Innlent

Lögreglan í Noregi rannsakar brottnám íslenskra bræðra

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Móðirin er búsett í Reykjavík ásamt tveimur dætrum sínum. Nú eru þrír synir hennar komnir til Íslands í óþökk barnsföður hennar sem búsettur er í Noregi.
Móðirin er búsett í Reykjavík ásamt tveimur dætrum sínum. Nú eru þrír synir hennar komnir til Íslands í óþökk barnsföður hennar sem búsettur er í Noregi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan í Noregi hefur til rannsóknar brottnám þriggja íslenskra drengja á grunnskólaaldri frá Noregi í gær. Móðir drengjanna flutti drengina þrjá frá Noregi til Íslands í gær í óþökk föðurins.

Fréttastofa hefur bæði rætt við föður og móður barnanna og lögmenn þeirra í dag. Báðir foreldrar eru íslenskir. Faðirinn lýsir því að hafa verið lokkaður af heimili sínu í gær og við það tilefni hafi móðirin nýtt tækifærið og farið með drengina úr landi.

Faðirinn vann forræðismál fyrir dómstólum í Noregi og hefur forræði yfir drengjunum þremur sem hafa verið búsettir í Noregi. Tvær eldri dætur þeirra eru búsettar hjá móður sinni hér á landi.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að lögregluyfirvöld í Noregi hafi verið í sambandi vegna málsins. Það sé þeirra að svara fyrir málið.

Fréttastofa hefur ekki náð tali af lögreglunni í Noregi í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×