Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 10:31 Wayne Rooney og Marcus Rashford léku saman í Manchester United og enska landsliðinu. Getty/Simon Stacpoole Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. Rooney skoraði 253 mörk fyrir Manchester United og hinn 24 ára gamli Rashford á því langt í land með að ná því meti. Rashford hefur þó skorað 93 mörk í 297 leikjum fyrir United til þessa. Rashford hefur hins vegar gengið illa í vetur og aðeins skorað fimm mörk. Hlutverk hans hefur minnkað og frá áramótum hefur hann aðeins byrjað þrjá deildarleiki. Hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn á dögunum. Samkvæmt helsta félagaskiptafréttamanni fótboltans í dag, Fabrizio Romano, er Rashford farinn að velta fyrir sér að yfirgefa United en hann er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Rooney er hins vegar á því að Rashford eigi að hætta að hugsa um annað en að skora mörk fyrir United og slá á endanum markametið hjá félaginu. Rooney var viðstaddur fína samkomu í Manchester á laugardaginn þar sem hann sagði við The Sun: „Það að ná metinu og verða markahæstur í sögu United er helvíti rosalegt,“ og bætti við: „Það sem ég vona er að Marcus Rashford drullist til að taka hausinn út úr rassinum og fari og slái þetta met. Hann er Manchester-strákur.“ Wayne Rooney pleads with Man Utd's Marcus Rashford to get his "f***ing head out his a***"https://t.co/Ma9hlezbMj pic.twitter.com/iRMYxPGs6G— Mirror Football (@MirrorFootball) March 28, 2022 Vill taka við Manchester United The Sun hefur jafnframt eftir Rooney, sem er 36 ára og stýrir Derby, að hann hafi mikinn áhuga á að taka við sem knattspyrnustjóri Manchester United í framtíðinni: „Aðalástæðan fyrir því að ég gerðist knattspyrnustjóri er Manchester United. Ég fékk tilboð um að mæta í viðtal vegna starfsins hjá Everton. Ég vil verða stjóri Manchester United. Ég veit að ég er ekki tilbúinn en allar mínar áætlanir verða að miða að því að það verði einn daginn að veruleika.“ Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Rooney skoraði 253 mörk fyrir Manchester United og hinn 24 ára gamli Rashford á því langt í land með að ná því meti. Rashford hefur þó skorað 93 mörk í 297 leikjum fyrir United til þessa. Rashford hefur hins vegar gengið illa í vetur og aðeins skorað fimm mörk. Hlutverk hans hefur minnkað og frá áramótum hefur hann aðeins byrjað þrjá deildarleiki. Hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn á dögunum. Samkvæmt helsta félagaskiptafréttamanni fótboltans í dag, Fabrizio Romano, er Rashford farinn að velta fyrir sér að yfirgefa United en hann er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Rooney er hins vegar á því að Rashford eigi að hætta að hugsa um annað en að skora mörk fyrir United og slá á endanum markametið hjá félaginu. Rooney var viðstaddur fína samkomu í Manchester á laugardaginn þar sem hann sagði við The Sun: „Það að ná metinu og verða markahæstur í sögu United er helvíti rosalegt,“ og bætti við: „Það sem ég vona er að Marcus Rashford drullist til að taka hausinn út úr rassinum og fari og slái þetta met. Hann er Manchester-strákur.“ Wayne Rooney pleads with Man Utd's Marcus Rashford to get his "f***ing head out his a***"https://t.co/Ma9hlezbMj pic.twitter.com/iRMYxPGs6G— Mirror Football (@MirrorFootball) March 28, 2022 Vill taka við Manchester United The Sun hefur jafnframt eftir Rooney, sem er 36 ára og stýrir Derby, að hann hafi mikinn áhuga á að taka við sem knattspyrnustjóri Manchester United í framtíðinni: „Aðalástæðan fyrir því að ég gerðist knattspyrnustjóri er Manchester United. Ég fékk tilboð um að mæta í viðtal vegna starfsins hjá Everton. Ég vil verða stjóri Manchester United. Ég veit að ég er ekki tilbúinn en allar mínar áætlanir verða að miða að því að það verði einn daginn að veruleika.“
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira