Furðar sig á öryggisleiðbeiningum sem eru einungis á ensku Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 21:51 Eiríkur smellti mynd af leiðbeiningunum sem vöktu furðu hans þegar hann gekk hjá þeim í Árnagarði. Vísir/Vilhelm Prófessor emeritus í íslenskri málfræði furðar sig á því að lífsnauðsynlegar upplýsingar við hlið nýs hjartastuðtækis í Háskóla Íslands séu einungis á ensku en ekki íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, var á gangi um Árnagarð, þar sem íslenskudeild Háskóla Íslands er til húsa, þegar hann rak augun í glænýtt hjartastuðtæki sem komið hafði verið fyrir á vegg byggingarinnar. „Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku,“ segir Eiríkur í færslu á facebook-hópnum Málspjallið, þar sem áhugafólk um íslenskt mál á oft í líflegum umræðum. Hann skorar á meðlimi hópsins að beita sér fyrir því að með slíkum tækjum fylgi leiðbeiningar á íslensku auk enskunnar, séu þau í þeirra umsjá eða á þeirra vinnustað. Meðlimir taka undir með Eiríki og segir einn að málið sé hálfgert hneyksli Hér má sjá hjartastuðtækið og leiðbeiningarnar umdeildu.Facebook Þó Eiríkur riti færsluna undir yfirskriftinni Það vantar íslensku í Árnagarð!, segir hann í samtali við Vísi að staðsetningin sé ekki aðalvandamálið. Honum þykir umhugsunarvert að það þyki eðlilegt og sjálfsagt að setja upp tæki með leiðbeiningum sem eru einungis á ensku, hvar sem þau eru. „Náttúrulega alveg sérstaklega með svona öryggistæki. Þar sem þetta getur verið spurning um líf eða dauða og snöggar aðgerðir. Þá er ekki heppilegt að fólk velkist í vafa um merkingu einhverja orða eða þurfi að fara að fletta upp í orðabók. Þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að leiðbeiningar séu á íslensku, en vitanlega þurfa þær að vera á ensku líka,“ segir hann. Gegn málstefnu skólans Eiríkur segir Háskóla Íslands hafa sérstaka málstefnu þar sem lögð er áhersla á það að íslenska sé mál skólans. Hann þekkir vel til hennar enda var hann formaður nefndar sem samdi málstefnuna á sínum tíma. „Jú, þar er lögð áhersla á það að íslenska sé mál háskólans og það eigi að nota íslensku alls staðar þar sem því verður við komið. Það þurfi að vera einhver sérstök ástæða fyrir því ef hún er ekki notuð, þannig að þetta er greinilega ekki í samræmi við hana,“ segir hann. Háskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, var á gangi um Árnagarð, þar sem íslenskudeild Háskóla Íslands er til húsa, þegar hann rak augun í glænýtt hjartastuðtæki sem komið hafði verið fyrir á vegg byggingarinnar. „Það er auðvitað mjög gleðilegt en ánægja mín yfir því dofnaði samt verulega þegar ég kom nær og sá að meðfylgjandi leiðbeiningar um hjartahnoð og beitingu tækisins voru eingöngu á ensku,“ segir Eiríkur í færslu á facebook-hópnum Málspjallið, þar sem áhugafólk um íslenskt mál á oft í líflegum umræðum. Hann skorar á meðlimi hópsins að beita sér fyrir því að með slíkum tækjum fylgi leiðbeiningar á íslensku auk enskunnar, séu þau í þeirra umsjá eða á þeirra vinnustað. Meðlimir taka undir með Eiríki og segir einn að málið sé hálfgert hneyksli Hér má sjá hjartastuðtækið og leiðbeiningarnar umdeildu.Facebook Þó Eiríkur riti færsluna undir yfirskriftinni Það vantar íslensku í Árnagarð!, segir hann í samtali við Vísi að staðsetningin sé ekki aðalvandamálið. Honum þykir umhugsunarvert að það þyki eðlilegt og sjálfsagt að setja upp tæki með leiðbeiningum sem eru einungis á ensku, hvar sem þau eru. „Náttúrulega alveg sérstaklega með svona öryggistæki. Þar sem þetta getur verið spurning um líf eða dauða og snöggar aðgerðir. Þá er ekki heppilegt að fólk velkist í vafa um merkingu einhverja orða eða þurfi að fara að fletta upp í orðabók. Þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að leiðbeiningar séu á íslensku, en vitanlega þurfa þær að vera á ensku líka,“ segir hann. Gegn málstefnu skólans Eiríkur segir Háskóla Íslands hafa sérstaka málstefnu þar sem lögð er áhersla á það að íslenska sé mál skólans. Hann þekkir vel til hennar enda var hann formaður nefndar sem samdi málstefnuna á sínum tíma. „Jú, þar er lögð áhersla á það að íslenska sé mál háskólans og það eigi að nota íslensku alls staðar þar sem því verður við komið. Það þurfi að vera einhver sérstök ástæða fyrir því ef hún er ekki notuð, þannig að þetta er greinilega ekki í samræmi við hana,“ segir hann.
Háskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira