Handbolti

„Lykilatriði að fá framlag frá mörgum leikmönnum“

Dagur Lárusson skrifar
Ágúst var sáttur með sigurinn.
Ágúst var sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni í dag.

Valur vann þá sex marka sigur á Stjörnunni og saxaði á Framkonur sem tróna á toppi deildarinnar.

,,Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, varnarleikurinn var virkilega góður fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar,” byrjaði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik.

,,Eins og ég segi, vörnin mjög góð og markvarslan líka en svo náðum við að keyra vel í bakið á þeim og fannst við heilt yfir spila mjög vel,” hélt Ágúst áfram.

Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst í 5-0 forystu en þá tók Ágúst leikhlé.

,,Nei það var nú ekki áherslubreytingar í því leikhlé. Við byrjuðum bara með smá værukærð sem ég var ekkert alltof ánægður með en þá einmitt stigum við aðeins á bensíngjöfina og fórum í gang hægt og rólega og vorum síðan yfir með fjórum mörkum í hálfleiknum.”

Ágúst sagði að lykilinn að sigrinum hafði verið framlag frá mörgum leikmönnum.

,,Ég held að lykilinn að þessum sigri hafi verið það að við vorum að fá framlag frá mörgum leikmönnum. Við vorum til dæmis að fá Mariam aftur inn og það er mjög jákvætt.”

Mikil stemning var í Vals liðinu í leiknum og kórónaðist sú stemning er Signý Pála kom í markið undir loks leiksins, varði tvö skot við mikinn fögnuði liðsfélaga sinna.

,,Það er alltaf gaman að sjá svona stemningu í sínu liði og það er bara jákvætt fyrir framhaldið,” endaði Ágúst á að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×