Gagnrýnir áform um fækkun sýslumannsembætta Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 20:07 Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann. Líneik Anna Sævarsdóttir efast um ágæti áforma Jón Gunnarssonar dómsmálaráherra að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt og bendir á að hvergi sé minnst á þær róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Flokkur Líneikar, Framsóknarflokkurinn, er einmitt í ríkisstjórn með flokki dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Líneik í skoðanagrein sem hún birti hér á Vísi í kvöld. Líneik Anna segir embætti sýslumanna vera gamalgrónar og traustar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þeim hafi verið falið að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. „Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna,“ segir hún. Frekar eiga að efla embættin en að fækka þeim Líneik Anna segir að stjórnvöld eigi frekar að leggj allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu svo unnt sé að færa fleiri stjórnsýsluverkefni til embætta sýslumanna um land allt. Með lögum árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og var lögunum ætlað að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu tekið að sér aukin verkefni, að sögn Líneikar. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu,“ segir hún. Auk þess hafi komið fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum hafi rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg en ljóst sé að hún geti leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Því eigi stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Dreifing verkefna tryggi aðlaðandi starfsumhverfi Líneik segir að með sérhæfingu og dreifingu stjórnsýsluverkefna um landið sé hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi í sýslumannsembættum um land allt, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Því vill Líneik að stjórnvöld leggi áherslu á að efla embættin frekar en að breyta lögum til að fækka þeim. Það verði í fyrsta lagi eftir fjögur til sex ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðarskipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. „Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að,“ segir Líneik Anna að lokum. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir efast um ágæti áforma Jón Gunnarssonar dómsmálaráherra að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt og bendir á að hvergi sé minnst á þær róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Flokkur Líneikar, Framsóknarflokkurinn, er einmitt í ríkisstjórn með flokki dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Líneik í skoðanagrein sem hún birti hér á Vísi í kvöld. Líneik Anna segir embætti sýslumanna vera gamalgrónar og traustar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þeim hafi verið falið að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. „Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna,“ segir hún. Frekar eiga að efla embættin en að fækka þeim Líneik Anna segir að stjórnvöld eigi frekar að leggj allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu svo unnt sé að færa fleiri stjórnsýsluverkefni til embætta sýslumanna um land allt. Með lögum árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og var lögunum ætlað að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu tekið að sér aukin verkefni, að sögn Líneikar. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu,“ segir hún. Auk þess hafi komið fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum hafi rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg en ljóst sé að hún geti leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Því eigi stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Dreifing verkefna tryggi aðlaðandi starfsumhverfi Líneik segir að með sérhæfingu og dreifingu stjórnsýsluverkefna um landið sé hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi í sýslumannsembættum um land allt, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Því vill Líneik að stjórnvöld leggi áherslu á að efla embættin frekar en að breyta lögum til að fækka þeim. Það verði í fyrsta lagi eftir fjögur til sex ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðarskipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. „Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að,“ segir Líneik Anna að lokum.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira