Jón Daði Böðvarsson: Af og til kannski of mikil virðing Sverrir Mar Smárason skrifar 29. mars 2022 22:03 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu gegn því pólska. Getty/Mateusz Slodkowski Jón Daði Böðvarsson leiddi framlínu íslenska A-landsliðs karla í knattspyrnu í vondu 5-0 tapi gegn Spáni í Corona á Spáni í kvöld. Jón Daði sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og sagði leikinn hafa verið virkilega erfiðan. „Þetta var náttúrulega bara erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum ofjarli okkar í dag, það er ekkert flókið. Bara erfitt og við fáum á okkur ódýr mörk á köflum. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Við höfum lent í svona leikjum áður, við höfum tapað stórt áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það er bara mikilvægt fyrir okkur að þetta skilgreini okkur ekki og við höldum áfram að bæta okkur skref fyrir skref,“ sagði Jón Daði um leikinn. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda boltanum innan liðsins og náði það lítið að ógna fram á við. Jón Daði gat ekki alveg sett fingur á vandamálið en taldi leikmenn liðsins hafa gert margt vel. „Það er erfitt að segja [af hverju gekk ekki betur fram á við]. Við gerðum eiginlega okkar allra besta í þessum leik en það bara gekk ekki upp. Það var mjög erfitt að skapa færi miðað við hvernig þeir spila Spánverjarnir. Það er gífurlega erfitt að halda boltanum gegn þeim og þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu og öðru. Við hefðum kannski af og til getað stigið aðeins hærra upp á völlinn, vera aðeins hugrakkari í pressunni og látið þá aðeins meira hafa fyrir þessu. Af og til kannski of mikil virðing en eins og ég segi þá er þetta lið bara heimsklassa lið, þetta gekk ekki í dag svo leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Jón Daði. Jón bætti við, „ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Auðvitað er maður alltaf með meiri væntingar að vera aðeins meira inni í leiknum og það voru væntingar okkar allra. Frá fyrstu mínútu var þetta einn af þessum leikjum þar sem þetta var bara erfitt og brekka. Það þarf bara að taka það jákvæða úr erfiðum leik.“ Jón telur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum í kvöld og að ungir leikmenn muni búa að þessari reynslu síðar á sínum landsliðsferli. „Það var margt jákvætt í þessu eins neikvæð og þessi úrslit voru. Það er góður lærdómur í þessu fyrir okkur sem erum í þessu og þá sérstaklega ungu strákana. Mér fannst þetta verkefni allt í allt bara mjög flott og margt jákvætt sem hægt er að taka út úr því fyrir júní-verkefnið sem er mikilvægasti leikurinn gegn Ísraelum,“ sagði Jón Daði að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50 Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum ofjarli okkar í dag, það er ekkert flókið. Bara erfitt og við fáum á okkur ódýr mörk á köflum. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Við höfum lent í svona leikjum áður, við höfum tapað stórt áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það er bara mikilvægt fyrir okkur að þetta skilgreini okkur ekki og við höldum áfram að bæta okkur skref fyrir skref,“ sagði Jón Daði um leikinn. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda boltanum innan liðsins og náði það lítið að ógna fram á við. Jón Daði gat ekki alveg sett fingur á vandamálið en taldi leikmenn liðsins hafa gert margt vel. „Það er erfitt að segja [af hverju gekk ekki betur fram á við]. Við gerðum eiginlega okkar allra besta í þessum leik en það bara gekk ekki upp. Það var mjög erfitt að skapa færi miðað við hvernig þeir spila Spánverjarnir. Það er gífurlega erfitt að halda boltanum gegn þeim og þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu og öðru. Við hefðum kannski af og til getað stigið aðeins hærra upp á völlinn, vera aðeins hugrakkari í pressunni og látið þá aðeins meira hafa fyrir þessu. Af og til kannski of mikil virðing en eins og ég segi þá er þetta lið bara heimsklassa lið, þetta gekk ekki í dag svo leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Jón Daði. Jón bætti við, „ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Auðvitað er maður alltaf með meiri væntingar að vera aðeins meira inni í leiknum og það voru væntingar okkar allra. Frá fyrstu mínútu var þetta einn af þessum leikjum þar sem þetta var bara erfitt og brekka. Það þarf bara að taka það jákvæða úr erfiðum leik.“ Jón telur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum í kvöld og að ungir leikmenn muni búa að þessari reynslu síðar á sínum landsliðsferli. „Það var margt jákvætt í þessu eins neikvæð og þessi úrslit voru. Það er góður lærdómur í þessu fyrir okkur sem erum í þessu og þá sérstaklega ungu strákana. Mér fannst þetta verkefni allt í allt bara mjög flott og margt jákvætt sem hægt er að taka út úr því fyrir júní-verkefnið sem er mikilvægasti leikurinn gegn Ísraelum,“ sagði Jón Daði að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50 Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
„Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50
Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41