Innan við eitt prósent eigenda eiga næstum allan bankann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2022 19:30 Hundrað hluthafar eiga um 88,88% í Íslandsbanka. Aðrir um 16.000 hluthafar eiga svo restina. Vísir Innan við eitt prósent eigenda Íslandsbanka á næstum allan bankann en lífeyrissjóðir fara með fjórðungshlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu eigenda. Gríðarleg umfram eftirspurn var í útboði Bankasýslunnar í Íslandsbanka í síðustu viku en um 430 svo kallaðir hæfir fjárfestar tóku þátt. Svo mikil var eftirspurnin að það þurfti að skerða hlut þeirra verulega. Þannig fengu velflestir lífeyrissjóðir skerðingar upp á um 60%. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um hvað lífeyrissjóðirnir fengu úthlutað. Í svörum þeirra flestra kom fram að þeir fengu um 40% af þeirri upphæð sem þeir óskuðu eftir. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins fékk lang stærsta hlutinn eða um 3,9 milljarða. Hér að neðan má sjá hvað lífeyrissjóðir keyptu fyrir háar fjárhæðir í útboðinu í síðustu viku. Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki skilað uppgjöri vegna útboðsins þannig að það þarf að nálgast núverandi hluthafalista í bankanum í höfuðstöðvum Íslandsbanka en samkvæmt lögum mega aðeins hluthafar sjá listann. Fjárfestatengill situr þannig með viðkomandi og sýnir hluthafalistann en ekki má taka myndir af listanum sjálfum. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa páraði niður á fundinum fara nú hundrað fjárfestar með tæplega 90 prósenta eignahlut í Íslandsbanka. Hinir tæplega sextán þúsund eigendurnir eiga svo um tíu prósent. Tólf lífeyrissjóðir fara nú með tæplega fjórðungshlut í bankanum. En þeir keyptu allir í síðasta útboði og sést hlutur þeirra í bankanum á myndinni hér að neðan. Sex bankar og verðbréfasjóðir fara með ríflega sex prósenta hlut í Íslandsbanka en taka skal fram að bankarnir voru langmest að fjárfesta í útboðinu fyrir hönd viðskiptavina sinna samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum. Tíu af tólf stærstu erlendum fjárfestum í bankanum virðast vera að losa sig við hluti, merkt með rauðu á myndinni hér að neðan eða standa hjá í útboðinu, merkt með bláu. Þó skal tekið fram að uppgjör Bankasýslu ríkisins á útboðinu er ekki lokið og því gætu þær upplýsingar sem lágu fyrir í bankanum í dag breyst. Erlendu fjárfestarnir fara samtals með tæplega 8% hlut en hlutur erlendra fjárfesta var um 11% eftir síðasta útboð. Capital Group er lang stærsti erlendi hluthafinn og fer með 5,06% hlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu hluthafa Íslandsbanka og fara samanlagt með ríflega eitt prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gríðarleg umfram eftirspurn var í útboði Bankasýslunnar í Íslandsbanka í síðustu viku en um 430 svo kallaðir hæfir fjárfestar tóku þátt. Svo mikil var eftirspurnin að það þurfti að skerða hlut þeirra verulega. Þannig fengu velflestir lífeyrissjóðir skerðingar upp á um 60%. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um hvað lífeyrissjóðirnir fengu úthlutað. Í svörum þeirra flestra kom fram að þeir fengu um 40% af þeirri upphæð sem þeir óskuðu eftir. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins fékk lang stærsta hlutinn eða um 3,9 milljarða. Hér að neðan má sjá hvað lífeyrissjóðir keyptu fyrir háar fjárhæðir í útboðinu í síðustu viku. Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki skilað uppgjöri vegna útboðsins þannig að það þarf að nálgast núverandi hluthafalista í bankanum í höfuðstöðvum Íslandsbanka en samkvæmt lögum mega aðeins hluthafar sjá listann. Fjárfestatengill situr þannig með viðkomandi og sýnir hluthafalistann en ekki má taka myndir af listanum sjálfum. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa páraði niður á fundinum fara nú hundrað fjárfestar með tæplega 90 prósenta eignahlut í Íslandsbanka. Hinir tæplega sextán þúsund eigendurnir eiga svo um tíu prósent. Tólf lífeyrissjóðir fara nú með tæplega fjórðungshlut í bankanum. En þeir keyptu allir í síðasta útboði og sést hlutur þeirra í bankanum á myndinni hér að neðan. Sex bankar og verðbréfasjóðir fara með ríflega sex prósenta hlut í Íslandsbanka en taka skal fram að bankarnir voru langmest að fjárfesta í útboðinu fyrir hönd viðskiptavina sinna samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum. Tíu af tólf stærstu erlendum fjárfestum í bankanum virðast vera að losa sig við hluti, merkt með rauðu á myndinni hér að neðan eða standa hjá í útboðinu, merkt með bláu. Þó skal tekið fram að uppgjör Bankasýslu ríkisins á útboðinu er ekki lokið og því gætu þær upplýsingar sem lágu fyrir í bankanum í dag breyst. Erlendu fjárfestarnir fara samtals með tæplega 8% hlut en hlutur erlendra fjárfesta var um 11% eftir síðasta útboð. Capital Group er lang stærsti erlendi hluthafinn og fer með 5,06% hlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu hluthafa Íslandsbanka og fara samanlagt með ríflega eitt prósent hlutafjár í Íslandsbanka.
Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00
Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57