Stjórnvöld hætta að niðurgreiða hraðpróf Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 15:51 Endurgjaldslaus hraðpróf og PCR verða áfram í boði hjá heilsugæslunni. Vísir/Vilhelm Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19 fellur úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Með tilkomu reglugerðarinnar gátu einkafyrirtæki boðið fólki upp á endurgjaldslaus hraðpróf. Eftir að reglugerðin fellur úr gildi verður einkennasýnataka hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum áfram endurgjaldslaus, bæði hraðpróf og PCR. Sem fyrr þurfa einkennalausir þó að greiða sjö þúsund krónur fyrir PCR-próf til að fá vottorð vegna ferðalaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi. Ætla að auka áhersluna aftur á PCR-próf Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að til skoðunar sé að auka áhersluna á PCR-próf á Suðurlandsbraut og hraðprófin verði þá frekar á vegum einkaaðila. „Núna erum við að gera hvoru tveggja og sóttvarnalæknir mælir til þess að við tökum fleiri PCR.“ Í dag fær fólk sem pantar sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu í Heilsuveru sjálfkrafa strikamerki í hraðpróf á Suðurlandsbraut en því verður hugsanlega breytt í PCR eftir næstu helgi. „Greiningagetan er orðin það góð núna hjá Landspítalanum og þeir treysta sér alveg í mun fleiri sýni. Þetta eru betri próf og það er til nóg af hvarfefnum hjá spítalanum svo það fellur allt með því að nota PCR-prófin meira núna,“ segir Ragnheiður. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Eftir að reglugerðin fellur úr gildi verður einkennasýnataka hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum áfram endurgjaldslaus, bæði hraðpróf og PCR. Sem fyrr þurfa einkennalausir þó að greiða sjö þúsund krónur fyrir PCR-próf til að fá vottorð vegna ferðalaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi. Ætla að auka áhersluna aftur á PCR-próf Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að til skoðunar sé að auka áhersluna á PCR-próf á Suðurlandsbraut og hraðprófin verði þá frekar á vegum einkaaðila. „Núna erum við að gera hvoru tveggja og sóttvarnalæknir mælir til þess að við tökum fleiri PCR.“ Í dag fær fólk sem pantar sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu í Heilsuveru sjálfkrafa strikamerki í hraðpróf á Suðurlandsbraut en því verður hugsanlega breytt í PCR eftir næstu helgi. „Greiningagetan er orðin það góð núna hjá Landspítalanum og þeir treysta sér alveg í mun fleiri sýni. Þetta eru betri próf og það er til nóg af hvarfefnum hjá spítalanum svo það fellur allt með því að nota PCR-prófin meira núna,“ segir Ragnheiður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19
Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52