Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjóni tilgangi eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2022 11:01 Helgi Áss Grétarsson er einn færasti skákmaður landsins og þótti einnig mikið efni í knattspyrnu þar sem hann varði markið. Hann tekur nú sín fyrstu skref á pólitíska sviðinu. Vísir/Vilhelm Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, segir ófáa hafa lýst yfir samstöðu með þeim skoðunum sem hann hafi sett fram um dómstól götunnar. Hann segir vald hins þögla meirihluta hafa komið í ljós. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina og voru úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Helgi Áss var meðal nýrra andlita í prófkjörinu og gæti vel farið svo að hann verði á meðal borgarfulltrúa flokksins að loknum kosningunum þann 14. maí. Í greininni „Vald hins þögla meirihluta“ sem Helgi Áss skrifar á Vísi í dag ræðir hann um „tíst smáfugla“, og á þar við þær raddir sem heyrast á samfélagsmiðlinum Twitter. Hildur Björnsdóttir, sem hafnaði í fyrsta sæti í prófkjörinu, sagði í Bítinu í morgun að fólk á Twitter væri mjög upptekið af Sjálfstæðisflokknum. Óhætt er að segja að prófkjör flokksins hafi vakið mun meiri athygli og umræðu en prófkjör annarra flokka í borginni. Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er virkur á Twitter, með 26 þúsund fylgjendur. Þótt hann hafi fyrir þó nokkru sagt skilið við starf flokksins í borginni hefur hann sterkar skoðanir á borgarskipulagi og ekki síst uppbyggingu Reykjavíkur. Gísli Marteinn er menntaður í þeim fræðum og óhætt að segja að skoðanir hans rými mun betur við stefnu núverandi meirihluta en hans gamla flokks. Fyrir 10 árum var stefna XD í borginni: Flugvöllinn burt, byggja í #102rvk, þétta byggð, efla alm.samgöngur, margfalda hjólastíga.Fylgi XD: 40%.Núna: Á móti Borgarlínu og þéttingu, með flugvelli og mislægum gatnamótum. 100% sammála Miðflokki (sem mælist 3%).Fylgi XD: 22%.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) March 19, 2022 Helgi Áss gerir hegðun Gísla Marteins á Twitter að umfjöllunarefni. „Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem öfgafemínistatussu „sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári,“ segir Helgi Áss. Yfir þúsund mans settu sitt atkvæði við þennan mann! WTF https://t.co/W5SGY1hpdl— Anna! (@annavignisd) March 20, 2022 Um er að ræða greinina „Ég er Ingó veðurguð“. Þar fjallaði Helgi Áss um stöðu tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar sem sætti nafnlausum ásökunum á samfélagsmiðlum sem aktívistahópurinn Öfgar dreifði. Sögurnar voru á þriðja tug en Ingólfur hafnaði frásögnunum. Boðskapurinn endurvakinn „Nú þekki ég ekki Ingó Veðurguð persónulega. Gefum okkur samt sem áður að hann hafi með athöfnum sínum brotið á réttindum annarra. Jafnvel þótt svo sé á það ekki að líðast að orðspor einstaklinga sé nítt niður á samfélagsmiðlum þar sem sami aðilinn kærir, rannsakar og dæmir. Óskýrleiki í kæru um hvenær eitthvað gerðist, hvar og hverjir komu að málinu ýtir undir að haldin séu réttarhöld þar sem engrar sanngirni sé gætt í þágu þess sem er sakaður um sitthvað misjafnt,“ sagði Helgi Áss í grein sinni í júlí. „Það er lítilmannlegt að sitja hjá aðgerðarlaus í svona málum, jafnvel þótt viðkvæm séu. Réttarfar miðalda er ekki til eftirbreytni. Öfgar við að uppræta eitt samfélagsmein réttlætir ekki að annað og verra mein sé fest í sessi. Látum ekki ofstækislið pólitískrar rétthugsunar halda áfram að taka hvern einstaklinginn úr umferð með aðferðum útilokunarmenningarinnar. Stöndum fyrir gildi siðaðs samfélags þar sem réttlát málsmeðferð er höfð að leiðarljósi og segjum: „Ég er Ingó Veðurguð“.“ Helgi segir í grein sinni í dag jákvætt að árangur hans í prófkjörinu um helgina hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Vísar hann til þess að greinin er aftur komin í efstu sæti mest lesið listans í skoðunarhluta Vísis. „Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman.“ Enginn stóri bróðir í kjörklefanum Helgi segist hafa fundið fyrir miklum velvilja í sinn garð í prófkjörsbaráttunni. „Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér,“ segir Helgi. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir „Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Valgerður tekur ekki sæti á lista Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun ekki taka 11. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem hún hafnaði í eftir prófkjör flokksins. Hún sóttist eftir þriðja sætinu. 20. mars 2022 20:27 Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina og voru úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Helgi Áss var meðal nýrra andlita í prófkjörinu og gæti vel farið svo að hann verði á meðal borgarfulltrúa flokksins að loknum kosningunum þann 14. maí. Í greininni „Vald hins þögla meirihluta“ sem Helgi Áss skrifar á Vísi í dag ræðir hann um „tíst smáfugla“, og á þar við þær raddir sem heyrast á samfélagsmiðlinum Twitter. Hildur Björnsdóttir, sem hafnaði í fyrsta sæti í prófkjörinu, sagði í Bítinu í morgun að fólk á Twitter væri mjög upptekið af Sjálfstæðisflokknum. Óhætt er að segja að prófkjör flokksins hafi vakið mun meiri athygli og umræðu en prófkjör annarra flokka í borginni. Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er virkur á Twitter, með 26 þúsund fylgjendur. Þótt hann hafi fyrir þó nokkru sagt skilið við starf flokksins í borginni hefur hann sterkar skoðanir á borgarskipulagi og ekki síst uppbyggingu Reykjavíkur. Gísli Marteinn er menntaður í þeim fræðum og óhætt að segja að skoðanir hans rými mun betur við stefnu núverandi meirihluta en hans gamla flokks. Fyrir 10 árum var stefna XD í borginni: Flugvöllinn burt, byggja í #102rvk, þétta byggð, efla alm.samgöngur, margfalda hjólastíga.Fylgi XD: 40%.Núna: Á móti Borgarlínu og þéttingu, með flugvelli og mislægum gatnamótum. 100% sammála Miðflokki (sem mælist 3%).Fylgi XD: 22%.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) March 19, 2022 Helgi Áss gerir hegðun Gísla Marteins á Twitter að umfjöllunarefni. „Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem öfgafemínistatussu „sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári,“ segir Helgi Áss. Yfir þúsund mans settu sitt atkvæði við þennan mann! WTF https://t.co/W5SGY1hpdl— Anna! (@annavignisd) March 20, 2022 Um er að ræða greinina „Ég er Ingó veðurguð“. Þar fjallaði Helgi Áss um stöðu tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar sem sætti nafnlausum ásökunum á samfélagsmiðlum sem aktívistahópurinn Öfgar dreifði. Sögurnar voru á þriðja tug en Ingólfur hafnaði frásögnunum. Boðskapurinn endurvakinn „Nú þekki ég ekki Ingó Veðurguð persónulega. Gefum okkur samt sem áður að hann hafi með athöfnum sínum brotið á réttindum annarra. Jafnvel þótt svo sé á það ekki að líðast að orðspor einstaklinga sé nítt niður á samfélagsmiðlum þar sem sami aðilinn kærir, rannsakar og dæmir. Óskýrleiki í kæru um hvenær eitthvað gerðist, hvar og hverjir komu að málinu ýtir undir að haldin séu réttarhöld þar sem engrar sanngirni sé gætt í þágu þess sem er sakaður um sitthvað misjafnt,“ sagði Helgi Áss í grein sinni í júlí. „Það er lítilmannlegt að sitja hjá aðgerðarlaus í svona málum, jafnvel þótt viðkvæm séu. Réttarfar miðalda er ekki til eftirbreytni. Öfgar við að uppræta eitt samfélagsmein réttlætir ekki að annað og verra mein sé fest í sessi. Látum ekki ofstækislið pólitískrar rétthugsunar halda áfram að taka hvern einstaklinginn úr umferð með aðferðum útilokunarmenningarinnar. Stöndum fyrir gildi siðaðs samfélags þar sem réttlát málsmeðferð er höfð að leiðarljósi og segjum: „Ég er Ingó Veðurguð“.“ Helgi segir í grein sinni í dag jákvætt að árangur hans í prófkjörinu um helgina hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Vísar hann til þess að greinin er aftur komin í efstu sæti mest lesið listans í skoðunarhluta Vísis. „Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman.“ Enginn stóri bróðir í kjörklefanum Helgi segist hafa fundið fyrir miklum velvilja í sinn garð í prófkjörsbaráttunni. „Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér,“ segir Helgi. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir „Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina.“
Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Valgerður tekur ekki sæti á lista Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun ekki taka 11. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem hún hafnaði í eftir prófkjör flokksins. Hún sóttist eftir þriðja sætinu. 20. mars 2022 20:27 Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35
Valgerður tekur ekki sæti á lista Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun ekki taka 11. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem hún hafnaði í eftir prófkjör flokksins. Hún sóttist eftir þriðja sætinu. 20. mars 2022 20:27
Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56