Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2022 22:10 Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. Þetta kom fram í Kveik á RÚV í kvöld. Þar segir að tíundi hver sjúklingur í heilbrigðiskerfinu sé talinn verða fyrir mistökum, vanrækslu eða óhappi af einhverju tagi við meðferð sína. Árlega séu skráð yfir tíu þúsund atvik á heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sjúklingar urðu fyrir heilsutjóni eða hefðu getað orðið fyrir því, af áðurnefndum ástæðum. Fannst ekki vera hlustað á sig Konan sem nú hyggst leita réttar síns gagnvart ríkinu heitir Bergþóra Birnudóttir og er í umfjöllum Kveiks lýst sem „hraustri og virkri fjölskyldukonu,“ áður en hún örkumlaðist. Hún varð ólétt í þriðja sinn árið 2015, þá 37 ára gömul. Eftir aðeins sextán vikna meðgöngu fékk hún grindargliðnun, sem var svo slæm að hún þurfti að hætta að vinna. Hún hafi síðan stækkað hratt og líðan hennar hrakað mikið á næstu vikum. Þegar 28 vikur hafi verið liðnar af meðgöngunni hafi hún þá átt erfitt með að hreyfa sig, og fundið að eitthvað mikið væri að. Hún hafi hitt fæðingarlækni sem hún tjáði að sér þætti ólíklegt að hún gæti klárað 40 vikna meðgöngu. Hún hefði áður gengið með stór börn, en þetta væri ekki eðlilegt. Hún hafi hins vegar fljótt fengið á tilfinninguna að áhyggjur hennar væru ekki teknar alvarlega, og henni síðan tjáð að fæðing væri almennt ekki framkölluð vegna grindargliðnunar, nema í alvarlegustu tilfellum. Aðferð sem mælt er gegn að nota Eftir fæðingu, sem var framkölluð með gangsetningu eftir tæplega 41 viku meðgöngu, hafi síðan komið í ljós að dóttir Bergþóru væri með meðfætt ofvaxtarheilkenni. Hún segir ljósmóðurina hafa beitt svokallaðri „manual fundal pressure“ aðferð til að koma barninu út. Aðferðin feli það í sér að ljósmóðirin setji allan sinn líkamsþunga ofan á hana til þess að ýta á eftir barninu, til að koma því út. Ekkert sé hins vegar skráð í fæðingarskýrsluna um að aðferðinni hafi verið beitt, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir gegn beitingu hennar. Það er vegna skaða sem móður og barn geta beðið af aðferðinni. Við fæðinguna hlaut Bergþóra þriðju gráðu spangartætingu, sem er þegar konur rifna í fæðingu upp í endaþarm. Slíkt getur haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Eins beið hún skaða á vöðvum og taugum í grindarbotni og endaþarmi, auk þess sem fjarlægja þurfti neðsta hluta ristils hennar. Bergþóra þjáist enn af miklum taugaverkjum og verkjum í spjaldhrygg og mjaðmagrind. Hún á þá erfitt með að ganga og sitja og er algerlega óvinnufær. Vill að hægt sé að læra af sögu hennar Sjúkratryggingar Íslands greiddu Bergþóru hámarksbætur vegna þess skaða sem hún hlaut, 10,8 milljónir króna. Sumarið 2016 sendi hún Landlæknisembættinu kvörtun vegna vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu, en fékk svar tveimur og hálfur ári seinna þar sem fram kom að samkvæmt áliti landlæknis hefði vanræksla ekki átt sér stað. Bergþóra segjast með málsókn sinni á hendur ríkinu vilja fá viðurkenningu á þeim mistökum sem hún telur hafa átt sér stað. Hún vilji í allri einlægni að hægt sé að læra eitthvað af máli hennar, og þess vegna hafi hún ákveðið að segja sögu sína. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kom fram í Kveik á RÚV í kvöld. Þar segir að tíundi hver sjúklingur í heilbrigðiskerfinu sé talinn verða fyrir mistökum, vanrækslu eða óhappi af einhverju tagi við meðferð sína. Árlega séu skráð yfir tíu þúsund atvik á heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sjúklingar urðu fyrir heilsutjóni eða hefðu getað orðið fyrir því, af áðurnefndum ástæðum. Fannst ekki vera hlustað á sig Konan sem nú hyggst leita réttar síns gagnvart ríkinu heitir Bergþóra Birnudóttir og er í umfjöllum Kveiks lýst sem „hraustri og virkri fjölskyldukonu,“ áður en hún örkumlaðist. Hún varð ólétt í þriðja sinn árið 2015, þá 37 ára gömul. Eftir aðeins sextán vikna meðgöngu fékk hún grindargliðnun, sem var svo slæm að hún þurfti að hætta að vinna. Hún hafi síðan stækkað hratt og líðan hennar hrakað mikið á næstu vikum. Þegar 28 vikur hafi verið liðnar af meðgöngunni hafi hún þá átt erfitt með að hreyfa sig, og fundið að eitthvað mikið væri að. Hún hafi hitt fæðingarlækni sem hún tjáði að sér þætti ólíklegt að hún gæti klárað 40 vikna meðgöngu. Hún hefði áður gengið með stór börn, en þetta væri ekki eðlilegt. Hún hafi hins vegar fljótt fengið á tilfinninguna að áhyggjur hennar væru ekki teknar alvarlega, og henni síðan tjáð að fæðing væri almennt ekki framkölluð vegna grindargliðnunar, nema í alvarlegustu tilfellum. Aðferð sem mælt er gegn að nota Eftir fæðingu, sem var framkölluð með gangsetningu eftir tæplega 41 viku meðgöngu, hafi síðan komið í ljós að dóttir Bergþóru væri með meðfætt ofvaxtarheilkenni. Hún segir ljósmóðurina hafa beitt svokallaðri „manual fundal pressure“ aðferð til að koma barninu út. Aðferðin feli það í sér að ljósmóðirin setji allan sinn líkamsþunga ofan á hana til þess að ýta á eftir barninu, til að koma því út. Ekkert sé hins vegar skráð í fæðingarskýrsluna um að aðferðinni hafi verið beitt, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir gegn beitingu hennar. Það er vegna skaða sem móður og barn geta beðið af aðferðinni. Við fæðinguna hlaut Bergþóra þriðju gráðu spangartætingu, sem er þegar konur rifna í fæðingu upp í endaþarm. Slíkt getur haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Eins beið hún skaða á vöðvum og taugum í grindarbotni og endaþarmi, auk þess sem fjarlægja þurfti neðsta hluta ristils hennar. Bergþóra þjáist enn af miklum taugaverkjum og verkjum í spjaldhrygg og mjaðmagrind. Hún á þá erfitt með að ganga og sitja og er algerlega óvinnufær. Vill að hægt sé að læra af sögu hennar Sjúkratryggingar Íslands greiddu Bergþóru hámarksbætur vegna þess skaða sem hún hlaut, 10,8 milljónir króna. Sumarið 2016 sendi hún Landlæknisembættinu kvörtun vegna vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu, en fékk svar tveimur og hálfur ári seinna þar sem fram kom að samkvæmt áliti landlæknis hefði vanræksla ekki átt sér stað. Bergþóra segjast með málsókn sinni á hendur ríkinu vilja fá viðurkenningu á þeim mistökum sem hún telur hafa átt sér stað. Hún vilji í allri einlægni að hægt sé að læra eitthvað af máli hennar, og þess vegna hafi hún ákveðið að segja sögu sína.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira