Leikir Ajax og Feyenoord eru nær alltaf mikið fyrir augað og áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn í leik liðanna um helgina. Skoruð voru fimm mörk, leikmaður rekinn af velli og gerð var heiðarleg tilraun til að kveikja í vellinum.
Ajax fans accidentally setting fire to their own banner against Feyenoord today pic.twitter.com/CTuolq5g1P
— Football Away Days (@AwayDays_) March 20, 2022
Þetta kom ekki að sök og Ajax vann eins og áður sagði nauman eins marks sigur eftir að vera 2-1 undir í hálfleik. Sébastian Haller, Dušan Tadić og Anthony með mörk Ajax í leiknum. Sigurmarkið kom aðeins fjórum mínútum fyrir leikslok.
Anthony lét svo reka sig af velli í uppbótartíma fyrir leikaraskap en það kom ekki að sök er liðsfélagar hans héldu út.
28' Ajax 1-2 Feyenoord
— B/R Football (@brfootball) March 20, 2022
78' Ajax 2-2 Feyenoord
86' Ajax 3-2 Feyenoord
Antony after scoring the winner for Ajax pic.twitter.com/dio61S7A2B
Ajax er í harðri baráttu við PSV um titilinn en bæði lið unnu leiki sína um helgina. Ajax trónir á toppnum með 66 stig eftir 27 leiki á meðan PSV er með 64 stig í öðru sæti deildarinnar.