„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 20:00 Jón Arnar Guðbrandsson veitingamaður. Hann ætlar að opna veitingastað þar sem fólk eldra en 60 ára fær vinnu. arnar halldórsson Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. Undanfarið hafa borist fréttir af því að fólk yfir fimmtugt eigi erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Jóni Arnari veitingamanni sem vinnur nú að því að opna veitingastaðinn Grazie Trattoria varð við að heyra viðtöl á borð við þetta hér að neðan. Arnar segir að það erfiðasta við að opna veitingastað sé sú áskorun að ráða starfsfólk og nýverið hafi hann áttað sig á því að stór hópur fólks á besta aldri bíði eftir því að fá vinnu. Viðbrögðin ótrúleg Hann brá því á það ráð að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. „Sko viðbrögðin eru búin að vera ótrúlega. Ég er búinn að gera margt um ævina en þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í, ég verð að segja það,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria. Yfir hundrað umsóknir hafa borist auk tugi fyrirspurna. Það sé þó hans tilfinning að hópurinn sé hræddur við höfnun. „Já ég var að spá í að sækja um hjá þér en ég veit ekki hvort ég sé rétta manneskjan. Þetta er kannski of mikið eða lítið?“ Þau eru bara pínu hrædd við að koma því þau eru búin kannski að sækja um tugi starfa en hafa yfirleitt ekki fengið svar til baka.“ Minni líkur á að starfsfólkið hringi sig inn veikt vegna þynnku Hann segir ótal kosti við að hafa fólk á þessum aldri í vinnu. Til dæmis þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það hringi sig inn veikt um helgar vegna timburmanna. „Ég hef grun um það að þegar ég mæti þá bíði þeir við hurðina og ég held að það sé pottþétt að við munum fá þau alltaf í vinnuna og aldrei of seint.“ Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria. Stefnt er að því að opna staðinn í lok mánaðar en staðurinn er staðsettur á Hverfisgötu.arnar halldórsson Mikill félagsskapur fólginn í vinnu Hann segið að i vinnu felist mikill félagsskapur, sérstaklega fyrir þennan hóp fólks og rifjar upp sögu af 73 ára vini sem missti vinnuna vegna aldurs „En svo er hann að vinna alltaf núna á föstudögum. Þá fer hann og er að skera kjöt á einum veitingastað og hann bíður alla vikuna eftir því að komast í vinnuna og hitta alla og spjalla.“ Jón segir að miklir aldursfordómar ríki á Íslandi. „Og ég sjálfur. Ég hef verið að reka veitingastað og vildi helst engann yfir þrítugt. Ég hugsa núna bara hvað var ég að hugsa. Þetta er galið. Ég trúi því að þetta muni breyta viðhorfi margra.“ Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af því að fólk yfir fimmtugt eigi erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Jóni Arnari veitingamanni sem vinnur nú að því að opna veitingastaðinn Grazie Trattoria varð við að heyra viðtöl á borð við þetta hér að neðan. Arnar segir að það erfiðasta við að opna veitingastað sé sú áskorun að ráða starfsfólk og nýverið hafi hann áttað sig á því að stór hópur fólks á besta aldri bíði eftir því að fá vinnu. Viðbrögðin ótrúleg Hann brá því á það ráð að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. „Sko viðbrögðin eru búin að vera ótrúlega. Ég er búinn að gera margt um ævina en þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í, ég verð að segja það,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria. Yfir hundrað umsóknir hafa borist auk tugi fyrirspurna. Það sé þó hans tilfinning að hópurinn sé hræddur við höfnun. „Já ég var að spá í að sækja um hjá þér en ég veit ekki hvort ég sé rétta manneskjan. Þetta er kannski of mikið eða lítið?“ Þau eru bara pínu hrædd við að koma því þau eru búin kannski að sækja um tugi starfa en hafa yfirleitt ekki fengið svar til baka.“ Minni líkur á að starfsfólkið hringi sig inn veikt vegna þynnku Hann segir ótal kosti við að hafa fólk á þessum aldri í vinnu. Til dæmis þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það hringi sig inn veikt um helgar vegna timburmanna. „Ég hef grun um það að þegar ég mæti þá bíði þeir við hurðina og ég held að það sé pottþétt að við munum fá þau alltaf í vinnuna og aldrei of seint.“ Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria. Stefnt er að því að opna staðinn í lok mánaðar en staðurinn er staðsettur á Hverfisgötu.arnar halldórsson Mikill félagsskapur fólginn í vinnu Hann segið að i vinnu felist mikill félagsskapur, sérstaklega fyrir þennan hóp fólks og rifjar upp sögu af 73 ára vini sem missti vinnuna vegna aldurs „En svo er hann að vinna alltaf núna á föstudögum. Þá fer hann og er að skera kjöt á einum veitingastað og hann bíður alla vikuna eftir því að komast í vinnuna og hitta alla og spjalla.“ Jón segir að miklir aldursfordómar ríki á Íslandi. „Og ég sjálfur. Ég hef verið að reka veitingastað og vildi helst engann yfir þrítugt. Ég hugsa núna bara hvað var ég að hugsa. Þetta er galið. Ég trúi því að þetta muni breyta viðhorfi margra.“
Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira