Þórdís Erla bæjarlistarmaður Seltjarnarness Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. mars 2022 09:43 Þórdís Erla Zoëga myndlistarkona og bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022. Kristín Arnþórsdóttir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistarmaður Seltjarnarness árið 2022 við hátíðlega athöfn á bókasafni bæjarins föstudaginn 25. mars síðastliðinn. Þórdís Erla Zoëga er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam og diplómu í vefþróun úr Vefskólanum. Þórdís hefur rannsakað myndheim skynjunar og sjónrænnar villu í innsetningum sínum sem oft eru staðsettar milli skúlptúrs og hreyfimyndar, og þá sérstaklega notkun á litbreytifilmu, segir í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. „Þórdís Erla var tilnefnd til Grímunnar árið 2016 fyrir Búninga ársins í verkinu Dada Dans sem var unnið í samvinnu við Íslenska Dansflokkinn. Hún stofnaði nýverið hönnunarstúdíóið Stúdíó Flötur ásamt manni sínum og grafíska hönnuðinum Kristjáni Jóni Pálssyni. Stúdíó Flötur sérhannar vínylmottur í takmörkuðu upplagi og hugsa rými heimilisins fyrir listaverk á nýjan hátt,“ segir enn fremur. Þórdís Erla hefur víða haldið myndlistarsýningar, til að mynda í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín og í Tékklandi. Hér á Íslandi hefur hún einnig komið víða við en hún hefur meðal annars gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn og sýnt í D-sal Hafnarhússins. Þetta er í tuttugasta og sjötta sinn sem Seltjarnarnesbær veitir viðurkenninguna. Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar bæjarins veitti Þórdísi Erlu viðurkenningarskjal ásamt einnar milljónar krónu starfsstyrk. Í tilefni af útnefningu bæjarlistarmannsins hefur verið sett upp sýning á Bókasafni Seltjarnarness og fólk er hvatt til að kynna sér sýninguna. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Þórdís Erla Zoëga bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 og Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness.Kristín Arnþórsdóttir Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þórdís Erla Zoëga er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam og diplómu í vefþróun úr Vefskólanum. Þórdís hefur rannsakað myndheim skynjunar og sjónrænnar villu í innsetningum sínum sem oft eru staðsettar milli skúlptúrs og hreyfimyndar, og þá sérstaklega notkun á litbreytifilmu, segir í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. „Þórdís Erla var tilnefnd til Grímunnar árið 2016 fyrir Búninga ársins í verkinu Dada Dans sem var unnið í samvinnu við Íslenska Dansflokkinn. Hún stofnaði nýverið hönnunarstúdíóið Stúdíó Flötur ásamt manni sínum og grafíska hönnuðinum Kristjáni Jóni Pálssyni. Stúdíó Flötur sérhannar vínylmottur í takmörkuðu upplagi og hugsa rými heimilisins fyrir listaverk á nýjan hátt,“ segir enn fremur. Þórdís Erla hefur víða haldið myndlistarsýningar, til að mynda í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín og í Tékklandi. Hér á Íslandi hefur hún einnig komið víða við en hún hefur meðal annars gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn og sýnt í D-sal Hafnarhússins. Þetta er í tuttugasta og sjötta sinn sem Seltjarnarnesbær veitir viðurkenninguna. Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar bæjarins veitti Þórdísi Erlu viðurkenningarskjal ásamt einnar milljónar krónu starfsstyrk. Í tilefni af útnefningu bæjarlistarmannsins hefur verið sett upp sýning á Bókasafni Seltjarnarness og fólk er hvatt til að kynna sér sýninguna. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Þórdís Erla Zoëga bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 og Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness.Kristín Arnþórsdóttir
Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira