Arnar Þór: Svekktir að hafa ekki náð í sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 26. mars 2022 19:35 Arnar Þór Viðarsson EPA-EFE/Robert Ghement A-landslið karla í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við Finnland í vináttuleik á Spáni í dag. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og var sáttur við leikinn en hefði þó viljað stela sigrinum. „Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með leikinn. Ég held við séum bara svekktir að hafa ekki náð í sigur. Leikurinn byrjaði, fram að markinu þeirra, bara rólega bæði hjá þeim og hjá okkur. Svo skora þeir mark sem við hefðum getað gert betur í en við vitum að Pukki er mikill markaskorari og góður í að koma sér í stöður. Það kom svona smá á okkur við markið en mér fannst við bregðast mjög vel við og undir lok fyrri háfleiksins þá fannst mér við vera komnir með yfirhöndina, vorum farnir að skapa færi og skorum gott mark. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn bara vera mjög góður,“ sagði Arnar Þór. Íslenska liðið gerði sex skiptingar á meðan á leiknum stóð og var Arnar mjög ánægður með þá sem komu inn. „Ég var mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inná. Megum ekki gleyma því að það eru ansi margir í liðinu hjá okkur sem eru ekki að spila mjög mikið hjá sínu félagsliði og ég var ánægður með þá,“ sagði Arnar. Fram undan er leikur gegn Spánverjum á þriðjudag. Arnar Þór reiknar með breytingum fyrir þann leik en hefur ekki enn þá ákveðið hvaða breytingar það verða. „Ég er eiginlega ekkert byrjaður að pæla í næsta leik. Við ætlum að loka þessum leik á morgun og ég fæ frá læknateyminu í fyrramálið skýrslu hverjir geta hvað. Það voru mikil hlaup á sumum og það gætu verið einhverjar breytingar og mjög líklega einhverjar en ég ætla ekki að velja lið fyrir Spánverjana fyrr en bara eftir tvo daga,“ sagði Arnar Þór að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og var sáttur við leikinn en hefði þó viljað stela sigrinum. „Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með leikinn. Ég held við séum bara svekktir að hafa ekki náð í sigur. Leikurinn byrjaði, fram að markinu þeirra, bara rólega bæði hjá þeim og hjá okkur. Svo skora þeir mark sem við hefðum getað gert betur í en við vitum að Pukki er mikill markaskorari og góður í að koma sér í stöður. Það kom svona smá á okkur við markið en mér fannst við bregðast mjög vel við og undir lok fyrri háfleiksins þá fannst mér við vera komnir með yfirhöndina, vorum farnir að skapa færi og skorum gott mark. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn bara vera mjög góður,“ sagði Arnar Þór. Íslenska liðið gerði sex skiptingar á meðan á leiknum stóð og var Arnar mjög ánægður með þá sem komu inn. „Ég var mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inná. Megum ekki gleyma því að það eru ansi margir í liðinu hjá okkur sem eru ekki að spila mjög mikið hjá sínu félagsliði og ég var ánægður með þá,“ sagði Arnar. Fram undan er leikur gegn Spánverjum á þriðjudag. Arnar Þór reiknar með breytingum fyrir þann leik en hefur ekki enn þá ákveðið hvaða breytingar það verða. „Ég er eiginlega ekkert byrjaður að pæla í næsta leik. Við ætlum að loka þessum leik á morgun og ég fæ frá læknateyminu í fyrramálið skýrslu hverjir geta hvað. Það voru mikil hlaup á sumum og það gætu verið einhverjar breytingar og mjög líklega einhverjar en ég ætla ekki að velja lið fyrir Spánverjana fyrr en bara eftir tvo daga,“ sagði Arnar Þór að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15