Jón Daði Böðvarsson: Af og til kannski of mikil virðing Sverrir Mar Smárason skrifar 29. mars 2022 22:03 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu gegn því pólska. Getty/Mateusz Slodkowski Jón Daði Böðvarsson leiddi framlínu íslenska A-landsliðs karla í knattspyrnu í vondu 5-0 tapi gegn Spáni í Corona á Spáni í kvöld. Jón Daði sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og sagði leikinn hafa verið virkilega erfiðan. „Þetta var náttúrulega bara erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum ofjarli okkar í dag, það er ekkert flókið. Bara erfitt og við fáum á okkur ódýr mörk á köflum. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Við höfum lent í svona leikjum áður, við höfum tapað stórt áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það er bara mikilvægt fyrir okkur að þetta skilgreini okkur ekki og við höldum áfram að bæta okkur skref fyrir skref,“ sagði Jón Daði um leikinn. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda boltanum innan liðsins og náði það lítið að ógna fram á við. Jón Daði gat ekki alveg sett fingur á vandamálið en taldi leikmenn liðsins hafa gert margt vel. „Það er erfitt að segja [af hverju gekk ekki betur fram á við]. Við gerðum eiginlega okkar allra besta í þessum leik en það bara gekk ekki upp. Það var mjög erfitt að skapa færi miðað við hvernig þeir spila Spánverjarnir. Það er gífurlega erfitt að halda boltanum gegn þeim og þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu og öðru. Við hefðum kannski af og til getað stigið aðeins hærra upp á völlinn, vera aðeins hugrakkari í pressunni og látið þá aðeins meira hafa fyrir þessu. Af og til kannski of mikil virðing en eins og ég segi þá er þetta lið bara heimsklassa lið, þetta gekk ekki í dag svo leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Jón Daði. Jón bætti við, „ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Auðvitað er maður alltaf með meiri væntingar að vera aðeins meira inni í leiknum og það voru væntingar okkar allra. Frá fyrstu mínútu var þetta einn af þessum leikjum þar sem þetta var bara erfitt og brekka. Það þarf bara að taka það jákvæða úr erfiðum leik.“ Jón telur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum í kvöld og að ungir leikmenn muni búa að þessari reynslu síðar á sínum landsliðsferli. „Það var margt jákvætt í þessu eins neikvæð og þessi úrslit voru. Það er góður lærdómur í þessu fyrir okkur sem erum í þessu og þá sérstaklega ungu strákana. Mér fannst þetta verkefni allt í allt bara mjög flott og margt jákvætt sem hægt er að taka út úr því fyrir júní-verkefnið sem er mikilvægasti leikurinn gegn Ísraelum,“ sagði Jón Daði að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50 Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum ofjarli okkar í dag, það er ekkert flókið. Bara erfitt og við fáum á okkur ódýr mörk á köflum. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Við höfum lent í svona leikjum áður, við höfum tapað stórt áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það er bara mikilvægt fyrir okkur að þetta skilgreini okkur ekki og við höldum áfram að bæta okkur skref fyrir skref,“ sagði Jón Daði um leikinn. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda boltanum innan liðsins og náði það lítið að ógna fram á við. Jón Daði gat ekki alveg sett fingur á vandamálið en taldi leikmenn liðsins hafa gert margt vel. „Það er erfitt að segja [af hverju gekk ekki betur fram á við]. Við gerðum eiginlega okkar allra besta í þessum leik en það bara gekk ekki upp. Það var mjög erfitt að skapa færi miðað við hvernig þeir spila Spánverjarnir. Það er gífurlega erfitt að halda boltanum gegn þeim og þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu og öðru. Við hefðum kannski af og til getað stigið aðeins hærra upp á völlinn, vera aðeins hugrakkari í pressunni og látið þá aðeins meira hafa fyrir þessu. Af og til kannski of mikil virðing en eins og ég segi þá er þetta lið bara heimsklassa lið, þetta gekk ekki í dag svo leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Jón Daði. Jón bætti við, „ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Auðvitað er maður alltaf með meiri væntingar að vera aðeins meira inni í leiknum og það voru væntingar okkar allra. Frá fyrstu mínútu var þetta einn af þessum leikjum þar sem þetta var bara erfitt og brekka. Það þarf bara að taka það jákvæða úr erfiðum leik.“ Jón telur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum í kvöld og að ungir leikmenn muni búa að þessari reynslu síðar á sínum landsliðsferli. „Það var margt jákvætt í þessu eins neikvæð og þessi úrslit voru. Það er góður lærdómur í þessu fyrir okkur sem erum í þessu og þá sérstaklega ungu strákana. Mér fannst þetta verkefni allt í allt bara mjög flott og margt jákvætt sem hægt er að taka út úr því fyrir júní-verkefnið sem er mikilvægasti leikurinn gegn Ísraelum,“ sagði Jón Daði að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50 Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Sjá meira
„Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50
Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41