Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 18:07 Höfuðstöðvar Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. Íslenska ríkið fer með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og býður Bankasýslan tuttugu prósent af því heildarhlutafé til sölu, eða 400 milljónir hluta. Möguleiki er til staðar á að stækka útboðið og auka við fjölda seldra hluta. Söfnun tilboða er þegar hafin og getur lokið hvenær sem er, með skömmum fyrirvara. Því fer hver fagfjárfestir að verða síðastur að bjóða í hlut í Íslandsbanka. Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í dag. „Ákvörðun um útboðsgengi og endanlegan fjölda seldra hluta verður rökstudd af Bankasýslu ríkisins en endanleg ákvörðun er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Þessi ákvörðun verður tekin þegar áætlaðar niðurstöður úr söluferlinu liggja fyrir og að teknu tilliti til meðal annars eftirfarandi þátta, dagslokagengis hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkaði Nasdaq Iceland, markaðsaðstæðna, eftirspurnar ásamt öðrum þáttum,“ segir í tilkynningu um upphaf söluferlis. Að viðskiptum dagsins loknum verða frekari hlutir ríkisins í bankanum ekki seldir í níutíu daga, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Citigroup Global Markets Europe AG, fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka og J.P. Morgan SE hafa sameiginlega umsjón með viðskiptunum. HSBC Continental Europe og Fossar markaðir hf., munu hafa aðkomu að viðskiptunum sem söluráðgjafar. Þá munu ACRO verðbréf hf., Íslensk verðbréf hf., og Landsbankinn jafnframt starfa sem söluaðilar í útboðinu. STJ Advisors Group Limited er ráðgjafi Bankasýslu ríkisins. Lögfræðilegir ráðgjafar Bankasýslu ríkisins eru LOGOS slf. og White & Case LLP. Upphaflega var fullyrt að 400 milljónir hluta væri tuttugu prósent af hlutafjáreign ríkisins í Íslandsbanka en rétt er að um er að ræða tuttugu prósent af heildarhlutafé bankans. Það hefur verið leiðrétt. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Íslenska ríkið fer með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og býður Bankasýslan tuttugu prósent af því heildarhlutafé til sölu, eða 400 milljónir hluta. Möguleiki er til staðar á að stækka útboðið og auka við fjölda seldra hluta. Söfnun tilboða er þegar hafin og getur lokið hvenær sem er, með skömmum fyrirvara. Því fer hver fagfjárfestir að verða síðastur að bjóða í hlut í Íslandsbanka. Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í dag. „Ákvörðun um útboðsgengi og endanlegan fjölda seldra hluta verður rökstudd af Bankasýslu ríkisins en endanleg ákvörðun er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Þessi ákvörðun verður tekin þegar áætlaðar niðurstöður úr söluferlinu liggja fyrir og að teknu tilliti til meðal annars eftirfarandi þátta, dagslokagengis hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkaði Nasdaq Iceland, markaðsaðstæðna, eftirspurnar ásamt öðrum þáttum,“ segir í tilkynningu um upphaf söluferlis. Að viðskiptum dagsins loknum verða frekari hlutir ríkisins í bankanum ekki seldir í níutíu daga, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Citigroup Global Markets Europe AG, fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka og J.P. Morgan SE hafa sameiginlega umsjón með viðskiptunum. HSBC Continental Europe og Fossar markaðir hf., munu hafa aðkomu að viðskiptunum sem söluráðgjafar. Þá munu ACRO verðbréf hf., Íslensk verðbréf hf., og Landsbankinn jafnframt starfa sem söluaðilar í útboðinu. STJ Advisors Group Limited er ráðgjafi Bankasýslu ríkisins. Lögfræðilegir ráðgjafar Bankasýslu ríkisins eru LOGOS slf. og White & Case LLP. Upphaflega var fullyrt að 400 milljónir hluta væri tuttugu prósent af hlutafjáreign ríkisins í Íslandsbanka en rétt er að um er að ræða tuttugu prósent af heildarhlutafé bankans. Það hefur verið leiðrétt.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira