Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2022 10:30 Maðurinn er í dag í sálfræðimeðferð og segir að hún gangi vel. Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. Sindri Sindrason ræddi við mann sem gengst við því að vera ofbeldismaður. Maðurinn er á fimmtugsaldri, faðir þriggja barna á unglingsaldri og viðskiptafræðingur að mennt. Eiginkonunni kynntist hann þegar hún var á öðru ári í háskólanum en hún er einnig viðskiptafræðingur. Maðurinn segist aðallega hafa beitt eiginkonu sína andlegu ofbeldi en einnig líkamlegu og þá einna helst hrint konunni eða gripið fast í hana. „Ég hef aldrei slegið hana en þetta er samt bara ekkert eðlilegt hjá mér,“ segir maðurinn. „Ég er á leiðinni út úr húsinu og hún stendur fyrir mér og ég hrindi henni á vegginn, og hún fær eymsli í kjölfarið. Ekkert við hana að sakast, bara hundrað prósent mér að kenna,“ segir maðurinn í þættinum en þar kom einnig fram að hann hafi tekið dreng þeirra eitt sinn hálstaki þegar hann var á fermingaraldri. Hann fór í sálfræðimeðferð á stöð sem kallast Heimilisfriður og er til húsa á Höfðabakka og er hann þar enn í meðferð. „Ég var aldrei meðvitað að beita andlegu ofbeldi í þeirri pælingu að láta einhverjum öðrum líða illa. Ég fékk ekkert kick út úr því að fólki liði illa í kringum mig. Taktíkin var svolítið að ýta henni frá mér og svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka. Hún segist þá elska mig og biðst afsökunar,“ segir maðurinn og heldur áfram. „Það versta sem ég gerði í nokkur skipti á þessu tímabili, kannski þrisvar eða fjórum sinnum á þessu tímabili, á þessum tuttugu árum. Þá hóta ég sjálfsmorði. Líð það illa og vil fá þessa ástarjátningu út af þessari höfnun að ég hóta að drepa mig. Ég svara ekki símtölum frá henni. Ég var aldrei að fara drepa mig, ég vildi bara að hún myndi finna hvar ég væri og segjast elska mig og ganga á eftir mér. Þú getur ímyndað þér hvernig henni leið út af þessu.“ Klippa: Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka Maðurinn lagði áherslu á það í frásögn sinni að hann vildi enga athygli eða klapp á bakið fyrir að stíga fram. Hann hefði sjálfur áttað sig á því að hann væri fíflið og viljað vinna í sínum málum. Hann sæi framtíðina fyrir sér með konunni sinni og væri meðvitaður um að hún myndi ekki sætta sig við meira kjaftæði. Kona mannsins veitti leyfi fyrir því að hann segði sögu sína í þætti gærkvöldsins sem var sá síðasti í þáttaröðinni. Heimilisofbeldi Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við mann sem gengst við því að vera ofbeldismaður. Maðurinn er á fimmtugsaldri, faðir þriggja barna á unglingsaldri og viðskiptafræðingur að mennt. Eiginkonunni kynntist hann þegar hún var á öðru ári í háskólanum en hún er einnig viðskiptafræðingur. Maðurinn segist aðallega hafa beitt eiginkonu sína andlegu ofbeldi en einnig líkamlegu og þá einna helst hrint konunni eða gripið fast í hana. „Ég hef aldrei slegið hana en þetta er samt bara ekkert eðlilegt hjá mér,“ segir maðurinn. „Ég er á leiðinni út úr húsinu og hún stendur fyrir mér og ég hrindi henni á vegginn, og hún fær eymsli í kjölfarið. Ekkert við hana að sakast, bara hundrað prósent mér að kenna,“ segir maðurinn í þættinum en þar kom einnig fram að hann hafi tekið dreng þeirra eitt sinn hálstaki þegar hann var á fermingaraldri. Hann fór í sálfræðimeðferð á stöð sem kallast Heimilisfriður og er til húsa á Höfðabakka og er hann þar enn í meðferð. „Ég var aldrei meðvitað að beita andlegu ofbeldi í þeirri pælingu að láta einhverjum öðrum líða illa. Ég fékk ekkert kick út úr því að fólki liði illa í kringum mig. Taktíkin var svolítið að ýta henni frá mér og svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka. Hún segist þá elska mig og biðst afsökunar,“ segir maðurinn og heldur áfram. „Það versta sem ég gerði í nokkur skipti á þessu tímabili, kannski þrisvar eða fjórum sinnum á þessu tímabili, á þessum tuttugu árum. Þá hóta ég sjálfsmorði. Líð það illa og vil fá þessa ástarjátningu út af þessari höfnun að ég hóta að drepa mig. Ég svara ekki símtölum frá henni. Ég var aldrei að fara drepa mig, ég vildi bara að hún myndi finna hvar ég væri og segjast elska mig og ganga á eftir mér. Þú getur ímyndað þér hvernig henni leið út af þessu.“ Klippa: Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka Maðurinn lagði áherslu á það í frásögn sinni að hann vildi enga athygli eða klapp á bakið fyrir að stíga fram. Hann hefði sjálfur áttað sig á því að hann væri fíflið og viljað vinna í sínum málum. Hann sæi framtíðina fyrir sér með konunni sinni og væri meðvitaður um að hún myndi ekki sætta sig við meira kjaftæði. Kona mannsins veitti leyfi fyrir því að hann segði sögu sína í þætti gærkvöldsins sem var sá síðasti í þáttaröðinni.
Heimilisofbeldi Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira