Roma pakkaði Lazio saman í borgarslagnum um Róm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 19:15 Tammy Abraham átti frábæran leik í kvöld. Silvia Lore/Getty Images Roma vann frábæran 3-0 sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum í Lazio er liðin mættust í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tammy Abraham hefur verið í fantaformi fyrir Roma á leiktíðinni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom heimamönnum yfir eftir aðeins 56 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir skoti Lorenzo Pellegrini sem hafnaði í þverslánni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, Lazio var meira með boltann en Roma varðist fimlega. Á 22. mínútu kom svo það sem mætti kalla rothöggið en Tammy skoraði þá sitt annað mark í leiknum, að þessu sinni eftir fyrirgjöf Rick Karsdorp frá hægri. Enski framherjinn afgreiddi boltann frábærlega í netið og skoraði um leið sitt 20. mark á leiktíðinni. 15 - Tammy Abraham has now scored 15 Serie A goals this season, equalling his best top-flight league tally for Chelsea in 2019-20. In fact, since the start of 2022, only Robert Lewandowski (12) has netted more goals in the big-five European leagues than Abraham (9). Fantastico. pic.twitter.com/f9q9KqSUyo— OptaJoe (@OptaJoe) March 20, 2022 Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu heimamenn aukaspyrnu. Pellegrini smurði boltann yfir vegginn og í netið, staðan orðin 3-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik kæfðu Rómverjar leikinn og unnu því öruggan og sanngjarnan 3-0 sigur. Roma fór með sigrinum upp fyrir Lazio og sitja lærisveinar José Mourinho nú í 5. sæti með 51 stig, tveimur stigum meira en nágrannar sínir sem eru sæti neðar. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Tammy Abraham hefur verið í fantaformi fyrir Roma á leiktíðinni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom heimamönnum yfir eftir aðeins 56 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir skoti Lorenzo Pellegrini sem hafnaði í þverslánni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, Lazio var meira með boltann en Roma varðist fimlega. Á 22. mínútu kom svo það sem mætti kalla rothöggið en Tammy skoraði þá sitt annað mark í leiknum, að þessu sinni eftir fyrirgjöf Rick Karsdorp frá hægri. Enski framherjinn afgreiddi boltann frábærlega í netið og skoraði um leið sitt 20. mark á leiktíðinni. 15 - Tammy Abraham has now scored 15 Serie A goals this season, equalling his best top-flight league tally for Chelsea in 2019-20. In fact, since the start of 2022, only Robert Lewandowski (12) has netted more goals in the big-five European leagues than Abraham (9). Fantastico. pic.twitter.com/f9q9KqSUyo— OptaJoe (@OptaJoe) March 20, 2022 Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu heimamenn aukaspyrnu. Pellegrini smurði boltann yfir vegginn og í netið, staðan orðin 3-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik kæfðu Rómverjar leikinn og unnu því öruggan og sanngjarnan 3-0 sigur. Roma fór með sigrinum upp fyrir Lazio og sitja lærisveinar José Mourinho nú í 5. sæti með 51 stig, tveimur stigum meira en nágrannar sínir sem eru sæti neðar. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00