Furðar sig á öryggisleiðbeiningum sem eru einungis á ensku Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 21:51 Eiríkur smellti mynd af leiðbeiningunum sem vöktu furðu hans þegar hann gekk hjá þeim í Árnagarði. Vísir/Vilhelm Prófessor emeritus í íslenskri málfræði furðar sig á því að lífsnauðsynlegar upplýsingar við hlið nýs hjartastuðtækis í Háskóla Íslands séu einungis á ensku en ekki íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, var á gangi um Árnagarð, þar sem íslenskudeild Háskóla Íslands er til húsa, þegar hann rak augun í glænýtt hjartastuðtæki sem komið hafði verið fyrir á vegg byggingarinnar. „Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku,“ segir Eiríkur í færslu á facebook-hópnum Málspjallið, þar sem áhugafólk um íslenskt mál á oft í líflegum umræðum. Hann skorar á meðlimi hópsins að beita sér fyrir því að með slíkum tækjum fylgi leiðbeiningar á íslensku auk enskunnar, séu þau í þeirra umsjá eða á þeirra vinnustað. Meðlimir taka undir með Eiríki og segir einn að málið sé hálfgert hneyksli Hér má sjá hjartastuðtækið og leiðbeiningarnar umdeildu.Facebook Þó Eiríkur riti færsluna undir yfirskriftinni Það vantar íslensku í Árnagarð!, segir hann í samtali við Vísi að staðsetningin sé ekki aðalvandamálið. Honum þykir umhugsunarvert að það þyki eðlilegt og sjálfsagt að setja upp tæki með leiðbeiningum sem eru einungis á ensku, hvar sem þau eru. „Náttúrulega alveg sérstaklega með svona öryggistæki. Þar sem þetta getur verið spurning um líf eða dauða og snöggar aðgerðir. Þá er ekki heppilegt að fólk velkist í vafa um merkingu einhverja orða eða þurfi að fara að fletta upp í orðabók. Þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að leiðbeiningar séu á íslensku, en vitanlega þurfa þær að vera á ensku líka,“ segir hann. Gegn málstefnu skólans Eiríkur segir Háskóla Íslands hafa sérstaka málstefnu þar sem lögð er áhersla á það að íslenska sé mál skólans. Hann þekkir vel til hennar enda var hann formaður nefndar sem samdi málstefnuna á sínum tíma. „Jú, þar er lögð áhersla á það að íslenska sé mál háskólans og það eigi að nota íslensku alls staðar þar sem því verður við komið. Það þurfi að vera einhver sérstök ástæða fyrir því ef hún er ekki notuð, þannig að þetta er greinilega ekki í samræmi við hana,“ segir hann. Háskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, var á gangi um Árnagarð, þar sem íslenskudeild Háskóla Íslands er til húsa, þegar hann rak augun í glænýtt hjartastuðtæki sem komið hafði verið fyrir á vegg byggingarinnar. „Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku,“ segir Eiríkur í færslu á facebook-hópnum Málspjallið, þar sem áhugafólk um íslenskt mál á oft í líflegum umræðum. Hann skorar á meðlimi hópsins að beita sér fyrir því að með slíkum tækjum fylgi leiðbeiningar á íslensku auk enskunnar, séu þau í þeirra umsjá eða á þeirra vinnustað. Meðlimir taka undir með Eiríki og segir einn að málið sé hálfgert hneyksli Hér má sjá hjartastuðtækið og leiðbeiningarnar umdeildu.Facebook Þó Eiríkur riti færsluna undir yfirskriftinni Það vantar íslensku í Árnagarð!, segir hann í samtali við Vísi að staðsetningin sé ekki aðalvandamálið. Honum þykir umhugsunarvert að það þyki eðlilegt og sjálfsagt að setja upp tæki með leiðbeiningum sem eru einungis á ensku, hvar sem þau eru. „Náttúrulega alveg sérstaklega með svona öryggistæki. Þar sem þetta getur verið spurning um líf eða dauða og snöggar aðgerðir. Þá er ekki heppilegt að fólk velkist í vafa um merkingu einhverja orða eða þurfi að fara að fletta upp í orðabók. Þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að leiðbeiningar séu á íslensku, en vitanlega þurfa þær að vera á ensku líka,“ segir hann. Gegn málstefnu skólans Eiríkur segir Háskóla Íslands hafa sérstaka málstefnu þar sem lögð er áhersla á það að íslenska sé mál skólans. Hann þekkir vel til hennar enda var hann formaður nefndar sem samdi málstefnuna á sínum tíma. „Jú, þar er lögð áhersla á það að íslenska sé mál háskólans og það eigi að nota íslensku alls staðar þar sem því verður við komið. Það þurfi að vera einhver sérstök ástæða fyrir því ef hún er ekki notuð, þannig að þetta er greinilega ekki í samræmi við hana,“ segir hann.
Háskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira