tekið sigur í kvöld og mætt svo allar í undanúrslitin en þetta verður strembið verkefni,“ segir Karólína. Nær stórleiknum við Wolfsburg og landsleikjunum Karólína ætti að vera klár í stórleikinn við Wolfsburg á sunnudag, sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðanna verður Þýskalandsmeistari, sem og í landsleikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi snemma í apríl. Auk hennar eru þær Linda Dallmann, Sarah Zadrazil, Jovana Damnjanovic, Maxi Rall, Carina Wenninger og Franzi Kett í einangrun. „Það er alltaf ein og ein að bætast í hópinn, og ljóst að margar munu missa líka af leiknum við Wolfsburg. Þetta er hræðileg tímasetning en svona er heimurinn bara í dag og maður þarf að taka það á kassann.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira