Segir Messi ekki vera að snúa aftur á Nývang Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2022 22:05 Lionel Messi er í dag leikmaður PSG. Shaun Botterill/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, segir ekkert til í þeim sögusögnum að Lionel Messi sé að snúa aftur í raðir Börsunga. Hinn 34 ára gamli Lionel Messi hefur þrátt fyrir að skora tvö mörk og leggja upp önnur 11 í aðeins 18 deildarleikjum ekki átt dagana sæla í París. Hann gekk í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain síðasta sumar. Átti innkoma hans - og annarra magnaðra leikmanna - að lyfta félaginu á hærra plan og gera það líklegra til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það tókst ekki og nú eru orðrómar farnir á kreik þess efnis að Messi gæti snúið aftur til Katalóníu. Mikil dramatík einkenndi félagaskipti Messi enda vildi hann hvorki fara né félagið losna við hann. Reglur spænska knattspyrnusambandsins gerðu það hins vegar að verkum að Börsungar gátu ekki haldið Messi vegna þeirra himinháu launa sem hann var á. Nú er staðan önnur þökk sé Laporta og þeim gríðarháu lánum sem félagið hefur tekið. Því hafa orðrómar farið á kreik um að Messi gæti snúið aftur. Laporta skaut þá orðróma hins vegar niður í útvarpsviðtali sem hann fór í. Joan Laporta og Xavi er sá síðarnefndi var tilkynntur sem þjálfari Barcelona fyrr á leiktíðinni.Pedro Salado/Getty Images „Það hafa engar samræður átt sér stað við Lionel Messi um mögulega endurkomu til Barcelona. Sannleikurinn er sá að við erum ekki að skoða þann möguleika. Leo er Leo, hann er bestur – en slíkur samningur er ekki í myndinni hjá okkur.“ „Ég hef ekki fengið nein skilaboð frá Messi né umboðsmanni hans um mögulega endurkomu. Nývangur verður samt allt heimili hans,“ bætti forsetinn við. Messi vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður Barcelona. Alls spilaði hann 778 mótsleiki fyrir félagið, í þeim skoraði hann 672 mörk og lagði upp 303 til viðbótar. Er það met sem verður seint og líklega aldrei slegið. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Lionel Messi hefur þrátt fyrir að skora tvö mörk og leggja upp önnur 11 í aðeins 18 deildarleikjum ekki átt dagana sæla í París. Hann gekk í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain síðasta sumar. Átti innkoma hans - og annarra magnaðra leikmanna - að lyfta félaginu á hærra plan og gera það líklegra til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það tókst ekki og nú eru orðrómar farnir á kreik þess efnis að Messi gæti snúið aftur til Katalóníu. Mikil dramatík einkenndi félagaskipti Messi enda vildi hann hvorki fara né félagið losna við hann. Reglur spænska knattspyrnusambandsins gerðu það hins vegar að verkum að Börsungar gátu ekki haldið Messi vegna þeirra himinháu launa sem hann var á. Nú er staðan önnur þökk sé Laporta og þeim gríðarháu lánum sem félagið hefur tekið. Því hafa orðrómar farið á kreik um að Messi gæti snúið aftur. Laporta skaut þá orðróma hins vegar niður í útvarpsviðtali sem hann fór í. Joan Laporta og Xavi er sá síðarnefndi var tilkynntur sem þjálfari Barcelona fyrr á leiktíðinni.Pedro Salado/Getty Images „Það hafa engar samræður átt sér stað við Lionel Messi um mögulega endurkomu til Barcelona. Sannleikurinn er sá að við erum ekki að skoða þann möguleika. Leo er Leo, hann er bestur – en slíkur samningur er ekki í myndinni hjá okkur.“ „Ég hef ekki fengið nein skilaboð frá Messi né umboðsmanni hans um mögulega endurkomu. Nývangur verður samt allt heimili hans,“ bætti forsetinn við. Messi vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður Barcelona. Alls spilaði hann 778 mótsleiki fyrir félagið, í þeim skoraði hann 672 mörk og lagði upp 303 til viðbótar. Er það met sem verður seint og líklega aldrei slegið.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira