Draumur óléttrar Dagnýjar rættist Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 07:30 Dagný Brynjarsdóttir og Brynjar Atli sonur hennar voru eitt sólskinsbros þegar þau fengu óvænt að hittast fyrir leik í gær að frumkvæði forráðamanna West Ham. @westhamwomen/Getty Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins West Ham komu íslensku landsliðskonunni Dagnýju Brynjarsdóttur afar skemmtilega á óvart fyrir leikinn við Brighton í Lundúnum í gær. Áður en að leikmenn gengu inn á völlinn í gær kom óvæntur gestur að hitta Dagnýju og liðsfélaga hennar. Það var hinn þriggja ára gamli Brynjar Atli, sonur Dagnýjar, sem í tilefni af mæðradeginum í Bretlandi fékk að leiða mömmu sína inn á völlinn. We had a very special mascot for today's match to celebrate #MothersDay ❤️⚒ @dagnybrynjars pic.twitter.com/D3iaBk3ADK— West Ham United Women (@westhamwomen) March 27, 2022 Af myndum að dæma kom uppátæki West Ham-manna Dagnýju mjög skemmtilega á óvart og þrátt fyrir að vera vissulega svekkt eftir 2-0 tap í leiknum þakkaði hún félaginu fyrir ógleymanlega stund. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Miður mín yfir því að við skyldum ekki fá neitt út úr leiknum í dag. Þetta hefði verið fullkomið með sigri. Í dag fékk ég að ganga inn á völlinn, haldandi í hönd sonar míns í fyrsta sinn frá því að hann fæddist. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig, fyrir okkur bæði,“ skrifaði Dagný á Instagram eftir leik. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var ólétt. Þetta var draumur sem rættist. Takk fyrir þessa óvæntu stund West Ham Women. Ég hlakkaði svo mikið til að taka í fyrsta sinn mynd af mér með syni mínum eftir leik. Þakklát fyrir þetta ótrúlega félag, starfsfólkið og liðsfélagana,“ skrifaði Dagný og óskaði öllum „mögnuðu mömmunum þarna úti“ til hamingju með daginn. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný er að vanda í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar vegna leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékkland í undankeppni HM. Fyrst á hún þó fyrir höndum leik með West Ham gegn Manchester City næsta laugardag. West Ham er í 7. sæti af tólf liðum ensku úrvalsdeildarinnar, nú stigi á eftir Brighton, en City er í 4. sæti. Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Sjá meira
Áður en að leikmenn gengu inn á völlinn í gær kom óvæntur gestur að hitta Dagnýju og liðsfélaga hennar. Það var hinn þriggja ára gamli Brynjar Atli, sonur Dagnýjar, sem í tilefni af mæðradeginum í Bretlandi fékk að leiða mömmu sína inn á völlinn. We had a very special mascot for today's match to celebrate #MothersDay ❤️⚒ @dagnybrynjars pic.twitter.com/D3iaBk3ADK— West Ham United Women (@westhamwomen) March 27, 2022 Af myndum að dæma kom uppátæki West Ham-manna Dagnýju mjög skemmtilega á óvart og þrátt fyrir að vera vissulega svekkt eftir 2-0 tap í leiknum þakkaði hún félaginu fyrir ógleymanlega stund. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Miður mín yfir því að við skyldum ekki fá neitt út úr leiknum í dag. Þetta hefði verið fullkomið með sigri. Í dag fékk ég að ganga inn á völlinn, haldandi í hönd sonar míns í fyrsta sinn frá því að hann fæddist. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig, fyrir okkur bæði,“ skrifaði Dagný á Instagram eftir leik. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var ólétt. Þetta var draumur sem rættist. Takk fyrir þessa óvæntu stund West Ham Women. Ég hlakkaði svo mikið til að taka í fyrsta sinn mynd af mér með syni mínum eftir leik. Þakklát fyrir þetta ótrúlega félag, starfsfólkið og liðsfélagana,“ skrifaði Dagný og óskaði öllum „mögnuðu mömmunum þarna úti“ til hamingju með daginn. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný er að vanda í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar vegna leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékkland í undankeppni HM. Fyrst á hún þó fyrir höndum leik með West Ham gegn Manchester City næsta laugardag. West Ham er í 7. sæti af tólf liðum ensku úrvalsdeildarinnar, nú stigi á eftir Brighton, en City er í 4. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Sjá meira