Roma pakkaði Lazio saman í borgarslagnum um Róm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 19:15 Tammy Abraham átti frábæran leik í kvöld. Silvia Lore/Getty Images Roma vann frábæran 3-0 sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum í Lazio er liðin mættust í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tammy Abraham hefur verið í fantaformi fyrir Roma á leiktíðinni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom heimamönnum yfir eftir aðeins 56 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir skoti Lorenzo Pellegrini sem hafnaði í þverslánni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, Lazio var meira með boltann en Roma varðist fimlega. Á 22. mínútu kom svo það sem mætti kalla rothöggið en Tammy skoraði þá sitt annað mark í leiknum, að þessu sinni eftir fyrirgjöf Rick Karsdorp frá hægri. Enski framherjinn afgreiddi boltann frábærlega í netið og skoraði um leið sitt 20. mark á leiktíðinni. 15 - Tammy Abraham has now scored 15 Serie A goals this season, equalling his best top-flight league tally for Chelsea in 2019-20. In fact, since the start of 2022, only Robert Lewandowski (12) has netted more goals in the big-five European leagues than Abraham (9). Fantastico. pic.twitter.com/f9q9KqSUyo— OptaJoe (@OptaJoe) March 20, 2022 Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu heimamenn aukaspyrnu. Pellegrini smurði boltann yfir vegginn og í netið, staðan orðin 3-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik kæfðu Rómverjar leikinn og unnu því öruggan og sanngjarnan 3-0 sigur. Roma fór með sigrinum upp fyrir Lazio og sitja lærisveinar José Mourinho nú í 5. sæti með 51 stig, tveimur stigum meira en nágrannar sínir sem eru sæti neðar. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Tammy Abraham hefur verið í fantaformi fyrir Roma á leiktíðinni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom heimamönnum yfir eftir aðeins 56 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir skoti Lorenzo Pellegrini sem hafnaði í þverslánni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, Lazio var meira með boltann en Roma varðist fimlega. Á 22. mínútu kom svo það sem mætti kalla rothöggið en Tammy skoraði þá sitt annað mark í leiknum, að þessu sinni eftir fyrirgjöf Rick Karsdorp frá hægri. Enski framherjinn afgreiddi boltann frábærlega í netið og skoraði um leið sitt 20. mark á leiktíðinni. 15 - Tammy Abraham has now scored 15 Serie A goals this season, equalling his best top-flight league tally for Chelsea in 2019-20. In fact, since the start of 2022, only Robert Lewandowski (12) has netted more goals in the big-five European leagues than Abraham (9). Fantastico. pic.twitter.com/f9q9KqSUyo— OptaJoe (@OptaJoe) March 20, 2022 Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu heimamenn aukaspyrnu. Pellegrini smurði boltann yfir vegginn og í netið, staðan orðin 3-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik kæfðu Rómverjar leikinn og unnu því öruggan og sanngjarnan 3-0 sigur. Roma fór með sigrinum upp fyrir Lazio og sitja lærisveinar José Mourinho nú í 5. sæti með 51 stig, tveimur stigum meira en nágrannar sínir sem eru sæti neðar. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00