George Clooney opnar á möguleikann á að kaupa enskt fótboltafélag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 09:30 George Clooney og eiginkona hans Amal Clooney á verðlaunahátíð í London. EPA-EFE/VICKIE FLORES Heimsfrægur bandarískur leikari gæti bæst í hóp þeirra útlendinga sem eiga knattspyrnufélag í Englandi. Hann útilokar ekki slík afskipti að enska boltanum. Margir ríkir útlendingar hafa komið inn í enska boltann á síðustu áratugum og flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum eða miðausturlöndum. Hollywood virðist vera að vakna líka. Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust Wrexham fyir ári síðan og nú gæti enn stærra nafn í Hollywood fylgt í þeirra fótspor. Það er alla vega draumurinn í Derbyshire sýslu. Hollywood star reveals to Derbyshire Life what sparked his interest in the Rams https://t.co/DSAxTrALsx— Derbyshire Life (@derbyshirelife) March 25, 2022 George Clooney er einn frægasti leikari heims og í nýju viðtali opnar hann fyrir möguleikann á því að kaupa enskt fótboltafélag. Við erum þó ekki að tala um Chelsea, sem er til sölu, heldur félag í miklum greiðsluvandræðum. Félagið sem Clooney hefur áhuga á er Derby County. Svo gæti nefnilega farið svo að George Clooney hjálpi knattspyrnustjóri Wayne Rooney að endurvekja þetta gamla stórveldi svo framarlega sem markahæsti leikmaður enska landsliðsins haldi þetta út. Derby er í miklum fjárhagsvandræðum og svo miklum að félagið þurfti að byrja tímabilið í ensku b-deildinni með 21 stig í mínus. Clooney talaði sjálfur um Derby í viðtali við tímaritið Derbyshire Life. George Clooney discusses buying Derby County pic.twitter.com/9RlsUW84Uu— Mirror Football (@MirrorFootball) March 27, 2022 „Derby er frábært fótboltafélag með frábæra sögu og ég er viss um að það á frábæra framtíð fyrir sér líka,“ sagði George Clooney í viðtalinu við Derbyshire Life. Hinn sextugi Clooney fékk áhuga á Derby Conty eftir að hann kynntist leikaranum Jack O'Connel sem er fæddur í Derbyshire. „Áhugi minn á fótbolta hefur vaxið mikið á síðustu árum og að eiga fótboltafélag er ef til vill það næstbesta á eftir því að spila fyrir félag. Kannski, einn daginn. Ég veit að það hafa verið vandræði undanfarið en það er ekkert sem ekki er hægt að laga,“ sagði Clooney. Þrátt fyrir öll mínus stigin þá hefur Derby átt gott tímabil. Liðið er vissulega í síðasta sæti deildarinnar en á enn möguleika á að bjarga sér frá falli í C-deild sem er magnað miðað við það að byrja í -21 stigi. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira
Margir ríkir útlendingar hafa komið inn í enska boltann á síðustu áratugum og flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum eða miðausturlöndum. Hollywood virðist vera að vakna líka. Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust Wrexham fyir ári síðan og nú gæti enn stærra nafn í Hollywood fylgt í þeirra fótspor. Það er alla vega draumurinn í Derbyshire sýslu. Hollywood star reveals to Derbyshire Life what sparked his interest in the Rams https://t.co/DSAxTrALsx— Derbyshire Life (@derbyshirelife) March 25, 2022 George Clooney er einn frægasti leikari heims og í nýju viðtali opnar hann fyrir möguleikann á því að kaupa enskt fótboltafélag. Við erum þó ekki að tala um Chelsea, sem er til sölu, heldur félag í miklum greiðsluvandræðum. Félagið sem Clooney hefur áhuga á er Derby County. Svo gæti nefnilega farið svo að George Clooney hjálpi knattspyrnustjóri Wayne Rooney að endurvekja þetta gamla stórveldi svo framarlega sem markahæsti leikmaður enska landsliðsins haldi þetta út. Derby er í miklum fjárhagsvandræðum og svo miklum að félagið þurfti að byrja tímabilið í ensku b-deildinni með 21 stig í mínus. Clooney talaði sjálfur um Derby í viðtali við tímaritið Derbyshire Life. George Clooney discusses buying Derby County pic.twitter.com/9RlsUW84Uu— Mirror Football (@MirrorFootball) March 27, 2022 „Derby er frábært fótboltafélag með frábæra sögu og ég er viss um að það á frábæra framtíð fyrir sér líka,“ sagði George Clooney í viðtalinu við Derbyshire Life. Hinn sextugi Clooney fékk áhuga á Derby Conty eftir að hann kynntist leikaranum Jack O'Connel sem er fæddur í Derbyshire. „Áhugi minn á fótbolta hefur vaxið mikið á síðustu árum og að eiga fótboltafélag er ef til vill það næstbesta á eftir því að spila fyrir félag. Kannski, einn daginn. Ég veit að það hafa verið vandræði undanfarið en það er ekkert sem ekki er hægt að laga,“ sagði Clooney. Þrátt fyrir öll mínus stigin þá hefur Derby átt gott tímabil. Liðið er vissulega í síðasta sæti deildarinnar en á enn möguleika á að bjarga sér frá falli í C-deild sem er magnað miðað við það að byrja í -21 stigi.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira