Íþróttakennarar segja alveg óþarft að banna píptestin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2022 18:17 Hulda Bjarkar íþróttakennari segir að frammistöðukvíði sé eðlilegur. Það skipti máli að láta börn yfirstíga hindranir, enda líði þeim betur fyrir vikið. Vísir/Vilhelm Íþróttakennari kveðst hissa á tilmælum Umboðsmanns barna sem vill banna svokölluð „píp-test“ í grunnskóla. Umboðsmaður vill helst banna prófin en íþróttakennarar segja bannið óþarft og telja áhyggjuefni að þeim sé ekki treyst fyrir íþróttakennslu. Píp-testin eru próf sem íþróttakennarar nota til að mæla þol nemenda. Prófið snýst um að nemendur hlaupi ákveðið margar ferðir og hraðinn eykst eftir því sem lengra líður á prófið. Krakkarnir hlaupa þar til þau geta ekki meir. Aðdraganda málsins má rekja til þess að umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem umboðsmaður lagði til að hætt yrði að framkvæma píp-test í grunnskólum á unglingastigi. Hún taldi prófin meðal annars geta verið kvíðavaldandi og í einhverjum tilfellum niðurlægjandi fyrir grunnskólabörn. Umboðsmaður segir að dæmi séu um að börn hafi ofreynt sig í prófunum. Þá þurfi nemendur, sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, að setjast niður og fylgjast með þangað til aðeins einn standi eftir. Enginn neyddur í píptestin Hulda Bjarkar íþróttakennari var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segir varhugavert að grípa rakleiðis til þess að banna hlutina, vegna upplifunar nokkurra nemenda. Enginn verði neyddur í slík próf. „Börn sem glíma með kvíða, við mætum þeim að sjálfsögðu. Við erum ekki að draga neinn á hárinu áfram eftir gólfinu. Ef það er einhver sem er með raunverulegan kvíða fyrir því að framkvæma þetta píptest, þá er sá nemandi að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Alveg eins og við myndum ekki neyða nokkurn mann í stærðfræðipróf sem væri ælandi úr kvíða,“ segir Hulda. Hún segir prófið henta vel til að mæla þol nemenda í samræmi við aðalnámskrá. Prófið sé staðlað og þannig sitji allir við sama borð. Hún harmar að íþróttakennurum sé ekki gefið meira traust til að meta hvaða aðferðir henti best til íþróttakennslu. „Það gleymist ofboðslega að gefa því verðskuldaða athygli að við förum í fimm ár í háskóla. Við eigum að lesa í aðstæður og við getum alveg lesið í aðstæður. Og það má alveg treysta okkur sem fagstétt að dæma þar á,“ segir hún. Börn þurfi að læra að takast á við mótlæti Hulda kveðst þó ekki vilja gera lítið úr upplifunum nemenda og bætir við að fleiri gætu hafa fundist prófin óþægileg. Hún segir að börn verði þó að læra að takast á við mótlæti; það þurfi ekki alltaf að vera bestur. „Það er einhver sem að mun æla eftir [fótbolta]æfingu af því hann er með svo mikið keppnisskap eða ætlaði sér svo mikið. Það eru bara tíu prósent barna sem eiga að vera framúrskarandi og restin á bara að falla í meðalnorm. Ef við hættum að fá tækifæri til að kenna börnum það, að það sé ekki í lagi að vera fyrstur, þá er ég rosalega hrædd um að við séum að fá samfélag þar sem allir bugast strax,“ segir Hulda. Reykjavík Íþróttir barna Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Píp-testin eru próf sem íþróttakennarar nota til að mæla þol nemenda. Prófið snýst um að nemendur hlaupi ákveðið margar ferðir og hraðinn eykst eftir því sem lengra líður á prófið. Krakkarnir hlaupa þar til þau geta ekki meir. Aðdraganda málsins má rekja til þess að umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem umboðsmaður lagði til að hætt yrði að framkvæma píp-test í grunnskólum á unglingastigi. Hún taldi prófin meðal annars geta verið kvíðavaldandi og í einhverjum tilfellum niðurlægjandi fyrir grunnskólabörn. Umboðsmaður segir að dæmi séu um að börn hafi ofreynt sig í prófunum. Þá þurfi nemendur, sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, að setjast niður og fylgjast með þangað til aðeins einn standi eftir. Enginn neyddur í píptestin Hulda Bjarkar íþróttakennari var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segir varhugavert að grípa rakleiðis til þess að banna hlutina, vegna upplifunar nokkurra nemenda. Enginn verði neyddur í slík próf. „Börn sem glíma með kvíða, við mætum þeim að sjálfsögðu. Við erum ekki að draga neinn á hárinu áfram eftir gólfinu. Ef það er einhver sem er með raunverulegan kvíða fyrir því að framkvæma þetta píptest, þá er sá nemandi að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Alveg eins og við myndum ekki neyða nokkurn mann í stærðfræðipróf sem væri ælandi úr kvíða,“ segir Hulda. Hún segir prófið henta vel til að mæla þol nemenda í samræmi við aðalnámskrá. Prófið sé staðlað og þannig sitji allir við sama borð. Hún harmar að íþróttakennurum sé ekki gefið meira traust til að meta hvaða aðferðir henti best til íþróttakennslu. „Það gleymist ofboðslega að gefa því verðskuldaða athygli að við förum í fimm ár í háskóla. Við eigum að lesa í aðstæður og við getum alveg lesið í aðstæður. Og það má alveg treysta okkur sem fagstétt að dæma þar á,“ segir hún. Börn þurfi að læra að takast á við mótlæti Hulda kveðst þó ekki vilja gera lítið úr upplifunum nemenda og bætir við að fleiri gætu hafa fundist prófin óþægileg. Hún segir að börn verði þó að læra að takast á við mótlæti; það þurfi ekki alltaf að vera bestur. „Það er einhver sem að mun æla eftir [fótbolta]æfingu af því hann er með svo mikið keppnisskap eða ætlaði sér svo mikið. Það eru bara tíu prósent barna sem eiga að vera framúrskarandi og restin á bara að falla í meðalnorm. Ef við hættum að fá tækifæri til að kenna börnum það, að það sé ekki í lagi að vera fyrstur, þá er ég rosalega hrædd um að við séum að fá samfélag þar sem allir bugast strax,“ segir Hulda.
Reykjavík Íþróttir barna Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira