Viðskiptavinur kom starfsmönnum Domino's til bjargar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 10:48 Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að starfsfólkið sé alltaf sett í fyrsta sæti. Samsett Ósáttur kúnni kastaði pizzu í starfsmann Domino‘s í Skeifunni rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Vaskur viðskiptavinur kom starfsmönnum verslunarinnar til bjargar og forstjóri segir að starfsmanninum hafi ekki orðið meint af. Hann leitar nú að bjargvættinum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einstaklingarnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi segir atvik á borð við þessi alltaf leiðinleg. Málið fari sinn veg hjá lögreglunni en fyrirtækið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort til standi að kæra. Taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun „Hann verður reiður einhver kúnni því hann taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun og hafði í hótunum við starfsfólkið. Eftir einhverjar hótanir fram og til baka til starfsfólksins þá kemur vaskur viðskiptavinur og fleygir honum út. Og það endar með því að hann fleygir þarna frá sér einhverjum vörum og svona. Búðinni var í raun ekki lokað en við ræstum út rekstrarteymið okkar. Við töluðum við viðkomandi starfsmann og það var allt í góðu,“ segir Magnús og bætir við að starfsmaðurinn hafi kosið að vinna áfram. Honum hafi þó að sjálfsögðu staðið til boða að fara heim. Vill þakka viðskiptavininum fyrir hjálpina Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort margir hafi verið inni á Domino‘s þegar atvikið átti sér stað en segist þakklátur fyrir aðstoð viðskiptavinarins. „Það er fyrst og fremst geggjað að viðskiptavinur hafi stokkið inn og hjálpað til. Og við erum að reyna að leita viðkomandi uppi til að geta launað honum hjálpina. Ef hann vill gefa sig fram þá væri það mjög gott,“ segir Magnús og kveðst vilja launa honum ríkulega fyrir hjálpina. „Það er starfsfólkið manns sem maður hefur áhyggjur af, mér er alveg sama um pizzuna,“ segir Magnús Hafliðson forstjóri Domino's. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einstaklingarnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi segir atvik á borð við þessi alltaf leiðinleg. Málið fari sinn veg hjá lögreglunni en fyrirtækið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort til standi að kæra. Taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun „Hann verður reiður einhver kúnni því hann taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun og hafði í hótunum við starfsfólkið. Eftir einhverjar hótanir fram og til baka til starfsfólksins þá kemur vaskur viðskiptavinur og fleygir honum út. Og það endar með því að hann fleygir þarna frá sér einhverjum vörum og svona. Búðinni var í raun ekki lokað en við ræstum út rekstrarteymið okkar. Við töluðum við viðkomandi starfsmann og það var allt í góðu,“ segir Magnús og bætir við að starfsmaðurinn hafi kosið að vinna áfram. Honum hafi þó að sjálfsögðu staðið til boða að fara heim. Vill þakka viðskiptavininum fyrir hjálpina Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort margir hafi verið inni á Domino‘s þegar atvikið átti sér stað en segist þakklátur fyrir aðstoð viðskiptavinarins. „Það er fyrst og fremst geggjað að viðskiptavinur hafi stokkið inn og hjálpað til. Og við erum að reyna að leita viðkomandi uppi til að geta launað honum hjálpina. Ef hann vill gefa sig fram þá væri það mjög gott,“ segir Magnús og kveðst vilja launa honum ríkulega fyrir hjálpina. „Það er starfsfólkið manns sem maður hefur áhyggjur af, mér er alveg sama um pizzuna,“ segir Magnús Hafliðson forstjóri Domino's. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36