Dómararnir gætu æft með stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 09:00 Vonir standa til þess að hægt sé að auka gagnkvæman skilning á milli leikmanna og dómara með því að hleypa dómurum inn á æfingasvæði félaganna. Getty/Sebastian Frej Hugmynd Ralfs Rangnick, knattspyrnustjóra Manchester United, um að dómarar í ensku úrvalsdeildinni stundi sínar æfingar hjá félögunum í deildinni, gæti orðið að veruleika frá og með næstu leiktíð. Rangnick stakk upp á þessu á fundi þar sem knattspyrnustjórarnir í deildinni fengu tækifæri til að tjá skoðanir sínar með Mike Riley, yfirmanni dómaramála í Englandi, en Daily Mail fjallar um málið. Rangnick telur að með því að fá Anthony Taylor, Michael Oliver, Kevin Friend og aðra dómara inn á æfingasvæði félaganna geti það stuðlað að bættu sambandi á milli dómara og leikmanna og fækkað neikvæðum, fyrirframgefnum hugmyndum. Aðrir knattspyrnustjórar tóku vel í tillögu Rangnicks og nú munu Riley og félagar skoða málið betur og hver besta útfærslan yrði. Samkvæmt Daily Mail gæti þetta orðið að veruleika strax á næstu leiktíð. EXCL: Referees are set to train with Premier League clubs from next season in a bid to improve relationships with players | @MikeKeegan_DM https://t.co/PiPnuDYUbI— MailOnline Sport (@MailSport) March 29, 2022 Hugmyndin er sú að dómarar fengju aðgang að æfingasvæðum félaganna og myndu jafnframt dæma leiki þar. Fleiri mál voru rædd á fundinum og sögðu nokkrir stjóranna, þar á meðal Jürgen Klopp, Rangnick og Frank Lampard, mikla þörf fyrir meiri sérhæfingu og þjálfun myndbandsdómara. Þá sagði Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, ljóst að eitthvað þyrfti að breytast varðandi það hve lítið væri dæmt á leikaraskap leikmanna. Þar væri ekki farið eftir lagabókstafnum og að menn virtust „ekki mega tækla en mega dýfa sér“. Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Rangnick stakk upp á þessu á fundi þar sem knattspyrnustjórarnir í deildinni fengu tækifæri til að tjá skoðanir sínar með Mike Riley, yfirmanni dómaramála í Englandi, en Daily Mail fjallar um málið. Rangnick telur að með því að fá Anthony Taylor, Michael Oliver, Kevin Friend og aðra dómara inn á æfingasvæði félaganna geti það stuðlað að bættu sambandi á milli dómara og leikmanna og fækkað neikvæðum, fyrirframgefnum hugmyndum. Aðrir knattspyrnustjórar tóku vel í tillögu Rangnicks og nú munu Riley og félagar skoða málið betur og hver besta útfærslan yrði. Samkvæmt Daily Mail gæti þetta orðið að veruleika strax á næstu leiktíð. EXCL: Referees are set to train with Premier League clubs from next season in a bid to improve relationships with players | @MikeKeegan_DM https://t.co/PiPnuDYUbI— MailOnline Sport (@MailSport) March 29, 2022 Hugmyndin er sú að dómarar fengju aðgang að æfingasvæðum félaganna og myndu jafnframt dæma leiki þar. Fleiri mál voru rædd á fundinum og sögðu nokkrir stjóranna, þar á meðal Jürgen Klopp, Rangnick og Frank Lampard, mikla þörf fyrir meiri sérhæfingu og þjálfun myndbandsdómara. Þá sagði Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, ljóst að eitthvað þyrfti að breytast varðandi það hve lítið væri dæmt á leikaraskap leikmanna. Þar væri ekki farið eftir lagabókstafnum og að menn virtust „ekki mega tækla en mega dýfa sér“.
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira