Titilvörn Max Verstappen í Formúlu 1 hefst í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. mars 2022 07:00 Max Verstappen fangar eftir sigur í Abu Dabi í fyrra. Keppnistímabil Formúlu 1 hefst í dag. Max Verstappen hefur titilvörn sína og Kevin Magnussen snýr aftur til liðs við Haas liðið, þá kemur ofur-varamaðurinn Nico Hulkenberg til með að aka í stað Sebastian Vettel hjá Aston Martin, þar sem Vettel greindist með Covid í vikunni. Formúlu 1 kappaksturinn í Barein hefst klukkan 15:00 í dag. Fyrsta áskorunin fyrir Magnussen og félaga hans verður kappaksturinn í Barein, þar sem Daninn náði fimmta sæti með með góðum akstri árið 2018. Magnussen náði hraðasta hringnum á síðasta prufudeginum í síðustu viku og það er enginn vafi á því að fyrsti kappaksturinn á tímabilinu verður áhugaverður. Lewis Hamilton og Max Verstappen háðu dramatíska titilbaráttu á síðasta ári, sem endaði með sigri Hollendingsins. Það verður örugglega enginn afsláttur af dramatíkinni þetta árið, eftir því sem keppnistímabilinu vindur fram. Upphitunin hófst vikunni með frumsýningu ‘Verstappen – Master of the Track’, á Viaplay þar sem áhorfendur fá að skyggnast bakvið tjöldin og fylgjast með Max Verstappen greina allar Formúlu 1 brautirnar 22 með einstökum hætti. Verstappen hefur veitt Viaplay mikinn aðgang að sér. Viaplay hefur fengið að sérlega góðan aðgang að Verstappen og fylgst með honum æfa í kappakstursherminum. Áhorfendur fá nú að njóta afraksturs þess í Viaplay-þáttaröðinni ‘Verstappen – Master of the Track’. Þar leiðir Verstappen áhorfendur í gegnum hverja beygju, mishæð og miserfiðar áskoranir á öllum keppnisbrautunum. „Það var mjög gaman að fara í gegnum brautirnar í herminum í höfuðstöðvum Redline-liðsins. Með því að fylgjast mér keyra í gegnum hverja braut geta áhorfendur lært meira um brautirnar og verið betur undirbúnir fyrir keppnishelgina,“ sagði Verstappen. Formúla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Fyrsta áskorunin fyrir Magnussen og félaga hans verður kappaksturinn í Barein, þar sem Daninn náði fimmta sæti með með góðum akstri árið 2018. Magnussen náði hraðasta hringnum á síðasta prufudeginum í síðustu viku og það er enginn vafi á því að fyrsti kappaksturinn á tímabilinu verður áhugaverður. Lewis Hamilton og Max Verstappen háðu dramatíska titilbaráttu á síðasta ári, sem endaði með sigri Hollendingsins. Það verður örugglega enginn afsláttur af dramatíkinni þetta árið, eftir því sem keppnistímabilinu vindur fram. Upphitunin hófst vikunni með frumsýningu ‘Verstappen – Master of the Track’, á Viaplay þar sem áhorfendur fá að skyggnast bakvið tjöldin og fylgjast með Max Verstappen greina allar Formúlu 1 brautirnar 22 með einstökum hætti. Verstappen hefur veitt Viaplay mikinn aðgang að sér. Viaplay hefur fengið að sérlega góðan aðgang að Verstappen og fylgst með honum æfa í kappakstursherminum. Áhorfendur fá nú að njóta afraksturs þess í Viaplay-þáttaröðinni ‘Verstappen – Master of the Track’. Þar leiðir Verstappen áhorfendur í gegnum hverja beygju, mishæð og miserfiðar áskoranir á öllum keppnisbrautunum. „Það var mjög gaman að fara í gegnum brautirnar í herminum í höfuðstöðvum Redline-liðsins. Með því að fylgjast mér keyra í gegnum hverja braut geta áhorfendur lært meira um brautirnar og verið betur undirbúnir fyrir keppnishelgina,“ sagði Verstappen.
Formúla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent