Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Snorri Másson skrifar 27. mars 2022 20:31 Frá Norðlingaholti í dag. Vísir/Bjarni Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. Geysimikið gróðurlendi við Norðlingaholt og Rauðhóla er komið undir vatn eftir að áin Bugða flæddi yfir bakka sína um helgina. Sjá má afleiðingar þessa skýrt í myndbrotinu hér að ofan. „Vorið er á leiðinni þó að við fáum alltaf hret af og til og kólnun. Svona atburðir eftir því hvenær þeir koma á vorin og hvað það er mikill snjór, þá eru þeir misstórir og ef þetta hefði gerst kannski í apríl, hefðum við kannski fengið meira langvarandi hlýnun og flóðið orðið stærra,“ segir Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni. Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni.Vísir/Bjarni Þetta er sem sagt síst eins slæmt og þetta gæti orðið, en í Borgarfirði er þetta þó ekki án afleiðinga. Við Ferjukot nálægt Hvanneyri flæddi Hvítá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að vegurinn fór í sundur að norðanverðu. Á tveimur stöðum við Hvítársíðuveg gerðist slíkt hið sama en sums staðar hefur þegar verið gert við veginn. Leysingar hafa viðsjárverðar afleiðingar í Borgarfirði.Aðsend mynd „Það var mikil rigning í Borgarfirði í gær og hitinn fór upp fyrir átta gráður við Hvanneyri og sennilega ekki alveg svona hlýtt inn til landsins. En þar húrraði snjórinn niður, eins og í Andakílnum, þar kom mikil leysing úr Skarðsheiðinni og fór í Andakílsá,“ segir Kristjana. Sjaldgæft er að Elliðaár flæði eins mikið yfir bakka sína og nú. Að sögn Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands má að hluta til rekja mikið flóðið til inngrips manna; nefnilega göngu- og hestabrúar, sem þrengir verulega að Bugðu. Áin var í dag komin alveg upp að brúargólfi. Manngerð brú þrengir að Bugðu.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Veður Reykjavík Tengdar fréttir Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Geysimikið gróðurlendi við Norðlingaholt og Rauðhóla er komið undir vatn eftir að áin Bugða flæddi yfir bakka sína um helgina. Sjá má afleiðingar þessa skýrt í myndbrotinu hér að ofan. „Vorið er á leiðinni þó að við fáum alltaf hret af og til og kólnun. Svona atburðir eftir því hvenær þeir koma á vorin og hvað það er mikill snjór, þá eru þeir misstórir og ef þetta hefði gerst kannski í apríl, hefðum við kannski fengið meira langvarandi hlýnun og flóðið orðið stærra,“ segir Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni. Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni.Vísir/Bjarni Þetta er sem sagt síst eins slæmt og þetta gæti orðið, en í Borgarfirði er þetta þó ekki án afleiðinga. Við Ferjukot nálægt Hvanneyri flæddi Hvítá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að vegurinn fór í sundur að norðanverðu. Á tveimur stöðum við Hvítársíðuveg gerðist slíkt hið sama en sums staðar hefur þegar verið gert við veginn. Leysingar hafa viðsjárverðar afleiðingar í Borgarfirði.Aðsend mynd „Það var mikil rigning í Borgarfirði í gær og hitinn fór upp fyrir átta gráður við Hvanneyri og sennilega ekki alveg svona hlýtt inn til landsins. En þar húrraði snjórinn niður, eins og í Andakílnum, þar kom mikil leysing úr Skarðsheiðinni og fór í Andakílsá,“ segir Kristjana. Sjaldgæft er að Elliðaár flæði eins mikið yfir bakka sína og nú. Að sögn Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands má að hluta til rekja mikið flóðið til inngrips manna; nefnilega göngu- og hestabrúar, sem þrengir verulega að Bugðu. Áin var í dag komin alveg upp að brúargólfi. Manngerð brú þrengir að Bugðu.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46